Hvers vegna pólitískur sveitarstjóri? Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson og Sandra Sif Úlfarsdóttir skrifa 9. maí 2022 15:01 D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun