Vinir Kópavogs þurfa að láta til sín taka Þórólfur Matthíasson skrifar 10. maí 2022 15:45 Um mitt ár 2020 fluttum við hjónin úr austurhluta Reykjavíkur í vesturhluta Kópavogs. Sögðum skilið við kröfuharðan garð og viðhaldsfrekt einbýlishús eins og margir á okkar aldri. Fundum okkur nýtt athvarf í velstaðsettu fjölbýli á nýjum þróunarreit. Skömmu síðar upphófust kynni okkar af skipulagsleysi skipulagsyfirvalda í okkar nýja sveitarfélagi. Skipulagsráð samþykkti að grendarkynna deiliskipulagsbreytingu. Í yfirskirft auglýsingar var skipulagsbreytingin sögð eiga við Auðbrekku 9-11, en þegar að var gáð reyndist breytingin eiga fyrst og fremst við Dalbrekku 2-14, en þær lóðir liggja að hvor annarri. Ætla má að margir hinna nýju íbúa í Dalbrekku 2-14 hafi hugsað sem svo að þessi breyting snerti þá ekki og hent bréfinu með tilkynningunni í ruslakörfuna. Við hjónin vorum ekki sátt við allar þær breytingar sem boðaðar voru. Reyndar sýndi nánari eftirgrennslan að verktakinn hafði unnið samkvæmt hinu ósamþykkta og þar með ólögmæta skipulagi allan tímann! Við sendum inn athugasemd og fengum léttvæg svör. Málið endaði fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp þann úrskurð í febrúar 2021 að „..felld er úr gildi ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 9. októer á deiliskipulagi fyrir lóðina Auðbrekku 9-11“. Rökstuðningur ákvörðunarinnar er harkalegur áfellisdómur yfir verklagi Kópavogsbæjar: Deiliskipulag ekki unnið í samræmi við ákvæði reglugerðar, uppdráttur sem sýndur er í grendarkynningu nær ekki til allra breytinga sem gerðar eru, ekki sagt frá að dvalarsvæði í inngarði sé skert með fjölgun bílastæða, sagð að lóð stækki til suðurs þegar hún er stækkuð til norðurs, sagt að 245 fermetra bygging sé vestan við hús sem hún er raunverulega austan við, auk þess sem húsnúmer og hæð húsa stemma ekki við gildandi skipulag. Sumar þessara vitleysa eru klaufalegri en aðrar. Að norður breytist í suður og austur í vestur gæti verið vegna þess að sá sem samdi greinargerð hafi snúið teikningunni vitlaust á borðinu fyrir framan sig. Hin atriðin eru alvarlegri. Þetta er persónuleg reynsla okkar hjóna. Svo hef ég heyrt af reynslu fólksins í Hamraborginni sem er með fjölda mála í gangi hjá Úrskurðarnefndinni. Að ekki sé minnst á skipulag Suðurlandsvegarins sem liggur innan lögsögu Kópavogsbæjar í Lögbergsbrekku. Þar felldi fyrrnefnd nefnd framkvæmdaleyfi bæjarins úr gildi eftir að framkvæmdir voru hafnar með ærnum tilkostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Sá kostnaður hefði sparast hefði verklag bæjarins verið betra. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að þessi persónulega reynsla afhjúpi vinnulag í skipulagsmálum sem þjónar ekki hagsmunum íbúa og almennings. Þess vegna þótti mér vænt um að vera boðið að sitja á lista hjá Vinum Kópavogs. Vinir Kópavogs vilja að skipulag sé fyrir fólk en ekki verktaka, að skipulag skili umgjörð fyrir gott og gjöfult og skemmtilegt mannlíf. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa sem vilja lifandi, manneskjulegan og skemmtilegan bæ til þess að setja X við Y á laugardaginn. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í 21. sæti á lista Vina Kópavogs til bæjarstjórnakosninga vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þórólfur Matthíasson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2020 fluttum við hjónin úr austurhluta Reykjavíkur í vesturhluta Kópavogs. Sögðum skilið við kröfuharðan garð og viðhaldsfrekt einbýlishús eins og margir á okkar aldri. Fundum okkur nýtt athvarf í velstaðsettu fjölbýli á nýjum þróunarreit. Skömmu síðar upphófust kynni okkar af skipulagsleysi skipulagsyfirvalda í okkar nýja sveitarfélagi. Skipulagsráð samþykkti að grendarkynna deiliskipulagsbreytingu. Í yfirskirft auglýsingar var skipulagsbreytingin sögð eiga við Auðbrekku 9-11, en þegar að var gáð reyndist breytingin eiga fyrst og fremst við Dalbrekku 2-14, en þær lóðir liggja að hvor annarri. Ætla má að margir hinna nýju íbúa í Dalbrekku 2-14 hafi hugsað sem svo að þessi breyting snerti þá ekki og hent bréfinu með tilkynningunni í ruslakörfuna. Við hjónin vorum ekki sátt við allar þær breytingar sem boðaðar voru. Reyndar sýndi nánari eftirgrennslan að verktakinn hafði unnið samkvæmt hinu ósamþykkta og þar með ólögmæta skipulagi allan tímann! Við sendum inn athugasemd og fengum léttvæg svör. Málið endaði fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp þann úrskurð í febrúar 2021 að „..felld er úr gildi ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 9. októer á deiliskipulagi fyrir lóðina Auðbrekku 9-11“. Rökstuðningur ákvörðunarinnar er harkalegur áfellisdómur yfir verklagi Kópavogsbæjar: Deiliskipulag ekki unnið í samræmi við ákvæði reglugerðar, uppdráttur sem sýndur er í grendarkynningu nær ekki til allra breytinga sem gerðar eru, ekki sagt frá að dvalarsvæði í inngarði sé skert með fjölgun bílastæða, sagð að lóð stækki til suðurs þegar hún er stækkuð til norðurs, sagt að 245 fermetra bygging sé vestan við hús sem hún er raunverulega austan við, auk þess sem húsnúmer og hæð húsa stemma ekki við gildandi skipulag. Sumar þessara vitleysa eru klaufalegri en aðrar. Að norður breytist í suður og austur í vestur gæti verið vegna þess að sá sem samdi greinargerð hafi snúið teikningunni vitlaust á borðinu fyrir framan sig. Hin atriðin eru alvarlegri. Þetta er persónuleg reynsla okkar hjóna. Svo hef ég heyrt af reynslu fólksins í Hamraborginni sem er með fjölda mála í gangi hjá Úrskurðarnefndinni. Að ekki sé minnst á skipulag Suðurlandsvegarins sem liggur innan lögsögu Kópavogsbæjar í Lögbergsbrekku. Þar felldi fyrrnefnd nefnd framkvæmdaleyfi bæjarins úr gildi eftir að framkvæmdir voru hafnar með ærnum tilkostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Sá kostnaður hefði sparast hefði verklag bæjarins verið betra. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að þessi persónulega reynsla afhjúpi vinnulag í skipulagsmálum sem þjónar ekki hagsmunum íbúa og almennings. Þess vegna þótti mér vænt um að vera boðið að sitja á lista hjá Vinum Kópavogs. Vinir Kópavogs vilja að skipulag sé fyrir fólk en ekki verktaka, að skipulag skili umgjörð fyrir gott og gjöfult og skemmtilegt mannlíf. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa sem vilja lifandi, manneskjulegan og skemmtilegan bæ til þess að setja X við Y á laugardaginn. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í 21. sæti á lista Vina Kópavogs til bæjarstjórnakosninga vorið 2022.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar