Hlutfall kvenna í stjórnum sums staðar lækkað milli ára Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 10:12 Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Getty/Igor Kutyaev Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu launamenn eða fleiri, þar sem stjórnarmenn voru fjórir eða fleiri, var 41,5% í tilfelli almennra hlutafélaga á árinu 2021 og 38,3% í einkahlutafélögum. Í stjórnum með þrjá stjórnarmenn var hlutfall kvenna 34,8% fyrir almenn hlutafélög og 29,3% fyrir einkahlutafélög. Í einkahlutafélögum með tvo stjórnarmenn var hlutfallið 19,7%. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Hlutfall kvenna í stjórnum einkahlutafélaga með 50 launamenn eða fleiri hefur lækkað milli áranna 2020 og 2021 nema hjá þeim sem eru með slétta þrjá stjórnarmenn. Konum fjölgar einnig hjá almennum hlutafélögum með 50 launamenn eða fleiri sem eru með fjóra eða fleiri stjórnarmenn. Miðað við hlutfall kvenna í stjórn einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn fullnægja ekki öll fyrirtæki í þeim hópi kröfum laga um að hlutfall kvenna eða karla sé ekki lægra en 40%. Að sögn Hagstofunnar má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækki með aukinni stærð stjórna og fjölda launamanna. Þá sé hlutfallið hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum. Fyrirtækjum með blandaða stjórn fjölgað Fyrirtækjum sem hafa 50 launamenn eða fleiri og eru með blandað hlutfall kynja í stjórn hefur farið fjölgandi á seinustu árum. Árið 2008 var hlutfall félaga sem höfðu minnst einn stjórnarmann af hvoru kyni (fyrir tveggja og þriggja manna stjórnir) eða höfðu hlutfall kvenna á meðal stjórnarmanna á bilinu 40% til 60% (fyrir stjórnir með fjóra eða fleiri stjórnarmenn), á bilinu 14% (einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir) til 39% (almenn hlutafélög með þriggja manna stjórnir). Á síðasta ári var sama hlutfall á bilinu 72% hjá einkahlutafélögum með fjóra eða fleiri stjórnarmenn til 89% hjá almennum hlutafélögum með þrjá stjórnarmenn. Einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir skera sig úr þar sem hlutfall einkahlutafélaga með stjórnarmann af sitt hvoru kyni var einungis 34,2%. Hefur hlutfallið farið lækkandi jafnt og þétt frá árinu 2018 þegar nærri helmingur félaga með yfir 50 starfsmenn og tvo stjórnarmenn var með stjórnarmenn af sitt hvoru kyni. Þjóðskrá hefur tekið upp kynhlutlausa skráningu einstaklinga en samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var enginn einstaklingur skráður kynhlutlaus í Þjóðskrá sem gegndi stjórnarstörfum á árinu 2021. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega á milli ára og er nú 23,9% og fylgir eftir hægfara aukningu frá árinu 1999. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,7% í lok árs 2021. Hlutfall kvenna 27 prósent í stjórn allra félaga óháð starfsmannafjölda Fram kemur á vef Hagstofunnar að rúmlega fjórðungur stjórnarmanna allra félaga, sem greiða laun og eru skráð í hlutafélagaskrá, hafi verið konur í lok árs 2021 eða 27%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2021 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,6% en 34,8% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri 15,4% árið 2008 og 9,5% árið 1999. Árið 2013 tóku gildi lög þar sem kveðið er á um það að þegar stjórnarmenn eru þrír í félagi, þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Þessi lög taka til almennra og opinberra hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- og sameignarfélaga. Í tilfelli einkahlutafélaga er jafnframt tiltekið að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórnarmenn eru tveir. Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar en hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja fór hækkandi frá árinu 2008 fram til ársins 2014 en hefur haldist nokkuð óbreytt síðan þá. Hlutfall kvenna í stjórnum einkahlutafélaga með 50 launamenn eða fleiri hefur lækkað milli áranna 2020 og 2021 nema hjá þeim sem eru með slétta þrjá stjórnarmenn. Konum fjölgar einnig hjá almennum hlutafélögum með 50 launamenn eða fleiri sem eru með fjóra eða fleiri stjórnarmenn. Miðað við hlutfall kvenna í stjórn einkahlutafélaga með fleiri en þrjá stjórnarmenn fullnægja ekki öll fyrirtæki í þeim hópi kröfum laga um að hlutfall kvenna eða karla sé ekki lægra en 40%. Að sögn Hagstofunnar má merkja að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækki með aukinni stærð stjórna og fjölda launamanna. Þá sé hlutfallið hærra í almennum hlutafélögum en í einkahlutafélögum. Fyrirtækjum með blandaða stjórn fjölgað Fyrirtækjum sem hafa 50 launamenn eða fleiri og eru með blandað hlutfall kynja í stjórn hefur farið fjölgandi á seinustu árum. Árið 2008 var hlutfall félaga sem höfðu minnst einn stjórnarmann af hvoru kyni (fyrir tveggja og þriggja manna stjórnir) eða höfðu hlutfall kvenna á meðal stjórnarmanna á bilinu 40% til 60% (fyrir stjórnir með fjóra eða fleiri stjórnarmenn), á bilinu 14% (einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir) til 39% (almenn hlutafélög með þriggja manna stjórnir). Á síðasta ári var sama hlutfall á bilinu 72% hjá einkahlutafélögum með fjóra eða fleiri stjórnarmenn til 89% hjá almennum hlutafélögum með þrjá stjórnarmenn. Einkahlutafélög með tveggja manna stjórnir skera sig úr þar sem hlutfall einkahlutafélaga með stjórnarmann af sitt hvoru kyni var einungis 34,2%. Hefur hlutfallið farið lækkandi jafnt og þétt frá árinu 2018 þegar nærri helmingur félaga með yfir 50 starfsmenn og tvo stjórnarmenn var með stjórnarmenn af sitt hvoru kyni. Þjóðskrá hefur tekið upp kynhlutlausa skráningu einstaklinga en samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var enginn einstaklingur skráður kynhlutlaus í Þjóðskrá sem gegndi stjórnarstörfum á árinu 2021. Hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra hækkar lítillega á milli ára og er nú 23,9% og fylgir eftir hægfara aukningu frá árinu 1999. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 24,7% í lok árs 2021. Hlutfall kvenna 27 prósent í stjórn allra félaga óháð starfsmannafjölda Fram kemur á vef Hagstofunnar að rúmlega fjórðungur stjórnarmanna allra félaga, sem greiða laun og eru skráð í hlutafélagaskrá, hafi verið konur í lok árs 2021 eða 27%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2021 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,6% en 34,8% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri 15,4% árið 2008 og 9,5% árið 1999. Árið 2013 tóku gildi lög þar sem kveðið er á um það að þegar stjórnarmenn eru þrír í félagi, þar sem starfa fleiri en 50 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír í slíkum félögum skuli hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Þessi lög taka til almennra og opinberra hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- og sameignarfélaga. Í tilfelli einkahlutafélaga er jafnframt tiltekið að hvort kyn skuli eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórnarmenn eru tveir.
Jafnréttismál Kauphöllin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira