Sveitarstjóri ráðinn á faglegum forsendum Christiane L. Bahner skrifar 10. maí 2022 10:16 Rétt fyrir kosningar er pólitíska umræðan alltaf mest, og er það afar skemmtilegur tími. Það vekur athygli að Nýi óháði listinn er eina framboðið í Rangárþingi eystra sem vill fagráða sveitarstjóra! Á vef Sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra var nýlega birt grein þar sem fjallað var um þeirra sýn á það að málum væri best fyrir komið með Sjálfstæðismann sem sveitarstjóra. Í greininni er fjallað um sveitarstjóraefnið D-listans Anton Kára og bent á að íbúar geti nú kosið sér sveitarstjóra. Rétt er að leiðrétta þann misskilning. Skv. sveitarstjórnarlögum er það ávallt sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra, hann er bara alls ekki kosinn og heldur ekki af íbúum sveitarfélagsins beint. Það er líka rétt að upplýsa að frambjóðendur Nýja óháða listans hafa ekkert á móti Antoni Kára fyrrverandi sveitarstjóra og Lilju núverandi sveitarstjóra, þau eru bæði vænsta fólk og vilja vel. Það að þau séu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks hins vegar segir hins vegar ekkert til um það hve hæf eða vænir kostir þau eru til að gegna stöðu sveitarstjóra; en sveitarstjórinn er framkvæmdastjóri hjá stærsta vinnuveitandanum í nærsamfélaginu, sveitarfélaginu sjálfu. Við teljum að slíkt eigi að byggja á viðeigandi menntun, reynslu, þekkingu og metnaði. Hafið yfir allan vafa Önnur rök fyrir að að vilja fagráða sveitarstjóra eru að það getur verið afar heppilegt að koma valdinu aðeins fjær okkur (einnig kallað armslengd). Það getur verið mjög óþægilegt og jafnvel erfitt, bæði fyrir íbúa og þá sem stjórna, að þekkja alla, að tengjast fólki vina- og fjölskylduböndum, að standa of nærri fólki sem verður fyrir áhrifum af ákvörðunum sem taka skal. Allir sem líta um öxl muna eftir þannig upplifun í gegnum tíðina, að ákvarðanir um aðgerðir, aðgerðarleysi, ráðningu, skipulag, getuleysi, úthlutun verkefna o.s.frv. sé lituð af tengslum við þá sem stjórna. Það er líka ósanngjarnt að sitja undir slíkum grunsemdum eða umtali þegar veruleikinn er sá að sá sem tengdur er stjórnandanum er t.d. raunverulega sá besti sem völ er á. Stundum er fjarlægðin styrkur fyrir alla og til þess fallið að auka trúverðugleika og traust. Lýðræðið Eins og hefur komið fram áður, þá er það sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra. Sveitarstjóri er aldrei kosinn í sveitarstjórnarkosingum. Sveitarstjóri á að koma því í framkvæmd sem sveitarstjórn ákveður, það er hans starf og hlutverk. Kjörnir fulltrúar setja stefnuna, þaðan kemur pólitíkin, áherslumálin. Sveitarstjórinn þarf ekki að hafa ákveðna pólitíska hugsun eða skoðun til að teljast hæfur til að gegna starfinu. Hann þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum, viðeigandi menntun, reynslu, jafnvel reynslu frá öðrum sveitarfélögum! Hvað er að óttast við að auglýsa eftir hæfasta einstaklingum í þetta mikilvæga stjórnunarstarf? Það er líka styrkur fyrir minnihluta að geta sótt upplýsingar til stjórnanda sveitarfélags sem er ekki einn kjörinna fulltrúa meirihlutans. Þannig verður meira jafnræði milli sveitarstjórnarmanna, og hvert atkvæði kjósenda fær sama vægi, sama hvort viðkomandi listi verði síðan í meira- eða minnihluta á kjörtímabilinu. Í besta falli gefur sveitarstjórinn öllum kosnum fulltrúum sömu upplýsingar, sem styrkir minnihlutann í mikilvægu aðhaldshlutverki sínu. Það er eðlilegt að sveitarstjórn og oddviti hennar veita sveitarfélagi pólitíska forystu ekki framkvæmdastjórinn sem ávallt er ráðinn af sveitarstjórn. Að hafa atvinnu af pólitík Eftir síðustu kosningar hófu B- og D-lista samstarf og mynduðu saman meirihluta. En þrátt fyrir að þessir tveir listar höfðu barist á móti hvorum öðrum alla tíð, þá var greinilega engin þörf á því að semja um málefni. Það eina sem samið var um milli þeirra var að D-listinn fengi sveitarstjórastólinn hálft kjörtímabil og B-listinn hinn helminginn. Það er vart hægt að trúa því að þau hafa ekki áttað sig á því strax í upphafi að það samkomulag er vægast sagt óheppilegt, og má því varpa fram þeirri spurningu af hverju pólitísku málefnin hafi ekki fengið meira vægi þegar samkomulag var gert. Er það virkilega aðalatriði hver fái stólinn? Hver hefur mesta hagsmuni á því? Er það sveitarfélagið og íbúar þess, er það viðkomandi aðili eða eru það jafnvel stjórnmálaflokkarnir sem starfa á landsvísu? Margt gott hefur verið unnið á kjörtímabilinu í Rangárþingi eystra en eins og um land allt hefur kjörtímabilið einkennst af rósemi. Sumir kalla það jafnvel stöðnun, að það sé fátt nýtt að frétta og ekkert að gerast. Skútan vaggar bara rólega áfram í staðinn fyrir að hífa upp seglin til að ná einhverri ferð. Nýi óháði listinn fagnar umræðunni um ó/pólitískan sveitarstjóra, en eru málefnin ekki örugglega áhugaverðara fyrir kjósendur í þetta sinn? Kjósum nýtt fólk til áhrifa – setjum X við N á kjördag. Höfundur skipar 2. sæti á Nýja óháða listanum í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Rétt fyrir kosningar er pólitíska umræðan alltaf mest, og er það afar skemmtilegur tími. Það vekur athygli að Nýi óháði listinn er eina framboðið í Rangárþingi eystra sem vill fagráða sveitarstjóra! Á vef Sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra var nýlega birt grein þar sem fjallað var um þeirra sýn á það að málum væri best fyrir komið með Sjálfstæðismann sem sveitarstjóra. Í greininni er fjallað um sveitarstjóraefnið D-listans Anton Kára og bent á að íbúar geti nú kosið sér sveitarstjóra. Rétt er að leiðrétta þann misskilning. Skv. sveitarstjórnarlögum er það ávallt sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra, hann er bara alls ekki kosinn og heldur ekki af íbúum sveitarfélagsins beint. Það er líka rétt að upplýsa að frambjóðendur Nýja óháða listans hafa ekkert á móti Antoni Kára fyrrverandi sveitarstjóra og Lilju núverandi sveitarstjóra, þau eru bæði vænsta fólk og vilja vel. Það að þau séu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks hins vegar segir hins vegar ekkert til um það hve hæf eða vænir kostir þau eru til að gegna stöðu sveitarstjóra; en sveitarstjórinn er framkvæmdastjóri hjá stærsta vinnuveitandanum í nærsamfélaginu, sveitarfélaginu sjálfu. Við teljum að slíkt eigi að byggja á viðeigandi menntun, reynslu, þekkingu og metnaði. Hafið yfir allan vafa Önnur rök fyrir að að vilja fagráða sveitarstjóra eru að það getur verið afar heppilegt að koma valdinu aðeins fjær okkur (einnig kallað armslengd). Það getur verið mjög óþægilegt og jafnvel erfitt, bæði fyrir íbúa og þá sem stjórna, að þekkja alla, að tengjast fólki vina- og fjölskylduböndum, að standa of nærri fólki sem verður fyrir áhrifum af ákvörðunum sem taka skal. Allir sem líta um öxl muna eftir þannig upplifun í gegnum tíðina, að ákvarðanir um aðgerðir, aðgerðarleysi, ráðningu, skipulag, getuleysi, úthlutun verkefna o.s.frv. sé lituð af tengslum við þá sem stjórna. Það er líka ósanngjarnt að sitja undir slíkum grunsemdum eða umtali þegar veruleikinn er sá að sá sem tengdur er stjórnandanum er t.d. raunverulega sá besti sem völ er á. Stundum er fjarlægðin styrkur fyrir alla og til þess fallið að auka trúverðugleika og traust. Lýðræðið Eins og hefur komið fram áður, þá er það sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra. Sveitarstjóri er aldrei kosinn í sveitarstjórnarkosingum. Sveitarstjóri á að koma því í framkvæmd sem sveitarstjórn ákveður, það er hans starf og hlutverk. Kjörnir fulltrúar setja stefnuna, þaðan kemur pólitíkin, áherslumálin. Sveitarstjórinn þarf ekki að hafa ákveðna pólitíska hugsun eða skoðun til að teljast hæfur til að gegna starfinu. Hann þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum, viðeigandi menntun, reynslu, jafnvel reynslu frá öðrum sveitarfélögum! Hvað er að óttast við að auglýsa eftir hæfasta einstaklingum í þetta mikilvæga stjórnunarstarf? Það er líka styrkur fyrir minnihluta að geta sótt upplýsingar til stjórnanda sveitarfélags sem er ekki einn kjörinna fulltrúa meirihlutans. Þannig verður meira jafnræði milli sveitarstjórnarmanna, og hvert atkvæði kjósenda fær sama vægi, sama hvort viðkomandi listi verði síðan í meira- eða minnihluta á kjörtímabilinu. Í besta falli gefur sveitarstjórinn öllum kosnum fulltrúum sömu upplýsingar, sem styrkir minnihlutann í mikilvægu aðhaldshlutverki sínu. Það er eðlilegt að sveitarstjórn og oddviti hennar veita sveitarfélagi pólitíska forystu ekki framkvæmdastjórinn sem ávallt er ráðinn af sveitarstjórn. Að hafa atvinnu af pólitík Eftir síðustu kosningar hófu B- og D-lista samstarf og mynduðu saman meirihluta. En þrátt fyrir að þessir tveir listar höfðu barist á móti hvorum öðrum alla tíð, þá var greinilega engin þörf á því að semja um málefni. Það eina sem samið var um milli þeirra var að D-listinn fengi sveitarstjórastólinn hálft kjörtímabil og B-listinn hinn helminginn. Það er vart hægt að trúa því að þau hafa ekki áttað sig á því strax í upphafi að það samkomulag er vægast sagt óheppilegt, og má því varpa fram þeirri spurningu af hverju pólitísku málefnin hafi ekki fengið meira vægi þegar samkomulag var gert. Er það virkilega aðalatriði hver fái stólinn? Hver hefur mesta hagsmuni á því? Er það sveitarfélagið og íbúar þess, er það viðkomandi aðili eða eru það jafnvel stjórnmálaflokkarnir sem starfa á landsvísu? Margt gott hefur verið unnið á kjörtímabilinu í Rangárþingi eystra en eins og um land allt hefur kjörtímabilið einkennst af rósemi. Sumir kalla það jafnvel stöðnun, að það sé fátt nýtt að frétta og ekkert að gerast. Skútan vaggar bara rólega áfram í staðinn fyrir að hífa upp seglin til að ná einhverri ferð. Nýi óháði listinn fagnar umræðunni um ó/pólitískan sveitarstjóra, en eru málefnin ekki örugglega áhugaverðara fyrir kjósendur í þetta sinn? Kjósum nýtt fólk til áhrifa – setjum X við N á kjördag. Höfundur skipar 2. sæti á Nýja óháða listanum í Rangárþingi eystra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar