Blómlegt atvinnulíf í Garðabæ Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock skrifar 10. maí 2022 12:45 Garðabær er vaknaður til lífsins og er ekki lengur svefnbær. Verslun og þjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár þar sem eftirspurn eftir þjónustu í nærumhverfi hefur aukist til muna. Í Garðabæ er komið gott úrval veitingastaða, verslanir af ýmsum toga og áhugaverð þjónustufyrirtæki sem séð hafa tækifæri á að staðsetja sig í bæjarfélaginu. Sóknarfæri Atvinnulífið í Garðabæ er búið að slíta barnskónum og það er kominn tími til að hugsa stærra og grípa tækifærið, það eru sóknarfæri. Því tel ég skynsamlegt að sveitafélagið komi að stofnun Markaðstofu Garðabæjar sem hefur það að megin markmiði að efla og styðja við atvinnu og menningarlíf í bænum. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg svo að verslun og þjónusta blómstri í bæjarfélaginu. Markaðsstofa Garðabæjar myndi nýtast sem samstarfsvettvangur stjórnsýslunar og atvinnulífsins í bæjarfélaginu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Hún kæmi að viðburðahaldi, viðburðadagatali, laða fyrirtæki til bæjarins, ímyndarmálum sem og að markaðssetningu á verslunarkjörnum bæjarins ásamt því að stuðla að nýsköpun og skapandi umhverfi fyrir listir og menningu. Markmiðið væri að skapa ímynd sem endurspeglar rétta mynd af bæjarfélaginu og draga fram það besta sem bærinn hefur upp á bjóða í menningu, listum, verslun og þjónustu. Nágrannasveitafélög okkar, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa bæði tekið skrefið og nú er komið að Garðabæ. 101 Garðabær Sjálf er ég fædd og uppalinn í Garðabæ, ég er atvinnurekandi á Garðatorgi og er ánægð með þróunina á torginu undanfarin ár. Hinsvegar getum við gert betur og tryggt Garðatorg enn frekar í sessi sem miðbæ Garðabæjar. Á Garðatorgi eru fjölbreyttar verslanir með sterka sérstöðu og með samrýmdu átaki og samstarfi getum við gert það enn betra. Til að mynda eru bílastæði torgsins yfirleitt þétt setin yfir daginn af öðrum en viðskiptavinum Garðatorgs. En það er annað mál. Öflug verslun og þjónusta ásamt skapandi listum í nærumhverfinu eykur lífsgæði bæjarbúa og styrkir samfélagið. Framsókn í Garðabæ leggur áherslu á stofnun Markaðstofu Garðabæjar til að styðja við verslun, þjónustu, listir og menningu í Garðabæ. Er ekki bara best… Höfundur er frambjóðandi Framsóknar og verslunareigandi á Garðatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Garðabær er vaknaður til lífsins og er ekki lengur svefnbær. Verslun og þjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár þar sem eftirspurn eftir þjónustu í nærumhverfi hefur aukist til muna. Í Garðabæ er komið gott úrval veitingastaða, verslanir af ýmsum toga og áhugaverð þjónustufyrirtæki sem séð hafa tækifæri á að staðsetja sig í bæjarfélaginu. Sóknarfæri Atvinnulífið í Garðabæ er búið að slíta barnskónum og það er kominn tími til að hugsa stærra og grípa tækifærið, það eru sóknarfæri. Því tel ég skynsamlegt að sveitafélagið komi að stofnun Markaðstofu Garðabæjar sem hefur það að megin markmiði að efla og styðja við atvinnu og menningarlíf í bænum. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg svo að verslun og þjónusta blómstri í bæjarfélaginu. Markaðsstofa Garðabæjar myndi nýtast sem samstarfsvettvangur stjórnsýslunar og atvinnulífsins í bæjarfélaginu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Hún kæmi að viðburðahaldi, viðburðadagatali, laða fyrirtæki til bæjarins, ímyndarmálum sem og að markaðssetningu á verslunarkjörnum bæjarins ásamt því að stuðla að nýsköpun og skapandi umhverfi fyrir listir og menningu. Markmiðið væri að skapa ímynd sem endurspeglar rétta mynd af bæjarfélaginu og draga fram það besta sem bærinn hefur upp á bjóða í menningu, listum, verslun og þjónustu. Nágrannasveitafélög okkar, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa bæði tekið skrefið og nú er komið að Garðabæ. 101 Garðabær Sjálf er ég fædd og uppalinn í Garðabæ, ég er atvinnurekandi á Garðatorgi og er ánægð með þróunina á torginu undanfarin ár. Hinsvegar getum við gert betur og tryggt Garðatorg enn frekar í sessi sem miðbæ Garðabæjar. Á Garðatorgi eru fjölbreyttar verslanir með sterka sérstöðu og með samrýmdu átaki og samstarfi getum við gert það enn betra. Til að mynda eru bílastæði torgsins yfirleitt þétt setin yfir daginn af öðrum en viðskiptavinum Garðatorgs. En það er annað mál. Öflug verslun og þjónusta ásamt skapandi listum í nærumhverfinu eykur lífsgæði bæjarbúa og styrkir samfélagið. Framsókn í Garðabæ leggur áherslu á stofnun Markaðstofu Garðabæjar til að styðja við verslun, þjónustu, listir og menningu í Garðabæ. Er ekki bara best… Höfundur er frambjóðandi Framsóknar og verslunareigandi á Garðatorgi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar