Veldu Viðreisn Árni Stefán Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:45 Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun