Við völd í hálfa öld Sara Dögg Svanhildardóttir og Guðlaugur Kristmundsson skrifa 13. maí 2022 07:30 Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld? Reynslan hefur sýnt að valdaseta í langan tíma leiðir oftar en ekki til valdþreytu, jafnvel valdhroka hvort sem það er við stjórn sveitarfélaga, landa eða samtaka. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ hafa ítrekað fengið að kynnast þessari hvoru tveggja á síðasta kjörtímabili og m.a.s. fengið á sig ákúrur um lygar þegar þeir hafa stungið á viðkvæm kýli meirihlutans. Fulltrúarnir minnihlutans hafa á tímabilinu oftsinnis ekki fengið gögn á umbeðnum tíma, upplýsingum hefur verið haldið frá þeim, tillögur þeirra hafa ekki náð í gegn og aðvaranir þeirra verið hunsaðar af hálfu meirihlutans þegar augljóslega hefur stefnt í óefni. Eins og saga kjörtímabilsins segir okkur. Valdþreytan hefur einnig komið í ljós við skipulagningu og framkvæmdir í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholti. Þar bókstaflega gleymdist að gera ráð fyrir þörf fyrir leikskóla. Fulltrúar meirihlutans virðast hafa gert ráð fyrir að þar væru byggð munka- og nunnuklaustur þar sem engin börn verða til. Innkaupamál bæjarins hafa verið í ólestri og valdhrokinn hefur ítrekað komið fram. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru ekki þeir einu sem hafa mætt valdhrokanum heldur hafa bæjarbúar marigir hverjir sjálfir upplifað hann á eigin skinni, sér til undrunar. Innkaupareglur og lög um opinber innkaup hafa verið sniðgengin sem nemur milljörðum króna á kjörtímabilinu á kostnað grandlausra bæjarbúa. Og svo er talað um traustan og ábyrgan rekstur. Forðumst áframhaldandi valdþreytu og gefum D listanum frí frá meirihluta á næsta kjörtímabili. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þeim? Sara Dögg Svanhildardóttir - bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ Guðlaugur Kristmundsson - skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Viðreisn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Garðabæ að núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna hefur stjórnað Garðabæ í tæp fimmtíu ár. Er það hollt fyrir bæinn okkar að einn og sami flokkurinn með sömu stefnu og áherslur sé við völd í tæpa hálfa öld? Reynslan hefur sýnt að valdaseta í langan tíma leiðir oftar en ekki til valdþreytu, jafnvel valdhroka hvort sem það er við stjórn sveitarfélaga, landa eða samtaka. Fulltrúar minnihlutans í Garðabæ hafa ítrekað fengið að kynnast þessari hvoru tveggja á síðasta kjörtímabili og m.a.s. fengið á sig ákúrur um lygar þegar þeir hafa stungið á viðkvæm kýli meirihlutans. Fulltrúarnir minnihlutans hafa á tímabilinu oftsinnis ekki fengið gögn á umbeðnum tíma, upplýsingum hefur verið haldið frá þeim, tillögur þeirra hafa ekki náð í gegn og aðvaranir þeirra verið hunsaðar af hálfu meirihlutans þegar augljóslega hefur stefnt í óefni. Eins og saga kjörtímabilsins segir okkur. Valdþreytan hefur einnig komið í ljós við skipulagningu og framkvæmdir í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholti. Þar bókstaflega gleymdist að gera ráð fyrir þörf fyrir leikskóla. Fulltrúar meirihlutans virðast hafa gert ráð fyrir að þar væru byggð munka- og nunnuklaustur þar sem engin börn verða til. Innkaupamál bæjarins hafa verið í ólestri og valdhrokinn hefur ítrekað komið fram. Bæjarfulltrúar minnihlutans eru ekki þeir einu sem hafa mætt valdhrokanum heldur hafa bæjarbúar marigir hverjir sjálfir upplifað hann á eigin skinni, sér til undrunar. Innkaupareglur og lög um opinber innkaup hafa verið sniðgengin sem nemur milljörðum króna á kjörtímabilinu á kostnað grandlausra bæjarbúa. Og svo er talað um traustan og ábyrgan rekstur. Forðumst áframhaldandi valdþreytu og gefum D listanum frí frá meirihluta á næsta kjörtímabili. Er þetta ekki bara orðið gott hjá þeim? Sara Dögg Svanhildardóttir - bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ Guðlaugur Kristmundsson - skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun