Hafnfirðingar eru hamingjusamir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 10. maí 2022 08:30 Í nýlegri könnun sem Gallup gerði kemur fram að um 90% íbúa Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn. Hamingja er fjölþætt fyrirbæri og erfitt að fullyrða hvaða þættir fylla okkur hamingju. En ánægja ásamt gleði er talinn vera einn þeirra þátta sem auka okkur hamingju og því vel hægt að ímynda sér að hamingjustuðullinn hér í Hafnarfirði sé með hæsta móti. Samkvæmt niðurstöðunum er greinilega gott að búa í Hafnarfirði. Að búa í samfélagi þar sem næstum allir eru ánægðir límir okkur saman sem hér búum og bætir samskipti og almenna lífsgleði. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið sem varð heilsubær á Íslandi Hafnarfjörður hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka ánægju bæjarbúa með ýmsum leiðum. Fyrst ber að nefna verkefnið Heilsubærinn Hafnarfjörður sem gerði Hafnarfjörð að fyrsta sveitarfélaginu sem varð heilsubær á Íslandi. Ráðist hefur verið í ýmis verkefni sem stuðla að bættri lýðheilsu eins og Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, hreystibrautir settar upp, opin fræðsluerindi haldin, frítt í sund fyrir alla 18 ára og yngri, heilsubótagöngur með fræðslu á sumrin og margt fleira. Menning og listir auka gleði og hamingju og við í Sjálfstæðisflokknum höfum leitað allra leiða til að styrkja betur við menningu og listir bæði með auknum styrkjum og sýnileika. Má þar til dæmis nefna bæjarhátíðina Heima í Hafnarfirði og Hjarta Hafnarfjarðar. Í Covid leituðum við einnig leiða til að sem flestir bæjarbúar gætu fundið sér afþreyingu og skreyttum meðal annars Hellisgerði jólin 2020 svo allar jólakúlur kæmust út að ganga. Höldum áfram á þessari braut og setjum X við D á laugardaginn – fyrir áframhaldandi hamingju í Hafnarfirði. Einnig til þess að við getum fundið út af hverju 10% íbúa eru ekki ánægðir og hækkað þannig ánægjuvísitöluna í bænum okkar. Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri könnun sem Gallup gerði kemur fram að um 90% íbúa Hafnarfjarðar eru ánægðir með bæinn sinn. Hamingja er fjölþætt fyrirbæri og erfitt að fullyrða hvaða þættir fylla okkur hamingju. En ánægja ásamt gleði er talinn vera einn þeirra þátta sem auka okkur hamingju og því vel hægt að ímynda sér að hamingjustuðullinn hér í Hafnarfirði sé með hæsta móti. Samkvæmt niðurstöðunum er greinilega gott að búa í Hafnarfirði. Að búa í samfélagi þar sem næstum allir eru ánægðir límir okkur saman sem hér búum og bætir samskipti og almenna lífsgleði. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið sem varð heilsubær á Íslandi Hafnarfjörður hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að auka ánægju bæjarbúa með ýmsum leiðum. Fyrst ber að nefna verkefnið Heilsubærinn Hafnarfjörður sem gerði Hafnarfjörð að fyrsta sveitarfélaginu sem varð heilsubær á Íslandi. Ráðist hefur verið í ýmis verkefni sem stuðla að bættri lýðheilsu eins og Janus heilsueflingu fyrir eldri borgara, hreystibrautir settar upp, opin fræðsluerindi haldin, frítt í sund fyrir alla 18 ára og yngri, heilsubótagöngur með fræðslu á sumrin og margt fleira. Menning og listir auka gleði og hamingju og við í Sjálfstæðisflokknum höfum leitað allra leiða til að styrkja betur við menningu og listir bæði með auknum styrkjum og sýnileika. Má þar til dæmis nefna bæjarhátíðina Heima í Hafnarfirði og Hjarta Hafnarfjarðar. Í Covid leituðum við einnig leiða til að sem flestir bæjarbúar gætu fundið sér afþreyingu og skreyttum meðal annars Hellisgerði jólin 2020 svo allar jólakúlur kæmust út að ganga. Höldum áfram á þessari braut og setjum X við D á laugardaginn – fyrir áframhaldandi hamingju í Hafnarfirði. Einnig til þess að við getum fundið út af hverju 10% íbúa eru ekki ánægðir og hækkað þannig ánægjuvísitöluna í bænum okkar. Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sem skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar