Paradís hjólreiðafólks eða slysagildra? Árni Björn Kristjánsson, Benedikt D Valdez Stefánsson og Eyþór Eðvarðsson skrifa 12. maí 2022 10:31 Álftanes er ein af náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Svo vinsæl er hún að það er algeng sjón að sjá tugi vegfarenda, jafnvel hundruði, fara um Álftanesveginn og samhliða honum; gangandi, hlaupandi, eða hjólandi. Uppbygging innviða fyrir hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu er einn af hornsteinum Samgöngusáttmálans sem Garðabær er aðili að ásamt hinu opinbera og nágrannasveitarfélögunum; Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Framtíðarsýn Samgöngusáttmálans er skýr og ávinningur sem af honum hlýst ótvíræður, svo sem jákvæð loftslagsáhrif með minni mengun og færri bílum, öflugri almenningssamgöngur og betri heilsa. Fyrir okkur í Garðabæ og sérstaklega á Álftanesi er vert að nefna mjög aðkallandi mál er varða hjólreiðar sem einfaldlega verða að fá forgang bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar, því þetta varðar líf og dauða þeirra sem fara um Álftanesveginn. Það vita allir sem fara þennan veg; gangandi, hjólandi eða akandi. Í óbreyttri stöðu eru allir vegfarendur í lífshættu. Tryggjum öryggi allra vegfarenda á Álftanesvegi og Garðaholti Staðan á Álftanesveginum er þannig að það er ekki spurning hvort stórslys verði á Álftanesveginum heldur hvenær og hversu alvarleg þau kunna að vera. Ef ekkert er að gert bætist enn ein breytan við; hve mörg verða þau? Og hvert verður lífstjónið? Ástæðan er lífshættulegar aðstæður fyrir vegfarendur með fjölbreyttri umferð um veginn og samliggjandi göngustíg. Á sumrin bætist svo við hjólreiðafólk sem á engan annan kost en að vera á sjálfum Álftanesveginum þar sem lögbundinn hámarkshraði er 70 km/klst. Verði slys á þeim hraða getur það orðið grafalvarlegt en staðreyndin er sú að hraðinn á þessum vegi er almennt yfir þessum hámörkum. Göngustígurinn sem liggur meðfram veginum er svo ætlaður gangandi vegfarendum þar sem hjólandi umferð er á talsvert meiri hraða. Ef hjólað er á göngustígnum skapar það hættu fyrir gangandi vegfarendur en á sama tíma hættu fyrir hjólandi og akandi ef hjólað er á veginum. Þeir sem aka þennan veg vita hve mikilvægt það er að finna lausn á þessu öryggismáli sem fyrst. Það eru tvær leiðir færar að mati Viðreisnar í Garðabæ. Sú fyrri er að stígurinn sem liggur meðfram Álftanesveginum verði aðlagaður þannig að hann nýtist þeim sem fara hratt um stíginn, t.a.m. vegfarendum á rafhlaupahjólum. Hjólafólk er oft á mikilli ferð og því verður að taka tillit til þess þegar blandað er saman gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Nauðsynlegt er að aðgreina á stígnum svæði fyrir hjólandi og gangandi. Hin leiðin er að stækka axlirnar meðfram Álftanesveginum til að þær geti borið hjólaumferðina án þess að það skapi hættu. Þá er göngu-, hjóla- og hlaupaleiðin milli Álftaness og Hafnarfjarðar um Garðaholtið einnig vinsæl sökum fegurðar. Til að auka öryggi vegfarenda á stígnum meðfram Álftanesveginum var sett upp samfellt vegrið meðfram veginum. Þrátt fyrir að gert hafi verið lítið gat á einum stað dugar það ekki til og undirlagið er ófullnægjandi. Afleiðingin er sú að hjólandi vegfarendur sem vilja fara upp á Garðaholtið og hjóla afleggjarann út að Hliðsnesi þurfa að halda á hjólunum yfir veghandriðið og yfir Álftanesveginn með tilheyrandi hættu. Nýverið var fjölskylda á mesta umferðartímanum að ferja þrjú börn á hjólum yfir vegriðið og þvert yfir Álftanesveginn. Við sem förum þennan veg vitum að þetta er alls ekkert einsdæmi enda er enginn annar kostur að þvera þennan veg á þessum stað. Þetta er engum boðlegt, öllum ljóst og hreint út sagt lífshættulegar aðstæður. Hringurinn hjólaður Það þykir vinsælt að hjóla hringinn um Álftanesið þegar þangað er komið. Það er heldur ekkert skítið þar sem fegurðin er slík að hún dregur að. Samgöngurnar eru hins vegar síst skárri því þar er mikið ógert fyrir hjólandi vegfarendur. Þar er t.a.m. enginn hjólastígur frá hringtorginu við Bessastaði og allan Norðurnesveginn. Samt er sá vegur hluti af hringnum á Álftanesi og aldrei hefur verið hugað að því að gera samfellu þar fyrir hjólandi vegfarendur. Reiðhjóladekk eru ekki hönnuð fyrir það grófa undirlag eða troðninga sem þar eru og því er hjólað á veginum með tilheyrandi slysahættu fyrir alla vegfarendur. Þetta þarf að laga. Gerum betur - Tryggjum öruggari og umhverfisvænni samgöngur Eftir því sem samgönguinnviðir hafa orðið betri á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið mikil aukning í fjölda þeirra sem hjóla til og frá vinnu flesta daga ársins. Það er mikið fagnaðarefni. Brúin sem fljótlega verður byggð frá Kársnesi og yfir að Öskjuhlíðinni mun enn frekar ýta undir þá þróun. Það er því kominn tími til að huga að betri þjónustu við þennan hóp vegfarenda. Við í Viðreisn leggjum áherslur á öruggar, fjölbreyttar og umhverfisvænar samgöngur. Það eru hagsmunir okkar allra að hugað sé vel að skipulagi og framkvæmd þegar kemur að samgöngum og að hagsmunir umhverfisins séu hafðir að leiðaljósi. Við erum sex á lista Viðreisnar sem búum á Álftanesi og við finnum daglega fyrir því sem hefur farið úrskeiðis og hvað þarf að laga. Þetta er svo ofureinfalt. Vöndum til verka og gerum betur.#C þig á kjördag. Árni Björn Kristjánsson, aðstoðarmaður fasteignasala, skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi. Benedikt D Valdez Stefánsson, hugbúnaðarsérfræðingur, skipar 8.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaráðgjafi, skipar 18.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Björn Kristjánsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Álftanes er ein af náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins. Svo vinsæl er hún að það er algeng sjón að sjá tugi vegfarenda, jafnvel hundruði, fara um Álftanesveginn og samhliða honum; gangandi, hlaupandi, eða hjólandi. Uppbygging innviða fyrir hjólandi vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu er einn af hornsteinum Samgöngusáttmálans sem Garðabær er aðili að ásamt hinu opinbera og nágrannasveitarfélögunum; Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Framtíðarsýn Samgöngusáttmálans er skýr og ávinningur sem af honum hlýst ótvíræður, svo sem jákvæð loftslagsáhrif með minni mengun og færri bílum, öflugri almenningssamgöngur og betri heilsa. Fyrir okkur í Garðabæ og sérstaklega á Álftanesi er vert að nefna mjög aðkallandi mál er varða hjólreiðar sem einfaldlega verða að fá forgang bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar, því þetta varðar líf og dauða þeirra sem fara um Álftanesveginn. Það vita allir sem fara þennan veg; gangandi, hjólandi eða akandi. Í óbreyttri stöðu eru allir vegfarendur í lífshættu. Tryggjum öryggi allra vegfarenda á Álftanesvegi og Garðaholti Staðan á Álftanesveginum er þannig að það er ekki spurning hvort stórslys verði á Álftanesveginum heldur hvenær og hversu alvarleg þau kunna að vera. Ef ekkert er að gert bætist enn ein breytan við; hve mörg verða þau? Og hvert verður lífstjónið? Ástæðan er lífshættulegar aðstæður fyrir vegfarendur með fjölbreyttri umferð um veginn og samliggjandi göngustíg. Á sumrin bætist svo við hjólreiðafólk sem á engan annan kost en að vera á sjálfum Álftanesveginum þar sem lögbundinn hámarkshraði er 70 km/klst. Verði slys á þeim hraða getur það orðið grafalvarlegt en staðreyndin er sú að hraðinn á þessum vegi er almennt yfir þessum hámörkum. Göngustígurinn sem liggur meðfram veginum er svo ætlaður gangandi vegfarendum þar sem hjólandi umferð er á talsvert meiri hraða. Ef hjólað er á göngustígnum skapar það hættu fyrir gangandi vegfarendur en á sama tíma hættu fyrir hjólandi og akandi ef hjólað er á veginum. Þeir sem aka þennan veg vita hve mikilvægt það er að finna lausn á þessu öryggismáli sem fyrst. Það eru tvær leiðir færar að mati Viðreisnar í Garðabæ. Sú fyrri er að stígurinn sem liggur meðfram Álftanesveginum verði aðlagaður þannig að hann nýtist þeim sem fara hratt um stíginn, t.a.m. vegfarendum á rafhlaupahjólum. Hjólafólk er oft á mikilli ferð og því verður að taka tillit til þess þegar blandað er saman gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Nauðsynlegt er að aðgreina á stígnum svæði fyrir hjólandi og gangandi. Hin leiðin er að stækka axlirnar meðfram Álftanesveginum til að þær geti borið hjólaumferðina án þess að það skapi hættu. Þá er göngu-, hjóla- og hlaupaleiðin milli Álftaness og Hafnarfjarðar um Garðaholtið einnig vinsæl sökum fegurðar. Til að auka öryggi vegfarenda á stígnum meðfram Álftanesveginum var sett upp samfellt vegrið meðfram veginum. Þrátt fyrir að gert hafi verið lítið gat á einum stað dugar það ekki til og undirlagið er ófullnægjandi. Afleiðingin er sú að hjólandi vegfarendur sem vilja fara upp á Garðaholtið og hjóla afleggjarann út að Hliðsnesi þurfa að halda á hjólunum yfir veghandriðið og yfir Álftanesveginn með tilheyrandi hættu. Nýverið var fjölskylda á mesta umferðartímanum að ferja þrjú börn á hjólum yfir vegriðið og þvert yfir Álftanesveginn. Við sem förum þennan veg vitum að þetta er alls ekkert einsdæmi enda er enginn annar kostur að þvera þennan veg á þessum stað. Þetta er engum boðlegt, öllum ljóst og hreint út sagt lífshættulegar aðstæður. Hringurinn hjólaður Það þykir vinsælt að hjóla hringinn um Álftanesið þegar þangað er komið. Það er heldur ekkert skítið þar sem fegurðin er slík að hún dregur að. Samgöngurnar eru hins vegar síst skárri því þar er mikið ógert fyrir hjólandi vegfarendur. Þar er t.a.m. enginn hjólastígur frá hringtorginu við Bessastaði og allan Norðurnesveginn. Samt er sá vegur hluti af hringnum á Álftanesi og aldrei hefur verið hugað að því að gera samfellu þar fyrir hjólandi vegfarendur. Reiðhjóladekk eru ekki hönnuð fyrir það grófa undirlag eða troðninga sem þar eru og því er hjólað á veginum með tilheyrandi slysahættu fyrir alla vegfarendur. Þetta þarf að laga. Gerum betur - Tryggjum öruggari og umhverfisvænni samgöngur Eftir því sem samgönguinnviðir hafa orðið betri á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið mikil aukning í fjölda þeirra sem hjóla til og frá vinnu flesta daga ársins. Það er mikið fagnaðarefni. Brúin sem fljótlega verður byggð frá Kársnesi og yfir að Öskjuhlíðinni mun enn frekar ýta undir þá þróun. Það er því kominn tími til að huga að betri þjónustu við þennan hóp vegfarenda. Við í Viðreisn leggjum áherslur á öruggar, fjölbreyttar og umhverfisvænar samgöngur. Það eru hagsmunir okkar allra að hugað sé vel að skipulagi og framkvæmd þegar kemur að samgöngum og að hagsmunir umhverfisins séu hafðir að leiðaljósi. Við erum sex á lista Viðreisnar sem búum á Álftanesi og við finnum daglega fyrir því sem hefur farið úrskeiðis og hvað þarf að laga. Þetta er svo ofureinfalt. Vöndum til verka og gerum betur.#C þig á kjördag. Árni Björn Kristjánsson, aðstoðarmaður fasteignasala, skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi. Benedikt D Valdez Stefánsson, hugbúnaðarsérfræðingur, skipar 8.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaráðgjafi, skipar 18.sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og íbúi á Álftanesi
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun