Segir tvo hafa ráðist á son hennar meðan þrír aðrir horfðu á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2022 18:30 Hjördís segir að sonur hennar hafi ekki þekkt árásarmennina neitt. Vísir/Arnar Ungur maður varð fyrir fólskulegri og tilefnislausri árás í bílakjallara á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Maðurinn þekkti árásarmennina ekkert og segir móðir hans árásina hafa haft veruleg áhrif á hann. Lögregla segir mál svipuð þessu hafa komið á sitt borð undanfarið. Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“ Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Það var síðasta sunnudag sem maðurinn, sem er átján ára, stöðvaði bíl sinn í bílakjallara þar sem hann hafi aðeins þurft að dytta að bílnum sínum. Móðir hans segir að þar fyrir hafi verið fimm ungir menn sem sonur hennar þekkti ekkert. Í fyrstu hafi þeir látið son hennar í friði en þegar hann hafi ætlað að koma sér burt hafi þeir beðið hann um að koma út úr bílnum og ræða við þá. Í framhaldinu hafi tveir þeirra ráðist á hann á meðan hinir fylgdust með. „Nokkur högg, og hann svona áttar sig á því og ver sig bara. Setur hendurnar fyrir og öskrar á þessa stráka, af hverju þeir væru að þessu,“ segir Hjördís Bára Gestsdóttir, móðir unga mannsins. Hjördís segir son sinn hafa komið alblóðugan heim, með sprungna efri vör sem hafi þurft að sauma, mar og skrámur. Hann hafi sloppið óbrotinn en málið hafi tekið á hann andlega. Hún telur það hafa verið hárrétt viðbrögð hjá syni hennar að láta í sér heyra. Það hafi líklega orðið til þess að árásarmennirnir hafi að endingu látið sig hverfa. „Auðvitað er manni brugðið. Maður veit að þetta kemur til með að hafa áhrif. Það er ákveðin frelsissvipting sem að fylgir þessu. Þú ferð ekkert hvert sem er og hvenær sem er, og jafnvel ekki einn. Þú ert alltaf að líta um öxl þér og svoleiðis, þannig að mér er ekkert sama þegar hann er eitthvað á ferðinni.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er málið nú til rannsóknar, auk þess sem sams konar mál hafi komið upp undanfarið. Það er að segja, líkamsárásarmál þar sem engin tengsl eru á milli brotaþola og árásarmanna og árásirnar virðast framdar án tilefnis eða aðdraganda. Oft sé um ungt fólk að ræða, stundum ólögráða. Í slíkum málum þurfi lögregla að grípa til ráðstafana í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Þá eru dæmi þess að ungt fólk búi sér til ástæður til að efna til slagsmála, taki þau upp á síma sína og hlaði síðan upp á samfélagsmiðla. Hjördís segist telja forvarnastarfi vera ábótavant og hvetur foreldra til að fræða börnin sín svo sporna megi við ofbeldi meðal ungmenna. „Við þurfum öll virkilega að hugsa um þessa hluti og gera eitthvað í þessu. Það þarf bara að standa saman.“
Lögreglumál Börn og uppeldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira