Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 10. maí 2022 15:02 Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Kompás Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Umfjöllunin rímar við ýmislegt sem ég, sem starfandi sálfræðingur, hef heyrt af reynslu fólks sem sótt hefur í þennan heim. Það fylgir auðvitað ekki aðeins hugvíkkandi samfélaginu að fólk sem vilji drottna yfir öðrum sækist þangað. Í öllum geirum andlegrar vinnu má finna fólk í viðkvæmri stöðu, fólk sem leitar sér hjálpar og fólk sem leitar að aðdáun. Hvað þetta varðar er opinbera kerfið ekki undanskilið. Munurinn hins vegar á opinbera kerfinu og því sem þrífst undir yfirborðinu er að í opinbera kerfinu eru ferlar sem grípa þig ef fagmennsku er ábótavant eða farið yfir viðeigandi mörk. Hægt er að tilkynna misgjörðir til yfirvalda, kæra ákvarðanir og fara fram á að aðilar séu dregnir til ábyrgðar. Sama hvar gripið er niður í lækninga- og sjálfshjálpargeirans þá er valdamisræmið á milli meðferðaraðila og skjólstæðings gífurlegt. Ef meðferðaraðili hefur ekki rétta þjálfun, og hefur ekki sinnt eigin sjálfsvinnu, er margt sem getur farið úrskeiðis, oft enginn annar til frásagnar og meðferðaraðilinn sá sem “veit best” og hefur yfirhöndina í samskiptum. Þetta er hættuleg blanda, og sérstaklega þegar inn í jöfnuna er búið að bæta við flugbeittum verkfærum (s.s. hugvíkkandi lyfjum) sem fella gjörsamlega niður allar varnir einstaklings, og ekkert regluverk er til staðar til að grípa fólks sem lendir í því að farið sé yfir mörk þess á einhvern hátt. Möguleikinn á óafturkræfum skaða eykst á veldishraða. Það er grafalvarlegt mál að fólk sem ekki hefur rétta þjálfun og þekkingu sé að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir veikt fólk. Það er því miður ekki hægt að taka viljann fyrir verkið, ekki frekar heldur en ef verið væri að bjóða upp á uppskurði í góðri trú. Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri og fólk verður að þekkja sín takmörk. Hér þurfa hins vegar yfirvöld að grípa inn í og setja ramma utan um notkun efnanna, því eins og staðan er í dag er ekkert lát á eftirspurn eftir þessari reynslu – og lái enginn því fólki þegar geðheilbrigðiskerfið er eins og það er. Ein af ástæðum þess að ég setti saman námskeiðið Stuðningsnámskeið fyrir ferðalanga er einmitt sú að ég vil gefa fólki sem stefnir á þessa vegferð verkfæri til þess að geta valið sína meðferðaraðila af kostgæfni. Þar fer ég yfir alls kyns áhættur, kosti og galla sem þarf að hafa í huga við undirbúning og val á meðferðaraðila. Námskeiðin eru einungis leiðbeinandi fræðslunámskeið. Við veitum ekki hugvíkkandi meðferð. Við hvetjum ekki til notkunar á hugvíkkandi lyfjum. Markhópurinn er fólk sem hefur ákveðið af eigin frumkvæði að fara þessa leið. Við hjálpum fólki ekki að nálgast hugvíkkandi lyf. Við vísum ekki í hugvíkkandi meðferð. Við umgöngumst ekki lyfin, né höfum þau nokkurs staðar í nálægð við okkur. Það sannast þó, hér sem annars staðar, að fræðsla er stór hluti af skaðaminnkun, og ég mæli því með að þau sem eru að hugsa um að fara í gegnum þá reynslu sem hugvíkkandi ferðalag er, komi á námskeið hjá mér, læri að þekkja rauðu flöggin og upplýsi sig almennilega um hvað þau eru að stefna á. Það er nefnilega þannig að á sama tíma og það er satt að við mannfólk höfum verið að lækna hvort annað án prófgráða síðan áður en við urðum að homo sapiens, þá er það LÍKA þannig að í breyttri samfélagsgerð frá því sem er okkur eðlislægt, eru alls kyns flókin sálmein sem ekki ætti að krukka í nema hafa til þess viðeigandi þekkingu og reynslu. Sérstaklega ekki undir áhrifum efna sem strippa fólk algjörlega af vörnum sínum. Höfundur er sálfræðingur.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun