Bestu mörkin ræddu samsæriskenningu Nik Þróttara um Ása dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 10:31 Nik Anthony Chamberlain var ósáttur með jöfnunarmark Selfoss á móti Þrótti. Vísir/Vilhelm Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, er ekki sáttur með dómarann Ásmund Þór Sveinsson sem hann sakar um að stunda það að gera mistök gegn hans liði. Bestu mörkin ræddu þessi nýjustu „mistök“ Ása dómara. Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Selfoss skoraði jöfnunarmark sitt á móti Þrótti í 3. umferð Bestu deildarinnar eftir að María Eva Eyjólfsdóttir, varnarmaður Þróttar, féll í grasið í undirbúningnum. Nik vildi aukaspyrnu en dómarinn dæmdi ekki neitt. Bestu mörkin sýndu viðtalið við þjálfara Þróttar eftir leikinn. „Einu sinni enn gerir þessi dómari, Ási, mistök. Þetta er framhaldssaga hjá honum í leikjum okkar. Á síðasta tímabili gerði hann tvö mistök, í útileik á móti Fylki og í útileik á móti Breiðabliki, sem kostaði okkur mörk. Þetta var það þriðja,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, í viðtalinu eftir leikinn. Klippa: Bestu mörk kvenna: Nik og Ási dómari Nik heldur því fram að þetta sé staðreynd því hann hafi komist yfir matið á frammistöðu dómaranna. „Ég hef séð matið á dómurunum og þar voru þessi atvik skráð sem mistök. Þetta er í þriðja sinn sem hann gerir mistök sem bitna á okkur og það er eitthvað sem þarf að breytast,“ sagði Nik. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, kom þá í mynd og kallaði eftir umræðum um atvikið sem Nik var svo ósáttur við. „Ég verð að spyrja ykkur út í brotið. Við Kári (Snædal, framleiðslustjóri) fórum aðeins yfir þetta. Ég veit að Nik var ósáttur við þetta,“ sagði Helena. „María dettur mjög auðveldlega. Barbára (Sól Gísladóttir) er vissulega með hendurnar eitthvað í henni en hún er komin í þannig stöðu, komin á hælana og fellur bara aftur,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta er bara fótbolti eins og hann á að vera,“ sagði Helena. „Það hefði verið ‚soft' að dæma á þetta,“ skaut Sonný inn í áður en Margrét Lára Viðarsdóttir tók orðið. „Það hefði verið það en maður skilur Þróttarana að vera svekktir að fá ekki dæmt á þetta af því að þeir sjá leikmanninn liggja og það virðist vera einhver snerting. Fyrir mitt leiti er þetta ekki aukaspyrna,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá atvikið og umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira