Víðfermasta sveitarfélagið með lægstu röddina, eða hvað? Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Ólafur Áki Ragnarsson og Einar Freyr Guðmundsson skrifa 9. maí 2022 13:30 Á vel heppnuðum sameiginlegum framboðsfundi allra framboða sem bjóða fram í Múlaþingi var töluverður samhljómur um að rangt væri gefið þegar kæmi að verkaskiptingu og skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga. Allir sögðu, við þurfum að sækja á ríkissjóð. Það er auðvelt að tala um slíkan ójöfnuð en við þurfum aðgerðir. Við Sjálfstæðisfólk ætlum ekki að láta sitja við orðin tóm. Að mörgu er að hyggja í þessum efnum, en með grein þessari viljum við nefna nokkur atriði sem a.m.k. sum hver hafa ekki fengið mikla athygli í kosningabaráttunni, en skipta okkur máli. Atriði sem e.t.v. eru ekki meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga, en skipta okkur íbúa öllu máli til að njóta jöfnuðar á við aðra landsmenn. 1. Við gerum kröfu um breytingu á kjördæmaskipan. Núverandi kjördæmaskipan er kæfandi fyrir Austurland. Við ætlum að berjast fyrir því, að Austurland verði aftur gert að einu kjördæmi. Flugvallamálin eru þar skýrasta dæmið. Ef eingöngu væri litið til faglegra aðstæðna, þá hefði Egilsstaðaflugvöllur notið þess. Staðreyndir tala sínu máli. Það er ekki kostur að okkar mati að gera landið að einu kjördæmi. Slíkt þýðir fullkomið flokksræði. Breytt kjördæmaskipan er mikilvægur hluti í því að tryggja að tillit sé tekið til okkar hagsmuna og myndi að okkar mati auðvelda okkur, sama hvar í flokki erum, að ná árangri í þágu nærsamfélaga okkar. Austurland á stuðning í máli þessu í forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur formaður hans oftar en einu sinni vikið að því að hann skilji ekkert í því að Austfirðingar hafi sætt sig við þá breytingu sem varð um aldamótin. 2. Við krefjumst hlutdeildar nærsamfélaganna í auðlindanýtingu svæðisins. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi er sammála um ósanngirni þess að ríkið taki við greiðslum frá fyrirtækjum sem nýta auðlindir fjarðanna í fiskeldi og geri sveitarfélögunum að sækja um styrki til innviðauppbyggingar til nefndar sem ríkið skipar til að halda utan um þessar greiðslur. Enn stærra hagsmunamál er að Austurland njóti sanngjarnrar rentu af þeirri orku sem framleidd er á svæðinu, líkt og er staðan í Noregi, þar sem 11% af framlegð (mismuni á framleiðslukostnaði og söluverði) rennur til nærsamfélaganna. Hér teljum við Austurland vera nærsamfélagið! Snemma á síðustu öld voru lög sett sem áttu einmitt að tryggja slíka auðlindarentu til nærsamfélagsins, byggt á vinnu Fossanefndarinnar sem skilaði af sér tillögum 1919. Raforkuframleiðsla fór hins vegar ekki á flug fyrr en áratugum síðar, og þá virtist þessi hugsun hafa gleymst. Nú er einstakt tækifæri til að koma þessari hugsun í framkvæmd í tengslum við uppbyggingu vindorkuvera. Við munum leggja til við önnur sveitarfélög landsins að nýta stöðu sína og krefjast úrbóta í þessa veru. Við höfum ástæðu til að ætla að nú verði hlustað. Í það minnsta hefur nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað í þessa veru og við ætlum okkur að vera í forystu meðal sveitarfélaga að halda þessu máli á dagskrá þar til eitthvað gerist. Hér reynir á samtaka mátt sveitarfélaga, sérstaklega þeirra sem eru landmikil, og ef við komumst til áhrifa, þá verður Múlaþing leiðandi afl í þessari vegferð. 3. Fjármagn/tekjustofnar verða að fylgja verkefnum. Það er mikill vilji að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Af hverju? Jú vegna þess að þjónustan er yfirleitt betri, þegar hún er veitt af nærsamfélaginu. En í alltof mörgum tilvikum sitjum við uppi með það að nauðsynlegt fjármagn fylgir ekki, eða að aukið fjármagn fylgir ekki þegar auknar kröfur eru gerðar. Dæmi þess sjáum við nú í nýútkominni skýrslu Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Hagsmunasamtök hafa lýst yfir ánægju sinni með lögin, en telja framkvæmd þeirra ábótavant. Í skýrslunni kemur fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins í þjónustu við fatlað fólk var neikvæð upp á 3 milljarða árið 2018, 5,7 milljarðar árið 2019 og 9 milljarða árið 2020. Gjöld hafa aukist um 35,1% á þessu tímabili en tekjurnar um 12,9%. Samband sveitarfélaga vinnur að þessu tiltekna máli, eins og auðvitað mörgum öðrum mikilvægum hagsmunamálum sveitarfélaga. Stundum, kæru sveitungar, stundum er hefðbundin hagsmunagæsla ekki nóg. Stundum þarf að koma einstökum verkefnum framar á framkvæmdalistann. Við viljum berjast fyrir eflingu sveitarstjórnarstigsins. Slík efling felst ekki eingöngu í því að taka að sér fleiri verkefni. Verkefnum verða að fylgja tekjur. 4. Ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan mun vonandi ná vopnum sínum á þessu ári. Sjálfstæðisfólk í Múlaþingi telur þá atvinnugrein vera okkar helstu von til að ná á skömmum tíma tekjuaukningu hjá sveitarfélaginu sjálfu og fyrirtækjum og íbúum þess. Auðlindir okkar á þessu sviði eru nánast ótakmarkaðar. Djúpivogur, Seyðisfjörður og Borgarfjörður eystri hafa öll sín einkenni og eru hver um sig ofboðslega dýrmæt vörumerki, sem endurspeglar menningu og náttúru hvers staðar um sig. Á Fljótsdalshéraði þarf að tryggja fjármagn til að klára Silfurhringinn (þar sannast hið forkveðna; Gott silfur er gulli betra) einkum með vegalagningu frá Brú á Jökuldal að Kárahnjúkastíflu. Það þarf að hefja undirbúning áætlanagerðar til að tryggja stýringu og vernd þeirra gullmola sem bíða þess að verða uppgötvaðir af heimsbyggðinni líkt og Stuðlagil, með bættu aðgengi. Má hér nefna Laugarvalladal og Hafrahvammagljúfur, Þerribjarg og Stórurð svo einhver dæmi séu nefnd. 5. Stöndum vörð um ríkisstofnanir og störf. Heimsfaraldurinn hefur opnað augu landsmanna fyrir breyttri búsetu og það er nauðsynlegt að tryggja að hugarfarsbreytingin fjari ekki út í viðjum vanans þegar daglegt líf er komið í eldra horf. Við eigum ekki að sætta okkur við að starfsemi, sem beinlínis á betur heima hér eða ætti a.m.k. að vera hér í eðlilegu hlutfalli, sé engu að síður sett niður nærri höfuðstöðvum ríkisvaldsins. Skýrt dæmi er höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðar. Þar var samfélögum sem áttu hagsmuna að gæta att saman og niðurstaðan varð sú að staðsetja þær í Reykjavík. Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú tilkynnt að hann skilji ekki af hverju þær séu í Garðabæ og að hann ætli að flytja þær til Hafnar í Hornafirði. Nýr háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir stuttu að allir landsmenn geti sótt um starf í hinu nýja ráðuneyti og starfsstöð þeirra gæti verið þar sem þau byggju. Þegar augun opnast og þetta er sagt, þá er þetta augljóst. En það þurfti sjálfstæðisfólk til að koma þessu í framkvæmd. Nú hefur matvælaráðherra boðað að hún hyggist nýta tækifærið þegar ráða þurfti nýjan skógræktarstjóra og sameina Skógræktina við Landgræðsluna. Skógræktin er þekkingarstofnun sem spilar mikilvægt hlutverk í uppbyggingu á starfsemi sem fær sífellt aukið vægi, þ.e. binding kolefnis. Við Sjálfstæðisfólk munum berjast fyrir því að þá aðeins verði af sameiningu að tryggt sé, að sú miðstöð þekkingar sem Skógræktin er í dag í samfélagi okkar verði ekki gerð veikburða, heldur styrkt enn frekar. Þar blasir við, að höfuðstöðvar sameinaðrar stofnunar, eigi að sameina þær, skuli vera á Egilsstöðum. Upp um deild! Kæri kjósandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í vel heppnaðri sameiningu undir merkjum Múlaþings. Við höfum á fyrsta kjörtímabili sveitarfélagsins farið með forystu í sveitarstjórn og tveimur af þremur fastanefndum sveitarfélagsins, í byggðaráði og fjölskylduráði. Við höfum einnig farið með formennsku í ungmennaráði sem hefur verið einstaklega öflugt á þessum tíma. Að baki okkur stendur hópur fólks, sem tryggir að við erum ein öflug heild. Það er spretthlaup að fara í kosningabaráttu. En það er langhlaup, sem krefst samheldni, hópavinnu og úthalds, að vera leiðandi afl í heilt kjörtímabil. Öflugt íþóttafólk í Múlaþingi hefur verið að stíga upp um deildir og að þeirri fyrirmynd ætlum við í krafti okkar að stíga einnig upp um deild. Förum með Múlaþing upp um deild. Í krafti heildarinnar. Höfundar eru: Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Ívar Karl Hafliðason, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Guðný Lára Guðrúnardóttir, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Ólafur Áki Ragnarsson, skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Einar Freyr Guðmundsson, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Á vel heppnuðum sameiginlegum framboðsfundi allra framboða sem bjóða fram í Múlaþingi var töluverður samhljómur um að rangt væri gefið þegar kæmi að verkaskiptingu og skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga. Allir sögðu, við þurfum að sækja á ríkissjóð. Það er auðvelt að tala um slíkan ójöfnuð en við þurfum aðgerðir. Við Sjálfstæðisfólk ætlum ekki að láta sitja við orðin tóm. Að mörgu er að hyggja í þessum efnum, en með grein þessari viljum við nefna nokkur atriði sem a.m.k. sum hver hafa ekki fengið mikla athygli í kosningabaráttunni, en skipta okkur máli. Atriði sem e.t.v. eru ekki meðal lögbundinna verkefna sveitarfélaga, en skipta okkur íbúa öllu máli til að njóta jöfnuðar á við aðra landsmenn. 1. Við gerum kröfu um breytingu á kjördæmaskipan. Núverandi kjördæmaskipan er kæfandi fyrir Austurland. Við ætlum að berjast fyrir því, að Austurland verði aftur gert að einu kjördæmi. Flugvallamálin eru þar skýrasta dæmið. Ef eingöngu væri litið til faglegra aðstæðna, þá hefði Egilsstaðaflugvöllur notið þess. Staðreyndir tala sínu máli. Það er ekki kostur að okkar mati að gera landið að einu kjördæmi. Slíkt þýðir fullkomið flokksræði. Breytt kjördæmaskipan er mikilvægur hluti í því að tryggja að tillit sé tekið til okkar hagsmuna og myndi að okkar mati auðvelda okkur, sama hvar í flokki erum, að ná árangri í þágu nærsamfélaga okkar. Austurland á stuðning í máli þessu í forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur formaður hans oftar en einu sinni vikið að því að hann skilji ekkert í því að Austfirðingar hafi sætt sig við þá breytingu sem varð um aldamótin. 2. Við krefjumst hlutdeildar nærsamfélaganna í auðlindanýtingu svæðisins. Sveitarstjórnarfólk á Austurlandi er sammála um ósanngirni þess að ríkið taki við greiðslum frá fyrirtækjum sem nýta auðlindir fjarðanna í fiskeldi og geri sveitarfélögunum að sækja um styrki til innviðauppbyggingar til nefndar sem ríkið skipar til að halda utan um þessar greiðslur. Enn stærra hagsmunamál er að Austurland njóti sanngjarnrar rentu af þeirri orku sem framleidd er á svæðinu, líkt og er staðan í Noregi, þar sem 11% af framlegð (mismuni á framleiðslukostnaði og söluverði) rennur til nærsamfélaganna. Hér teljum við Austurland vera nærsamfélagið! Snemma á síðustu öld voru lög sett sem áttu einmitt að tryggja slíka auðlindarentu til nærsamfélagsins, byggt á vinnu Fossanefndarinnar sem skilaði af sér tillögum 1919. Raforkuframleiðsla fór hins vegar ekki á flug fyrr en áratugum síðar, og þá virtist þessi hugsun hafa gleymst. Nú er einstakt tækifæri til að koma þessari hugsun í framkvæmd í tengslum við uppbyggingu vindorkuvera. Við munum leggja til við önnur sveitarfélög landsins að nýta stöðu sína og krefjast úrbóta í þessa veru. Við höfum ástæðu til að ætla að nú verði hlustað. Í það minnsta hefur nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra talað í þessa veru og við ætlum okkur að vera í forystu meðal sveitarfélaga að halda þessu máli á dagskrá þar til eitthvað gerist. Hér reynir á samtaka mátt sveitarfélaga, sérstaklega þeirra sem eru landmikil, og ef við komumst til áhrifa, þá verður Múlaþing leiðandi afl í þessari vegferð. 3. Fjármagn/tekjustofnar verða að fylgja verkefnum. Það er mikill vilji að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Af hverju? Jú vegna þess að þjónustan er yfirleitt betri, þegar hún er veitt af nærsamfélaginu. En í alltof mörgum tilvikum sitjum við uppi með það að nauðsynlegt fjármagn fylgir ekki, eða að aukið fjármagn fylgir ekki þegar auknar kröfur eru gerðar. Dæmi þess sjáum við nú í nýútkominni skýrslu Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Hagsmunasamtök hafa lýst yfir ánægju sinni með lögin, en telja framkvæmd þeirra ábótavant. Í skýrslunni kemur fram að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins í þjónustu við fatlað fólk var neikvæð upp á 3 milljarða árið 2018, 5,7 milljarðar árið 2019 og 9 milljarða árið 2020. Gjöld hafa aukist um 35,1% á þessu tímabili en tekjurnar um 12,9%. Samband sveitarfélaga vinnur að þessu tiltekna máli, eins og auðvitað mörgum öðrum mikilvægum hagsmunamálum sveitarfélaga. Stundum, kæru sveitungar, stundum er hefðbundin hagsmunagæsla ekki nóg. Stundum þarf að koma einstökum verkefnum framar á framkvæmdalistann. Við viljum berjast fyrir eflingu sveitarstjórnarstigsins. Slík efling felst ekki eingöngu í því að taka að sér fleiri verkefni. Verkefnum verða að fylgja tekjur. 4. Ferðaþjónustan. Ferðaþjónustan mun vonandi ná vopnum sínum á þessu ári. Sjálfstæðisfólk í Múlaþingi telur þá atvinnugrein vera okkar helstu von til að ná á skömmum tíma tekjuaukningu hjá sveitarfélaginu sjálfu og fyrirtækjum og íbúum þess. Auðlindir okkar á þessu sviði eru nánast ótakmarkaðar. Djúpivogur, Seyðisfjörður og Borgarfjörður eystri hafa öll sín einkenni og eru hver um sig ofboðslega dýrmæt vörumerki, sem endurspeglar menningu og náttúru hvers staðar um sig. Á Fljótsdalshéraði þarf að tryggja fjármagn til að klára Silfurhringinn (þar sannast hið forkveðna; Gott silfur er gulli betra) einkum með vegalagningu frá Brú á Jökuldal að Kárahnjúkastíflu. Það þarf að hefja undirbúning áætlanagerðar til að tryggja stýringu og vernd þeirra gullmola sem bíða þess að verða uppgötvaðir af heimsbyggðinni líkt og Stuðlagil, með bættu aðgengi. Má hér nefna Laugarvalladal og Hafrahvammagljúfur, Þerribjarg og Stórurð svo einhver dæmi séu nefnd. 5. Stöndum vörð um ríkisstofnanir og störf. Heimsfaraldurinn hefur opnað augu landsmanna fyrir breyttri búsetu og það er nauðsynlegt að tryggja að hugarfarsbreytingin fjari ekki út í viðjum vanans þegar daglegt líf er komið í eldra horf. Við eigum ekki að sætta okkur við að starfsemi, sem beinlínis á betur heima hér eða ætti a.m.k. að vera hér í eðlilegu hlutfalli, sé engu að síður sett niður nærri höfuðstöðvum ríkisvaldsins. Skýrt dæmi er höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðar. Þar var samfélögum sem áttu hagsmuna að gæta att saman og niðurstaðan varð sú að staðsetja þær í Reykjavík. Nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú tilkynnt að hann skilji ekki af hverju þær séu í Garðabæ og að hann ætli að flytja þær til Hafnar í Hornafirði. Nýr háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrir stuttu að allir landsmenn geti sótt um starf í hinu nýja ráðuneyti og starfsstöð þeirra gæti verið þar sem þau byggju. Þegar augun opnast og þetta er sagt, þá er þetta augljóst. En það þurfti sjálfstæðisfólk til að koma þessu í framkvæmd. Nú hefur matvælaráðherra boðað að hún hyggist nýta tækifærið þegar ráða þurfti nýjan skógræktarstjóra og sameina Skógræktina við Landgræðsluna. Skógræktin er þekkingarstofnun sem spilar mikilvægt hlutverk í uppbyggingu á starfsemi sem fær sífellt aukið vægi, þ.e. binding kolefnis. Við Sjálfstæðisfólk munum berjast fyrir því að þá aðeins verði af sameiningu að tryggt sé, að sú miðstöð þekkingar sem Skógræktin er í dag í samfélagi okkar verði ekki gerð veikburða, heldur styrkt enn frekar. Þar blasir við, að höfuðstöðvar sameinaðrar stofnunar, eigi að sameina þær, skuli vera á Egilsstöðum. Upp um deild! Kæri kjósandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í vel heppnaðri sameiningu undir merkjum Múlaþings. Við höfum á fyrsta kjörtímabili sveitarfélagsins farið með forystu í sveitarstjórn og tveimur af þremur fastanefndum sveitarfélagsins, í byggðaráði og fjölskylduráði. Við höfum einnig farið með formennsku í ungmennaráði sem hefur verið einstaklega öflugt á þessum tíma. Að baki okkur stendur hópur fólks, sem tryggir að við erum ein öflug heild. Það er spretthlaup að fara í kosningabaráttu. En það er langhlaup, sem krefst samheldni, hópavinnu og úthalds, að vera leiðandi afl í heilt kjörtímabil. Öflugt íþóttafólk í Múlaþingi hefur verið að stíga upp um deildir og að þeirri fyrirmynd ætlum við í krafti okkar að stíga einnig upp um deild. Förum með Múlaþing upp um deild. Í krafti heildarinnar. Höfundar eru: Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Ívar Karl Hafliðason, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Guðný Lára Guðrúnardóttir, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Ólafur Áki Ragnarsson, skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi Einar Freyr Guðmundsson, skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun