Löngu tímabært Fjölmenningarráð í Kópavog Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 10. maí 2022 11:16 Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun