Körfubolti

Pétur Rúnar: Gerðum mjög vel að halda trúnni

Ísak Óli Traustason skrifar
Pétur Rúnar Birgisson reyndist hetja Tindastóls.
Pétur Rúnar Birgisson reyndist hetja Tindastóls. Vísir/Bára Dröfn

Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti stærsta augnablikið í leiknum þegar að hann stal boltanum af Pavel Ermolinskij úr innkasti og skoraði í kjölfarið og kom Tindastól yfir 97 – 95.

„Ógeðslega þreytt að fá þennan spjaldið ofan í þrist í grillið. Svo kemur JB (Javon Bess) og setur stærsta skot sem ég hef séð á móti,“ sagði Pétur Rúnar strax eftir leik.

„Svo gerðum við ógeðslega vel að neita öllum sendingum og ég komst inn í það og kláraði hérna, ég hefði viljað fá villuna,“ sagði Pétur þegar að hann var beðinn um að lýsa atburðarrásinni hérna undir lokin.

„Mér fannst þetta vera and one, en ég meina hey ég er bara mjög ánægður í augnablikinu.“

Tindastóll var kominn með góð tök á leiknum í lok fjórða leikhluta.

„Þeir settu tvo þrista til að jafna leikinn í fjórða og við gerðum mjög vel að halda trúnni.“ 

„Þetta er bara einn leikur og þetta er það sem að allir eru að leitast eftir að fá að spila þennan oddaleik í úrslitum og þetta verður bara geggjað.“

Tindastóll fer taplaust í gegn um úrslitakeppnina á heimavelli og vann nokkra frækna sigra í Síkinu. Pétur sagði að það hjálpaði þeim lítið núna ,,við erum búnir með heimaleikina og þurfum að vinna einn á þeirra heimavelli“.

„Litla veislan sem þetta er, það er búið að að vera að tala þetta upp eftir hvern einasta leik, þeir í settinu eru að gera það mjög vel og allir þeir sem að geta náð miðum, náið miðum.“

„Ég hitti ekki neitt, mér leið vel í þremur þristum. Ég er bara ánægður með það hvernig við kláruðum þetta, það er einn leikur eftir og við þurfum að skoða hvað við gerðum vel í þessum leik og hvað við gerðum illa og bæta það fyrir miðvikudaginn,“sagði Pétur að endingu þegar að hann var spurður út í sinn leik.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Finnur Freyr: Vorum í dauðafæri til að klára þetta

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×