Svínað á neytendum Ólafur Stephensen skrifar 16. maí 2022 11:31 Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta. Ávinningur neytenda af þessum samningi hefur verið umtalsverður, en gæti verið enn meiri. Borga skatt fyrir að fá niðurfelldan skatt Íslenzk stjórnvöld úthluta hinum tollfrjálsu innflutningsheimildum með aðferð, sem gengur gegn bæði bókstaf og tilgangi samningsins. Tollkvótarnir eru boðnir upp og innflutningsfyrirtæki verða þannig að greiða skatt – svokallað útboðsgjald – fyrir að fá annan skatt, innflutningstollinn, felldan niður! Það þýðir að íslenzkir neytendur fá ekki að njóta ávinnings tollfrelsisins til fulls og innflutta varan hækkar í verði sem nemur útboðsgjaldinu. Stækkun tollkvótanna samkvæmt samningnum við ESB var að mestu leyti komin til framkvæmda árið 2019. Félag atvinnurekenda hefur síðan fylgzt með framkvæmd samningsins, meðal annars niðurstöðum útboða á tollkvóta. Reynslan frá 2019 sýnir að hvað sumar búvörur varðar nýta innlendir bændur og framleiðendur kerfið, sem stjórnvöld hafa sett upp í kringum útboð á tollkvótunum, til að hindra að þeir þurfi að takast á við samkeppni frá innflutningi. Innlendir framleiðendur með 74-91% innflutningskvótans Á myndinni hér fyrir neðan sést hversu hátt hlutfall tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið í sinn hlut undanfarin þrjú ár og það sem af er þessu ári. Hlutfallið er allt frá rúmlega 74% árið 2021 og upp í tæplega 91% í þeim útboðum sem fram hafa farið það sem af er árinu 2022. Ástæðan fyrir því að innlendir svínabændur og kjötframleiðendur fá svona hátt hlutfall tollkvótans er að þeir bjóða hátt verð í hann, hærra en flestir aðrir. Á næstu mynd sjáum við þróun útboðsgjaldsins, sem innflytjendur svínakjöts hafa að meðaltali greitt fyrir að fá að flytja inn hvert kíló án tolla frá því í árslok 2018. Þessi mynd segir sína sögu; gjaldið fer hækkandi. Þegar hún er skoðuð í samhengi við fyrri myndina fer ekkert á milli mála að það eru innlendir framleiðendur sem leiða hækkanirnar. Hér eru stjórnmálamenn búnir að búa til kerfi sem gerir innlendum framleiðendum búvöru kleift að bjóða hátt í tollfrjálsan innflutningskvóta á sömu vöru, ná til sín megninu af kvótanum, hækka þannig verðið á innflutningnum og hindra samkeppni við sjálfa sig. Þetta heitir auðvitað að svína á neytendum og þarf meðal annars að skoðast í því ljósi að nú á tímum hækkandi matvælaverðs ættu stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna gegn verðhækkunum. Samkeppniseftirlitið taki viðskiptahættina til skoðunar Samkeppnisyfirvöld hafa áður lagt til að tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti, enda er þar um að ræða vernd fyrir iðnaðarframleiðslu sem á lítið skylt við hefðbundinn landbúnað. Samkeppniseftirlitið hefur líka lagt til að útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Nú virðist full ástæða til að Samkeppniseftirlitið taki þá viðskiptahætti sem viðgangast í þessu kerfi til skoðunar. Sú þróun sem hér er lýst með tölulegum gögnum sýnir vel hvernig hagsmunaaðilum í landbúnaði hefur tekizt að nýta gallað kerfi úthlutunar tollkvóta til að koma í veg fyrir samkeppni við sjálfa sig. Hún sýnir líka vel fram á hversu vitlaust væri að láta þessa sömu hagsmunaaðila hafa undanþágur frá samkeppnislögum, eins og tillögur eru uppi um innan stjórnarliðsins. Það þarf að auka samkeppnina í innlendri búvöruframleiðslu, ekki draga úr henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Innflutningur tollfrjálsra búvara frá ríkjum Evrópusambandsins eflir samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði og stuðlar að lægra verði til neytenda. Eða það var að minnsta kosti meiningin, þegar þáverandi ráðherrar utanríkis- og landbúnaðarmála gerðu samning við Evrópusambandið árið 2015 um að stækka gagnkvæmar innflutningsheimildir án tolla, svokallaða tollkvóta. Ávinningur neytenda af þessum samningi hefur verið umtalsverður, en gæti verið enn meiri. Borga skatt fyrir að fá niðurfelldan skatt Íslenzk stjórnvöld úthluta hinum tollfrjálsu innflutningsheimildum með aðferð, sem gengur gegn bæði bókstaf og tilgangi samningsins. Tollkvótarnir eru boðnir upp og innflutningsfyrirtæki verða þannig að greiða skatt – svokallað útboðsgjald – fyrir að fá annan skatt, innflutningstollinn, felldan niður! Það þýðir að íslenzkir neytendur fá ekki að njóta ávinnings tollfrelsisins til fulls og innflutta varan hækkar í verði sem nemur útboðsgjaldinu. Stækkun tollkvótanna samkvæmt samningnum við ESB var að mestu leyti komin til framkvæmda árið 2019. Félag atvinnurekenda hefur síðan fylgzt með framkvæmd samningsins, meðal annars niðurstöðum útboða á tollkvóta. Reynslan frá 2019 sýnir að hvað sumar búvörur varðar nýta innlendir bændur og framleiðendur kerfið, sem stjórnvöld hafa sett upp í kringum útboð á tollkvótunum, til að hindra að þeir þurfi að takast á við samkeppni frá innflutningi. Innlendir framleiðendur með 74-91% innflutningskvótans Á myndinni hér fyrir neðan sést hversu hátt hlutfall tollkvótans fyrir svínakjöt frá ESB innlendir bændur og afurðastöðvar hafa fengið í sinn hlut undanfarin þrjú ár og það sem af er þessu ári. Hlutfallið er allt frá rúmlega 74% árið 2021 og upp í tæplega 91% í þeim útboðum sem fram hafa farið það sem af er árinu 2022. Ástæðan fyrir því að innlendir svínabændur og kjötframleiðendur fá svona hátt hlutfall tollkvótans er að þeir bjóða hátt verð í hann, hærra en flestir aðrir. Á næstu mynd sjáum við þróun útboðsgjaldsins, sem innflytjendur svínakjöts hafa að meðaltali greitt fyrir að fá að flytja inn hvert kíló án tolla frá því í árslok 2018. Þessi mynd segir sína sögu; gjaldið fer hækkandi. Þegar hún er skoðuð í samhengi við fyrri myndina fer ekkert á milli mála að það eru innlendir framleiðendur sem leiða hækkanirnar. Hér eru stjórnmálamenn búnir að búa til kerfi sem gerir innlendum framleiðendum búvöru kleift að bjóða hátt í tollfrjálsan innflutningskvóta á sömu vöru, ná til sín megninu af kvótanum, hækka þannig verðið á innflutningnum og hindra samkeppni við sjálfa sig. Þetta heitir auðvitað að svína á neytendum og þarf meðal annars að skoðast í því ljósi að nú á tímum hækkandi matvælaverðs ættu stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna gegn verðhækkunum. Samkeppniseftirlitið taki viðskiptahættina til skoðunar Samkeppnisyfirvöld hafa áður lagt til að tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti, enda er þar um að ræða vernd fyrir iðnaðarframleiðslu sem á lítið skylt við hefðbundinn landbúnað. Samkeppniseftirlitið hefur líka lagt til að útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Nú virðist full ástæða til að Samkeppniseftirlitið taki þá viðskiptahætti sem viðgangast í þessu kerfi til skoðunar. Sú þróun sem hér er lýst með tölulegum gögnum sýnir vel hvernig hagsmunaaðilum í landbúnaði hefur tekizt að nýta gallað kerfi úthlutunar tollkvóta til að koma í veg fyrir samkeppni við sjálfa sig. Hún sýnir líka vel fram á hversu vitlaust væri að láta þessa sömu hagsmunaaðila hafa undanþágur frá samkeppnislögum, eins og tillögur eru uppi um innan stjórnarliðsins. Það þarf að auka samkeppnina í innlendri búvöruframleiðslu, ekki draga úr henni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun