Löngu tímabært Fjölmenningarráð í Kópavog Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 10. maí 2022 11:16 Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hefur undirritaður gegnt formennsku í jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs. Þar hef ég ítrekað bent á skort á upplýsingagjöf bæjarins til íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir og tala litla eða enga íslensku. Þessi hópur fer sífellt stækkandi, en þeim er ekki mætt af neinni alvöru þegar um er að ræða veitingu upplýsinga um þátttöku í íbúalýðræði og ákvarðanir bæjarins. Þar af leiðandi er það töluverð áskorun fyrir þessa einstaklinga að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og látið rödd sína og áherslur heyrast. Möguleikar til þess eru takmarkaðir. Íbúarnir eiga sér ólíkan uppruna og menningararfur þeirra er mismunandi. Í þessum fjölbreytileika felst mannauður og hann verður ekki nýttur nema að hver og einn fái notið sín og geti þannig lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess. Ensk upplýsingagjöf er lágmark Sem dæmi um ofangreint má nefna vefsíðu Kópavogsbæjar. Hægt er að smella á enska þýðingu hennar, þar sem vantar töluvert upp á, svo vægt sé til orða tekið. Ég hvet lesanda til að fara á síðu Kópavogs og skoða hana á enskri stillingu. Á mínum fyrsta fundi sem formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs bæjarins bókaði ég, í sameiningu við alla aðra nefndarmenn, að klára þurfi enska þýðingu á vefsíðunni. Það verkefni er enn ekki klárað. Hvernig má það vera? Þetta á ekki einungis við vefsíðu sveitarfélagsins. Öll upplýsingagjöf á vegum Kópavogs á að standa til boða á ensku í það minnsta. Hvort sem það sé frá skrifstofu bæjarins eða stofnanna á vegum hans. Vissulega getur þetta hljómað eins og tímafrekt verkefni, en ágóðinn af því mun skila sér margfalt til baka. Fjölmenningarráð Við í Framsókn í Kópavogi leggjum áherslu á það að bærinn komi nýju ráði, Fjölmenningarráði, á laggirnar. Ráðið væri sambærilegt Ungmennaráði og Öldungaráði bæjarins og skipað af einstaklingum sem þekkja vel til málefnaflokksins, þá sérstaklega einstaklingar af erlendu bergi brotnu. Fjölmenningarráð tæki afstöðu til stefnumótunar og ákvarðanatöku bæjarins. Ráðið gæti lagt inn fyrirspurnir og tekið afstöðu til einstakra mála sem koma til álita innan málaflokks þess. Ráðið væri ráðgefandi fyrir bæjarstjórn og myndi leggja til lausnir á þeim vandamálum sem eru til staðar innan sveitarfélagsins og varða einstaklinga sem eru af erlendum uppruna. Síðast en ekki síst, þá myndi ráðið vinna að líflegu fjölmenningarsamfélagi innan Kópavogs. Ráð af þessu tagi er ekkert nýtt af nálinni. Innan nágrannasveitarfélaga okkar, t.d. í Reykjavík og Hafnarfirði, má finna fjölmenningarráð. Boltinn hjá bæjarstjórn Ofangreindar tillögur, ásamt fleirum, hafa verið lagðar í púkkið við vinnu á nýrri stefnu bæjarins í málefnum fólks af erlendum uppruna. Núgildandi stefna er rúmlega 20 ára gömul og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Líklega verður það svo að stefnan hljóti afgreiðslu á næsta kjörtímabili, og ég bind miklar vonir við að nýkjörnir bæjarfulltrúar kjósi með henni og m.a. þeim áherslum sem hafa komið hér fram. Höfundur er formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun