Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 26-23 | Allt jafnt í einvíginu Árni Gísli Magnússon skrifar 9. maí 2022 20:00 Martha Hermannsdóttir skoraði sex mörk í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KA/Þór jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt við Val í Olís deild kvenna í 1-1 með 26-23 sigri í KA-heimilinu í kvöld. KA/Þór komst mest 9 mörkum yfir en Valskonur komu til baka í seinni hálfleik sem dugði þó ekki til. Mikill hraði einkenndi leikinn strax frá upphafi og komust heimakonur í 2-0 og voru áfram einu til tveimur mörkum yfir framan af hálfleiknum. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks kom frábær kafli hjá KA/Þór þar sem liðið náði 6-2 kafla og breyttu stöðunni úr 9-7 í 15-9 sem voru hálfleikstölur. Hulda Bryndís átti hörkuleik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals, tók tvö leikhlé í hálfleiknum til að reyna laga spilamennskuna sem virtist lítið virka. Heimakonur einfaldlega að spila frábæra vörn þar sem Martha Hermannsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir voru mjög aggressívar í hafsentaparinu og fengu sömuleiðis hjálp frá öllu liðinu. Heimakonur skoruðu fyrstu þrú mörk seinni hálfleiks og voru komnar 9 mörkum yfir, staðan 18-9! Valskonur rönkuðu þá aðeins við sér og fóru á tímabili í 7 á 6 í sókinni sem skilaði einhverjum mörkum. Vörnin hrökk svo í gang og sóknarleikur KA/Þór varð mjög stífur og þegar 10 mínútur lifðu leiks voru gestirnir búnir að minnka munnin í tvö mörk, staðan 21-19. Andri Snær, þjálfari KA/Þór, tók þá leikhlé sem losaði um stífluna í sóknarleiknum og Aldís Ásta skoraði næstu tvö mörk fyrir heimakonur. Valskonur reyndu áfram að jafna leikinn en að lokum fóru heimakonur með 26-23 sigur af hólmi. KA/Þór fagnaði vel í leiks lokVísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA/Þór? Það má í raun segja að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi skilað sigrinum og spilamennskan almennt fyrstu 40 mínútur leiksins en KA/Þór náði mest 9 marka forustu. Hverjar stóðu upp úr? Aldís Ásta átti góðan leik í liði KA/Þórs.Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir var áræðin í sóknarleiknum, skoraði 6 mörk og steig upp þegar þörfin var mest. Martha Hermannsdóttir skoraði einnig 6 mörk, þar af 4 úr vítum, og var gjörsamlega frábær í vörninni og þá stóð vörnin hjá KA/Þór almennt upp úr fyrstu 40 mínúturnar. Hjá Val voru Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Thea Imani Sturludóttir markahæsta með 5 mörk. Þá sótti Hildigunnur Einarsdóttir urmul af vítum og skoraði 4 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals í fyrri hálfleik og sóknarleikur KA/Þór stóran hluta seinni hálfleiks. Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna fer fram í Origo höllinni á fimmtudaginn kl. 18:00. Spilum á köflum frábæran handbolta í dag Andri Snær, þjálfari KA/Þórs.Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var glaður í bragði eftir að hafa jafnað undarúrslitaeinvígið við Val með sigri á heimavelli. „Þetta var virkilega góður sigur og við spilum á köflum frábæran handbolta í dag og stóðumst mjög erfitt áhlaup Vals og hnoðuðum inn í lokin mörkum sem að voru dýrmæt og bara virkilega ánægður og stoltur af liðinu.” Andri var skiljanlega ánægður með varnarleikinn, sem var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum bara með ofsalega góða orku í þessu og vorum virkilega þéttar og Sunna var að verja góða bolta í þokkabót og við bara vorum góðar og mjög mikilvægt að spila góða vörn að sjálfsögðu og fengum út af því góð mörk í sókninni og náum góðu forskoti sem fór aðeins of fljótt í seinni hálfleik.” KA/Þór náði mest 9 marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks en þá kom áhlaup frá Val og allt var stopp í sóknarleik heimakvenna. Hvað fór úrskeiðis á þessu tímabili? „Ég þarf að skoða það svo sem betur en þetta var að spilast svipað og í síðasta leik, við hægðum of mikið á tempóinu og vorum að keyra of mikið inn á miðjuna og vorum bara ekki nógu grimmar í okkar aðgerðum og það er fljótt að gerast á móti Val, þær refsa við hver mistök. Við fórum í 7 á 6 og það virkaði ekkert sérstaklega en 7 á 6 hjá þeim svínvirkaði og þetta var erfitt en við lönduðum sem betur fer sigrinum.” Voru það skilaboð frá Andra að hægja svona mikið á sóknarleiknum eins og raun bar vitni? „Nei alls ekki, ég held að þetta sé blanda af því að við vorum orðan smá þreyttar en ég held líka að hugarfarið hafi aðeins breyst, við farið að hugsa að við værum að verja eitthvað forskot, því miður en við bara lærum af þessu og sem betur fer slapp þetta fyrir horn og við tókum sigurinn.” KA/Þór átti bara skilið að vinna Ágúst, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var svekktur að fá ekkert út úr leiknum í dag úr því sem komið var. „Við náttúrúlega gerðum okkur sek um mikið af mistökum í fyrri hálfleiknum, gerum tækni mistök, erum með einhverja átta tapaða bolta og hlaupum illa til baka og KA/Þór var náttúrulega sannfærandi yfir í hálfleik og þetta var orðin erfið staða, vorum nálægt því að gera þetta og gerðum þetta að alvöru leik hérna í seinni hálfleik en það svona vantaði að nýta dauðafæri og annað en KA/Þór átti bara skilið að vinna.” Sóknarleikurinn gekk brösulega framan af hjá Val, eru einhverjar skýringar á því? „Við vorum ekki að vinna stöður maður á móti manni, þær voru bara gríðarlega sterkar og fastar fyrir og spiluðu bara varnarleikinn vel og við vorum í brasi framan af, breytum svo í 7 á 6 og náum að opna þær þannig en við þurfum bara að fara aðeins yfir þetta og vinna í okkar hlutum.” Það var allt annað að sjá Valsliðið í síðar hálfleik, var eldræða frá Ágústi í klefanum? „Nei nei, það voru engin læti sko, við vorum bara í rólegheitum að fara yfir þetta og svona reyna aðeins að koma okkur saman og bæta okkar leik og það tókst ágætlega og við komumst ágætlega frá þessu en við hefðum auðvitað viljað vinna”, sagði Ágúst að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri
KA/Þór jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt við Val í Olís deild kvenna í 1-1 með 26-23 sigri í KA-heimilinu í kvöld. KA/Þór komst mest 9 mörkum yfir en Valskonur komu til baka í seinni hálfleik sem dugði þó ekki til. Mikill hraði einkenndi leikinn strax frá upphafi og komust heimakonur í 2-0 og voru áfram einu til tveimur mörkum yfir framan af hálfleiknum. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks kom frábær kafli hjá KA/Þór þar sem liðið náði 6-2 kafla og breyttu stöðunni úr 9-7 í 15-9 sem voru hálfleikstölur. Hulda Bryndís átti hörkuleik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals, tók tvö leikhlé í hálfleiknum til að reyna laga spilamennskuna sem virtist lítið virka. Heimakonur einfaldlega að spila frábæra vörn þar sem Martha Hermannsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir voru mjög aggressívar í hafsentaparinu og fengu sömuleiðis hjálp frá öllu liðinu. Heimakonur skoruðu fyrstu þrú mörk seinni hálfleiks og voru komnar 9 mörkum yfir, staðan 18-9! Valskonur rönkuðu þá aðeins við sér og fóru á tímabili í 7 á 6 í sókinni sem skilaði einhverjum mörkum. Vörnin hrökk svo í gang og sóknarleikur KA/Þór varð mjög stífur og þegar 10 mínútur lifðu leiks voru gestirnir búnir að minnka munnin í tvö mörk, staðan 21-19. Andri Snær, þjálfari KA/Þór, tók þá leikhlé sem losaði um stífluna í sóknarleiknum og Aldís Ásta skoraði næstu tvö mörk fyrir heimakonur. Valskonur reyndu áfram að jafna leikinn en að lokum fóru heimakonur með 26-23 sigur af hólmi. KA/Þór fagnaði vel í leiks lokVísir/Hulda Margrét Af hverju vann KA/Þór? Það má í raun segja að varnarleikurinn í fyrri hálfleik hafi skilað sigrinum og spilamennskan almennt fyrstu 40 mínútur leiksins en KA/Þór náði mest 9 marka forustu. Hverjar stóðu upp úr? Aldís Ásta átti góðan leik í liði KA/Þórs.Vísir/Hulda Margrét Aldís Ásta Heimisdóttir var áræðin í sóknarleiknum, skoraði 6 mörk og steig upp þegar þörfin var mest. Martha Hermannsdóttir skoraði einnig 6 mörk, þar af 4 úr vítum, og var gjörsamlega frábær í vörninni og þá stóð vörnin hjá KA/Þór almennt upp úr fyrstu 40 mínúturnar. Hjá Val voru Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Thea Imani Sturludóttir markahæsta með 5 mörk. Þá sótti Hildigunnur Einarsdóttir urmul af vítum og skoraði 4 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals í fyrri hálfleik og sóknarleikur KA/Þór stóran hluta seinni hálfleiks. Hvað gerist næst? Þriðji leikur liðanna fer fram í Origo höllinni á fimmtudaginn kl. 18:00. Spilum á köflum frábæran handbolta í dag Andri Snær, þjálfari KA/Þórs.Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var glaður í bragði eftir að hafa jafnað undarúrslitaeinvígið við Val með sigri á heimavelli. „Þetta var virkilega góður sigur og við spilum á köflum frábæran handbolta í dag og stóðumst mjög erfitt áhlaup Vals og hnoðuðum inn í lokin mörkum sem að voru dýrmæt og bara virkilega ánægður og stoltur af liðinu.” Andri var skiljanlega ánægður með varnarleikinn, sem var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum bara með ofsalega góða orku í þessu og vorum virkilega þéttar og Sunna var að verja góða bolta í þokkabót og við bara vorum góðar og mjög mikilvægt að spila góða vörn að sjálfsögðu og fengum út af því góð mörk í sókninni og náum góðu forskoti sem fór aðeins of fljótt í seinni hálfleik.” KA/Þór náði mest 9 marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks en þá kom áhlaup frá Val og allt var stopp í sóknarleik heimakvenna. Hvað fór úrskeiðis á þessu tímabili? „Ég þarf að skoða það svo sem betur en þetta var að spilast svipað og í síðasta leik, við hægðum of mikið á tempóinu og vorum að keyra of mikið inn á miðjuna og vorum bara ekki nógu grimmar í okkar aðgerðum og það er fljótt að gerast á móti Val, þær refsa við hver mistök. Við fórum í 7 á 6 og það virkaði ekkert sérstaklega en 7 á 6 hjá þeim svínvirkaði og þetta var erfitt en við lönduðum sem betur fer sigrinum.” Voru það skilaboð frá Andra að hægja svona mikið á sóknarleiknum eins og raun bar vitni? „Nei alls ekki, ég held að þetta sé blanda af því að við vorum orðan smá þreyttar en ég held líka að hugarfarið hafi aðeins breyst, við farið að hugsa að við værum að verja eitthvað forskot, því miður en við bara lærum af þessu og sem betur fer slapp þetta fyrir horn og við tókum sigurinn.” KA/Þór átti bara skilið að vinna Ágúst, þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var svekktur að fá ekkert út úr leiknum í dag úr því sem komið var. „Við náttúrúlega gerðum okkur sek um mikið af mistökum í fyrri hálfleiknum, gerum tækni mistök, erum með einhverja átta tapaða bolta og hlaupum illa til baka og KA/Þór var náttúrulega sannfærandi yfir í hálfleik og þetta var orðin erfið staða, vorum nálægt því að gera þetta og gerðum þetta að alvöru leik hérna í seinni hálfleik en það svona vantaði að nýta dauðafæri og annað en KA/Þór átti bara skilið að vinna.” Sóknarleikurinn gekk brösulega framan af hjá Val, eru einhverjar skýringar á því? „Við vorum ekki að vinna stöður maður á móti manni, þær voru bara gríðarlega sterkar og fastar fyrir og spiluðu bara varnarleikinn vel og við vorum í brasi framan af, breytum svo í 7 á 6 og náum að opna þær þannig en við þurfum bara að fara aðeins yfir þetta og vinna í okkar hlutum.” Það var allt annað að sjá Valsliðið í síðar hálfleik, var eldræða frá Ágústi í klefanum? „Nei nei, það voru engin læti sko, við vorum bara í rólegheitum að fara yfir þetta og svona reyna aðeins að koma okkur saman og bæta okkar leik og það tókst ágætlega og við komumst ágætlega frá þessu en við hefðum auðvitað viljað vinna”, sagði Ágúst að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti