Sýnum samstöðu fyrir bæinn okkar! Ragnhildur L. Guðmundsdóttir og Margrét Þórólfsdóttir skrifa 18. maí 2022 08:30 Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tölum nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treystum engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo ”hringrásarhagkerfi” þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við ”dótturfélag” Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. Sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Við veltum fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sinu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfrvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Höfundar eru Píratar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega fyrir stuðninginn og að mæta á kjörstað. Kosningarnar fóru ekki alveg eins og við vildum en við erum ekki hætt, verðum áfram í andspyrnu varðandi málefni sem eru umdeild og varða íbúa. Það fyrsta er öryggisvistun, við erum ekki á móti henni en staðarvalið þarf að henta slíkri starfsemi og þarf að vera í sátt við íbúana, þeir eiga að fá að segja sitt varðandi málið og tekið sé mark á þeirra afstöðu og hún virt. Annað málið varðar kísilverið, það þarf að vera algerlega á hreinu að samið verði um niðurrif þess með góðu eða illu, munum aldrei sætta okkur við þetta drasl. Þriðja málið er varðandi hugmyndir Sorpu um að Kalka verði stækkuð svo vel að hún geti annað öllu sorpi af suðvesturhorninu ef ekki meira, það er ekki gæfulegt né minnkar vistsporið að flytja ruslið eftir Reykjanesbrautinni fram og til baka, tölum nú ekki um þá mengun sem getur stafað af þessu sorpi þegar verksmiðjan getur ekki annað öllu á stuttum tíma og sorpið safnast upp. Treystum engu varðandi þetta sorpbrennslumál. Fjórða málið er svo ”hringrásarhagkerfi” þar sem bæjaryfirvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu varðandi ál endurvinnslu í Helguvík við ”dótturfélag” Almex USA eða mann fyrir þeirra hönd sem hefur verið í forsvari fyrir fyrirtæki sem fór m.a. í gjaldþrot sl. Sumar, var áður með önnur slík fyrirtæki. Við veltum fyrir mér hvort við séum að fá svipað mál og með kísilverið og forsvarsmann þess? Hvernig datt einhverju fyrirtæki í Ameríku í hug að fara af stað með ál endurvinnslu hér? Var það þessi sem skrifaði undir viljayfirlýsinguna sem er potturinn og pannan í þessu? Andstaða gegn þessu verður fyrst á dagskrá á komandi vikum, íbúar eiga að fá nákvæmar upplýsingar um þessi málefni, kosti og galla og fá svo að kjósa í bindandi kosningu um þessi mál. Við fórum um hverfin, sáum margt sem hefur verið lagað og bætt en einn staður virðist gleymast en það eru Hafnirnar, það þarf að malbika göturnar þar, koma upp göngustígum og laga/bæta leiksvæðið þar fyrir börnin. Þar býr einnig kona með fötlun sem kemst ekki frá húsi sinu upp á veg þar sem það strandar á að setja malbikaðan stíg frá húsi upp á veg sem hún er ekki í aðstöðu til að gera sjálf en ætti að vera lítið mál fyrir bæinn svo hún geti notið örlítið betri lífsgæða. Bæjaryfrvöld mega ekki gleyma að Hafnir eru hluti af Reykjanesbæ. Höfundar eru Píratar í Reykjanesbæ.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun