Hafði áður hótað því að myrða og fremja sjálfsvíg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2022 07:43 Fólk syrgir við Tops-matvöruverslunina. Flest fórnarlambanna voru svartir einstaklingar á efri árum. AP/Matt Rourke „Þessi einstaklingur kom hingað í þeim eina tilgangi að taka eins mörg svört líf og hann gæti,“ sagði Byron Brown, borgarstjóri Buffalo, í gær eftir að 18 ára hvítur maður skaut tíu manns til bana og særði þrjá í árás í versluninni Tops í austurhluta borgarinnar. Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Næstum öll fórnarlamba árásarinnar voru svört. Payton S. Gendron var ekki á „radar“ yfirvalda, þrátt fyrir að hafa áður haft í hótunum og verið látinn gangast undir geðmat. Fyrir nærri ári síðan hafði hann svarað spurningu um fyrirætlanir sínar eftir útskrift á þann veg að hann ætlaði að fremja morð og taka eigið líf í framhaldinu. Gendron var í kjölfarið látinn sæta geðmati sem stóð yfir í um einn og hálfan sólahring en hann sagði svör sína hafa verið brandara og var látinn laus, án eftirmála. Heimsótti verslunina daginn áður til að undirbúa sig Gendron hafði tjáð hatur sitt á svörtum og gyðingum í netheimum og virðist hafa aðhyllst kenningar um að hvítt fólk í Bandaríkjunum ætti á hættu að verða „skipt út“ fyrir innflytjendur. Þá hafði hann lýst aðdáun sinni á öðrum fjöldamorðingjum. Hann ferðaðist langa leið til að láta til skarar skríða á stað þar sem hann gæti valdið sem mestum skaða; þar sem sem flesta svarta væri að finna. Lögregla segist raunar vita að hann hafi verið búinn að undirbúa sig vel og heimsækja verslunina daginn áður. Lögreglumaður ræðir við börn á vettvangi.AP/Joshua Bessex Gendron var klæddur í skotheldan búnað þegar hann steig úr bifreið sinni fyrir utan verslunina Tops og hóf að skjóta. Byssuna hafði hann fengið eftir löglegum leiðum og á hjálminum sem hann bar á höfðinu hafði hann komið fyrir myndavél til að geta streymt árásinni á netinu. Fjögur fórnarlambanna mættu örlögum sínum fyrir utan verslunina en níu inni. Meðal látnu voru öryggisvörðurinn Aaron Salter Jr., sem skaut á móti, og þrír aðrir starfsmenn. Roberta Drury, sem var að versla í kvöldmatinn, var 32 ára en hin á aldrinum 52 til 86 ára. Segir samfélagsmiðla leyfa fordómum og hatri að grassera „Ekki segja mér að þú sért vinur samfélagsins okkar og taka svo ekki á þessu í predikunarstólnum í dag,“ sagði Darius Pridgen, prestur í True Bethel Baptist Church, í gær og beindi orðum sínum til hvítra presta í Buffalo og út um öll Bandaríkin. Mikil reiði og sorg ríkir í Buffalo vegna árásarinnar. „Ef þið standið ekki fyrir aftan þessi heilögu borð og viðurkennið að það er enn til fólk sem hatar svarta þá getið þið farið til helvítis með árásarmanninum, fyrir mér. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá ertu ekki vinur minn ef þú þegir,“ sagði Pridgen. Ríkisstjórinn Kathy Hochul fordæmdi árásina í gær en sagðist ekki síður reið út í þá samskiptamiðla sem leyfðu fordómum og hatri grassera. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill eru sögð munu heimsækja Buffalo í dag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira