Húsnæðisvandi ungs fólks Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 13. maí 2022 10:41 Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Ungt fólk stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um íbúðarkaup, stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem flest munu taka á lífsleiðinni. Ákvörðunin nú er ekki bara stór, heldur risastór jafnvel ómöguleg, því fasteignaverð hefur farið upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að borgarstjórn hefur ekki tryggt nægt framboð lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Ungt fólk sem kemst inn á húsnæðismarkaðinn á oftar en ekki foreldra eða ömmur og afa sem aðstoða þau við að koma sér upp heimili, hvort sem það er með því að búa lengur í foreldrahúsum eða leggja út fé í útborgun. Ekki eru þó allir í þeirri stöðu að eiga fjársterka foreldra eða aðstandendur. Í janúar 2022 bjuggu einungis um 46% launafólks 35 ára og yngra í eigin húsnæði. Staðan á leigumarkaði er heldur ekki björt fyrir ungt fólk. Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðasta áratug. Ungt námsfólk greiðir hæsta hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í leigu, en 35% námsfólks greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 22% greiða á bilinu 50 - 69%. Um 45% launafólks undir 35 ára aldri er á almennum leigumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum leigjenda eru 0.5-1.4% líkur á því að leigjendur eldri en 35 ára komist út af leigumarkaðnum og eignist húsnæði. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að 9 af hverjum 10 leigjendum vilja ekki vera á leigumarkaði samkvæmt rannsókn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Breytinga er þörf Framsókn hefur beitt sér fyrir því að koma á fót hlutdeildarlánum til þess að aðstoða ungt fólk við að eignast eigið húsnæði en þau eru háð því að sveitarfélög eins og borgin tryggji lóðaframboð á viðráðanlegu verði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Stórsókn er þörf í uppbyggingu íbúða. Þétting byggðar, þar sem það er mögulegt, er skynsamleg enda nýtast þá innviðir sem eru til staðar. Þétting byggðar ein og sér mun þó sennilega ekki ná að tryggja nægjanlegan fjölda íbúða miðað mannfjöldaspá og eftirspurn eftir húsnæði. Víkka þarf því byggðina út á vel ígrunduðum stöðum, þar sem innviðir ráða við, til þess mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Liggur þar beinast við að flýta uppbyggingu byggðar í Keldnalandi, landi sem ríkið lét Reykjavíkurborg í té vegna samgöngusáttmála á milli ríkis og sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Ungt fólk stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um íbúðarkaup, stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem flest munu taka á lífsleiðinni. Ákvörðunin nú er ekki bara stór, heldur risastór jafnvel ómöguleg, því fasteignaverð hefur farið upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að borgarstjórn hefur ekki tryggt nægt framboð lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Ungt fólk sem kemst inn á húsnæðismarkaðinn á oftar en ekki foreldra eða ömmur og afa sem aðstoða þau við að koma sér upp heimili, hvort sem það er með því að búa lengur í foreldrahúsum eða leggja út fé í útborgun. Ekki eru þó allir í þeirri stöðu að eiga fjársterka foreldra eða aðstandendur. Í janúar 2022 bjuggu einungis um 46% launafólks 35 ára og yngra í eigin húsnæði. Staðan á leigumarkaði er heldur ekki björt fyrir ungt fólk. Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðasta áratug. Ungt námsfólk greiðir hæsta hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í leigu, en 35% námsfólks greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 22% greiða á bilinu 50 - 69%. Um 45% launafólks undir 35 ára aldri er á almennum leigumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum leigjenda eru 0.5-1.4% líkur á því að leigjendur eldri en 35 ára komist út af leigumarkaðnum og eignist húsnæði. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að 9 af hverjum 10 leigjendum vilja ekki vera á leigumarkaði samkvæmt rannsókn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Breytinga er þörf Framsókn hefur beitt sér fyrir því að koma á fót hlutdeildarlánum til þess að aðstoða ungt fólk við að eignast eigið húsnæði en þau eru háð því að sveitarfélög eins og borgin tryggji lóðaframboð á viðráðanlegu verði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Stórsókn er þörf í uppbyggingu íbúða. Þétting byggðar, þar sem það er mögulegt, er skynsamleg enda nýtast þá innviðir sem eru til staðar. Þétting byggðar ein og sér mun þó sennilega ekki ná að tryggja nægjanlegan fjölda íbúða miðað mannfjöldaspá og eftirspurn eftir húsnæði. Víkka þarf því byggðina út á vel ígrunduðum stöðum, þar sem innviðir ráða við, til þess mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Liggur þar beinast við að flýta uppbyggingu byggðar í Keldnalandi, landi sem ríkið lét Reykjavíkurborg í té vegna samgöngusáttmála á milli ríkis og sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun