Fasteignasalar fúlir út í doktorsnema vegna tals um feita söluþóknun Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2022 11:31 Eftir að Haukur Viðar setti fram útreikninga sína um rausnarlegar söluþóknanir hafa fasteignasalar sett sig í samband við hann og tjáð honum að þetta sé nú ekki alveg svona mikið sem þeir eru að taka til sín. Haukur Viðar er til hægri á þessari samsettu mynd. vísir/getty Fasteignaverð er í hæstu hæðum. Afleidd áhrif eru þau að söluþóknun fasteignasala, sem er prósentutala, hefur þar með rokið upp úr öllu valdi. Fasteignasalar margir vilja þó ekki kannast við að þeir séu að maka krókinn. Haukur Viðar Alfreðsson doktorsnemi í hagfræði hefur vakið máls á þessari stöðu í grein sem hann birti á Vísi auk þess sem hann var í viðtali á Bylgjunni um þetta sama mál. Í grein sinni talar Haukur Viðar um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Hann leggur fram dæmi sem sýnir að fasteignasalar taki að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. „Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala.“ Misvísandi upplýsingar um söluþóknun Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í svari við fyrirspurn Vísis að reglulega komi á þeirra borð mál sem tengjast rausnarlegri söluþóknun. Að sögn Breka er gjaldskrá fasteignasala 2 til 2,5 prósent. En það ríki samningafrelsi og oftast sé hægt að semja um 1 til 1,5 prósent. „Það vita því miður allt of fáir af því.“ Haukur Viðar segir í samtali við Vísi að nokkrir fasteignasalar hafi haft við sig samband, ósáttir við það að hann sé að vekja máls á þessu, þóknanirnar sem þeir eru að þiggja séu alls ekki svona háar. „Já, nokkrir fasteignasalar haft samband við mig og eru ekki sáttir. Verið að segja að þetta sé ekki raunveruleikinn. Þeir vilja meina í sínum dæmum að þeir séu að taka lægra en þá bendi ég einfaldlega á að þetta sé verðskráin sem þeir sjálfir setja á netið. Ég get ekki borið ábyrgð á því ef þeir eru að setja fram misvísandi upplýsingar um eigin rekstur á internetið.“ Segjast ekki taka nema eitt prósent Haukur Viðar vinnur nú að framhaldsgrein sem birtist innan tíðar á Vísi og tekur mið af þessum útleggingum. „Þar fer ég yfir stöðuna miðað við ef söluþóknanir eru lægri en gjaldskrá gefur til kynna og set yfir í form tímakaups miðað við mismargar vinnustundir að baki sölunnar.“ Að sögn Hauks Viðars er talsvert mikið bil á milli þeirra sem segja hann fara með rangt mál og svo annarra sem taka undir með mér. „Þeir sem segja mig fara með rangt mál eru að tala um að 1prósent söluþóknun sé ýmist bara standardinn eða þá að það sé botninn,“ segir Haukur Viðar og það fari bara eftir því hver talar. En svo eru aðrir sem segja að 1 prósent sé aldrei svo mikið sem inni í myndinni. „Raunin sé kannski 1,3 prósent án vsk, og enn aðrir á því að 1,4 prósent væru alveg sérstök kostakjör og eðlileg sala með þá talsvert hærri söluþóknun en það.“ Segjast vinna fyrir kaupinu sínu Haukur Viðar hefur í sínum dæmum nefnt að vinnan við að selja fasteign sé nákvæmlega sú sama 2015 og 2022, munurinn sé hins vegar sá að söluþóknun til fasteignasala hefur margfaldast. Eins og flestum er kunnugt er fasteignaverð nú í hæstu hæðum.vísir/vilhelm „Þeir hörðustu að tala um upp í 30 klukkustundir sem fari í eina sölu án bakvinnslu og heildin þá kannski komin í nærri heilli vinnuviku, meðan aðrir eru að tala um einn dag með öllu og spyrja hvort að inní 30 tímatölunni sé þá byggingartíminn líka,“ segir Haukur Viðar og vitnar í nýleg samtöl sín við ósátta fasteignasala sem vilja meina að þeir séu ekki að græða á tá og fingri. „En það er alveg ljóst að þeir sem eru í bransanum og ætla sér að vera þar eru með svartsýnni spá og þeir sem eru að hugsa sér til hreyfings, eða eru hættir eru talsvert nær minni greiningu.“ Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Haukur Viðar Alfreðsson doktorsnemi í hagfræði hefur vakið máls á þessari stöðu í grein sem hann birti á Vísi auk þess sem hann var í viðtali á Bylgjunni um þetta sama mál. Í grein sinni talar Haukur Viðar um sjálftöku fasteignasala í formi söluþóknana. Hann leggur fram dæmi sem sýnir að fasteignasalar taki að meðaltali rúmlega eina og hálfa milljón fyrir að selja eign í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í einkasölu. „Fyrstu kaupendur sem leggja út 10% af kaupverði þyrftu að safna sér rúmlega sex milljónum til að kaupa meðal fjölbýlis íbúð í höfuðborginni, en fasteignasalinn hirðir í raun strax einn fjórða af því í eigin vasa! Mánaða eða ára sparnaður fyrir nokkra klukkustunda vinnu fasteignasala.“ Misvísandi upplýsingar um söluþóknun Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í svari við fyrirspurn Vísis að reglulega komi á þeirra borð mál sem tengjast rausnarlegri söluþóknun. Að sögn Breka er gjaldskrá fasteignasala 2 til 2,5 prósent. En það ríki samningafrelsi og oftast sé hægt að semja um 1 til 1,5 prósent. „Það vita því miður allt of fáir af því.“ Haukur Viðar segir í samtali við Vísi að nokkrir fasteignasalar hafi haft við sig samband, ósáttir við það að hann sé að vekja máls á þessu, þóknanirnar sem þeir eru að þiggja séu alls ekki svona háar. „Já, nokkrir fasteignasalar haft samband við mig og eru ekki sáttir. Verið að segja að þetta sé ekki raunveruleikinn. Þeir vilja meina í sínum dæmum að þeir séu að taka lægra en þá bendi ég einfaldlega á að þetta sé verðskráin sem þeir sjálfir setja á netið. Ég get ekki borið ábyrgð á því ef þeir eru að setja fram misvísandi upplýsingar um eigin rekstur á internetið.“ Segjast ekki taka nema eitt prósent Haukur Viðar vinnur nú að framhaldsgrein sem birtist innan tíðar á Vísi og tekur mið af þessum útleggingum. „Þar fer ég yfir stöðuna miðað við ef söluþóknanir eru lægri en gjaldskrá gefur til kynna og set yfir í form tímakaups miðað við mismargar vinnustundir að baki sölunnar.“ Að sögn Hauks Viðars er talsvert mikið bil á milli þeirra sem segja hann fara með rangt mál og svo annarra sem taka undir með mér. „Þeir sem segja mig fara með rangt mál eru að tala um að 1prósent söluþóknun sé ýmist bara standardinn eða þá að það sé botninn,“ segir Haukur Viðar og það fari bara eftir því hver talar. En svo eru aðrir sem segja að 1 prósent sé aldrei svo mikið sem inni í myndinni. „Raunin sé kannski 1,3 prósent án vsk, og enn aðrir á því að 1,4 prósent væru alveg sérstök kostakjör og eðlileg sala með þá talsvert hærri söluþóknun en það.“ Segjast vinna fyrir kaupinu sínu Haukur Viðar hefur í sínum dæmum nefnt að vinnan við að selja fasteign sé nákvæmlega sú sama 2015 og 2022, munurinn sé hins vegar sá að söluþóknun til fasteignasala hefur margfaldast. Eins og flestum er kunnugt er fasteignaverð nú í hæstu hæðum.vísir/vilhelm „Þeir hörðustu að tala um upp í 30 klukkustundir sem fari í eina sölu án bakvinnslu og heildin þá kannski komin í nærri heilli vinnuviku, meðan aðrir eru að tala um einn dag með öllu og spyrja hvort að inní 30 tímatölunni sé þá byggingartíminn líka,“ segir Haukur Viðar og vitnar í nýleg samtöl sín við ósátta fasteignasala sem vilja meina að þeir séu ekki að græða á tá og fingri. „En það er alveg ljóst að þeir sem eru í bransanum og ætla sér að vera þar eru með svartsýnni spá og þeir sem eru að hugsa sér til hreyfings, eða eru hættir eru talsvert nær minni greiningu.“
Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira