Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2022 07:43 Fólk syrgir við Tops-matvöruverslunina. Flest fórnarlambanna voru svartir einstaklingar á efri árum. AP/Matt Rourke „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira