Tómstundir í Suðurnesjabæ eru ekki aukaatriði 10. maí 2022 14:30 Við verðum að tryggja börnum í Suðurnesjabæ auknar tómstundir og íþróttastarf. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga og félagsskapar. Við verðum að gefa þeim tækifæri til að fá útrás fyrir orku, tjáningu og hæfileika. Við viljum auka tómstundir og íþróttastarf, dans, rafíþróttir og virkja körfuboltann svo eitthvað sé nefnt. Við viljum að það verði eitt tómstundagjald á barn og með því aukum við forvarnir hjá börnunum okkar. Það er vond staða að bjóða iðkendum og foreldrum upp á að þurfa að fara á milli bæjarfélaga til að sækja tómstund er hentar hverju og einu barni. Aðstæður og staða foreldra eru mismunandi og því leggjum við til að komið verði á tómstundarútu til að koma til móts við þarfir barnanna er þurfa að fara á milli Garðs og Sandgerðis. Atvinna og tómstund eiga ekki að rekast á heldur eigum við að létta undir með foreldrum og forráðamönnum barna. Við viljum skipuleggja tómstunda- og íþróttastarf á þann hátt að börnin kynnist sem flestum greinum, en þurfi ekki að velja eina grein þar sem stuðningur sveitarfélagsins er ekki nægur. Börn eru líklegri til að finna sín áhugasvið og styrkleika ef þau vita hvort áhugi þeirra og styrkleiki liggi þar. Það er mikilvægt að við gerum hlutina á forsendum barnanna ekki duttlungum stjórnmálanna. Við verðum að hugsa fyrst og fremst um velferð barna, þroska og möguleika þeirra. Einnig hefur íþrótta- og tómstundastarf styrkt sjálfsmynd barna. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta drauma sína. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að tryggja börnum í Suðurnesjabæ auknar tómstundir og íþróttastarf. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga og félagsskapar. Við verðum að gefa þeim tækifæri til að fá útrás fyrir orku, tjáningu og hæfileika. Við viljum auka tómstundir og íþróttastarf, dans, rafíþróttir og virkja körfuboltann svo eitthvað sé nefnt. Við viljum að það verði eitt tómstundagjald á barn og með því aukum við forvarnir hjá börnunum okkar. Það er vond staða að bjóða iðkendum og foreldrum upp á að þurfa að fara á milli bæjarfélaga til að sækja tómstund er hentar hverju og einu barni. Aðstæður og staða foreldra eru mismunandi og því leggjum við til að komið verði á tómstundarútu til að koma til móts við þarfir barnanna er þurfa að fara á milli Garðs og Sandgerðis. Atvinna og tómstund eiga ekki að rekast á heldur eigum við að létta undir með foreldrum og forráðamönnum barna. Við viljum skipuleggja tómstunda- og íþróttastarf á þann hátt að börnin kynnist sem flestum greinum, en þurfi ekki að velja eina grein þar sem stuðningur sveitarfélagsins er ekki nægur. Börn eru líklegri til að finna sín áhugasvið og styrkleika ef þau vita hvort áhugi þeirra og styrkleiki liggi þar. Það er mikilvægt að við gerum hlutina á forsendum barnanna ekki duttlungum stjórnmálanna. Við verðum að hugsa fyrst og fremst um velferð barna, þroska og möguleika þeirra. Einnig hefur íþrótta- og tómstundastarf styrkt sjálfsmynd barna. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta drauma sína. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar