Hvers vegna pólitískur sveitarstjóri? Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson og Sandra Sif Úlfarsdóttir skrifa 9. maí 2022 15:01 D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun