Skvetti bjór og byrjaði að berja dyravörð Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2022 07:22 Lögregla þurfti að sinna verkefnum af ýmsum toga í gærkvöldi og í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir tilkynnt var um konu sem hafði ráðist á dyravörð veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að konunni hafði verið vísað út af veitingastað, hafi svo komið til baka og skvett bjór yfir dyravörð og byrjað að berja hann með veski sínu. „Konan var færð í tök og var haldið af dyraverði þar til lögregla kom. Konan var róleg er lögregla kom og var henni sagt að yfirgefa vettvang sem hún gerði.“ Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um slys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnætti. Þar segir að konan hafi dottið um rafmagnshlaupahjól þar sem það hafi legið á gangstétt. Fékk konan skurð fyrir ofan auga og var hún flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar á bráðadeild. Steig á glerbrot Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um slys á veitingastað í miðborginni. Ungur maður hafði þar stigið á glerbrot sem fór í gegnum skó hans og sat fast í fæti hans. Sjúkrabíll var sendur á vettvang þar sem og var glerbrotið fjarlægt og maðurinn síðan fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Skömmu fyrir klukkan 20 var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í hverfi 111 í Reykjavík. Þar var maður kýldur í andlitið og missti við það tönn. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og vildi sá sem fyrir árásinni varð ekki fá neina aðstoð, að því er segir í tilkynningunni frá lögreglu. Lögregla stöðvaði einnig nokkra ökumenn í umdæminu bæði í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að konunni hafði verið vísað út af veitingastað, hafi svo komið til baka og skvett bjór yfir dyravörð og byrjað að berja hann með veski sínu. „Konan var færð í tök og var haldið af dyraverði þar til lögregla kom. Konan var róleg er lögregla kom og var henni sagt að yfirgefa vettvang sem hún gerði.“ Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um slys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnætti. Þar segir að konan hafi dottið um rafmagnshlaupahjól þar sem það hafi legið á gangstétt. Fékk konan skurð fyrir ofan auga og var hún flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar á bráðadeild. Steig á glerbrot Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um slys á veitingastað í miðborginni. Ungur maður hafði þar stigið á glerbrot sem fór í gegnum skó hans og sat fast í fæti hans. Sjúkrabíll var sendur á vettvang þar sem og var glerbrotið fjarlægt og maðurinn síðan fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Skömmu fyrir klukkan 20 var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í hverfi 111 í Reykjavík. Þar var maður kýldur í andlitið og missti við það tönn. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og vildi sá sem fyrir árásinni varð ekki fá neina aðstoð, að því er segir í tilkynningunni frá lögreglu. Lögregla stöðvaði einnig nokkra ökumenn í umdæminu bæði í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira