Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2022 20:31 Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir er oddviti Miðflokksins í Grindavík. Hún leiddi flokk sinn til stórsigurs í bænum. Vísir/Arnar Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Miðflokkurinn reið ekki sérlega feitum hesti frá nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á landsvísu, þurrkaðist hreinlega víða út. En því var snaröfugt farið í Grindavík. Flokkurinn náði alls inn sex sveitarstjórnarmönnum; einum á Akureyri, í Norðurþingi og Múlaþingi - og heilum þremur í Grindavík. Þar vann flokkurinn sannkallaðan stórsigur - bætti við sig tveimur mönnum og er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn. Og kynnum nú til sögunnar konuna sem leiddi listann til sigurs; Hallfríði Hólmgrímsdóttur, viðskiptafræðing og bæjarfulltrúa. „Við vorum með meðbyr, klárlega, þannig að ég átti alveg von á að við myndum bæta við okkur. En ekki tveimur mönnum,“ segir Hallfríður við fréttastofu fyrir utan bæjarskrifstofurnar í Grindavík. Elska Grindvíkingar Sigmund Davíð? Íbúar vilji greinilega breytingar en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynduðu meirihluta á kjörtímabilinu sem nú er að klárast. Hallfríður telur ekki að sigurinn skrifist á mikið persónufylgi hennar í bænum - þó að fólk hafi greinilega verið ánægt með störf hennar. „Ég held ég hafi staðið mig gríðarlega vel á kjörtímabilinu. Hópurinn okkar er ofboðslega flottur og málefni eldri borgara voru í hávegum höfð hjá okkur.“ Þannig að þú túlkar þetta ekki sem svo að Grindavík sé endilega eitthvað höfuðvígi Miðflokksins, að hér séu allir svo miklir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins]? „Kannski í og með en að minnsta kosti er það þannig að Grindvíkingar eru búnir að velja sér leiðtoga til að leiða vinnu næstu fjögurra ára,“ segir Hallfríður.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Grindavík Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira