Áfram farsæld með forystu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Kristinn Andersen skrifar 9. maí 2022 07:30 Á næstu vikum kjósa íbúar Hafnarfjarðar hverjum verði treyst til að stjórna bænum til næstu fjögurra ára. Undanfarin ár hafa fleiri Hafnfirðingar valið fulltrúa sína úr hópi sjálfstæðismanna en nokkurs annars framboðs í bænum. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna hefur bærinn tekið stakkaskiptum svo um munar. Mikilvægt skref undir forystu okkar var að taka á fjármálum bæjarins, sem áður hafði misst fjárhagslegt forræði sitt til eftirlitsnefndar ríkisins eftir áralanga skuldasöfnun. Þeir tímar eru að baki og til þeirra viljum við ekki hverfa aftur. Árangur okkar Þau undanfarin ár sem við sjálfstæðismenn höfum farið fyrir meirihluta í bæjarstjórn höfum við staðið að umbótum og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum svo eftir hefur verið tekið. Við höfum lagt grunninn að nýju vaxtarskeiði Hafnarfjarðar og skipulagt land undir ný hverfi bæjarins ásamt vexti í eldri hverfum, en um þessar mundir eru yfir 1000 íbúðir í byggingu í bænum. Með skynsamlegri ráðstöfun fjármuna kemur Hafnarfjörður undan heimsfaraldri með því að halda uppi framkvæmdum af fullum krafti, uppbyggingu í öldrunarmálum og íþróttamannvirkjum og viðhaldi á eignum og umhverfi bæjarins. Jafnframt höfum við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði ötullega stutt og unnið að verkefnum til mannræktar og menningar. Nefna má stuðning við fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi, ekki aðeins ungmenna heldur einnig fyrir aðra aldurshópa og eldri borgara, þar sem Hafnarfjörður er í fararbroddi sveitarfélaga á landinu. Endurgerður St. Jósefsspítali hefur fengið nýtt hlutverk með fjölda einkaaðila og samtaka sem vinna að lífsgæðum fólks og Bæjarbíó hefur öðlast nýtt líf sem vinsælt menningarhús í hjarta bæjarins. Atkvæði greidd öðrum gagnast ekki Á sama tíma og Hafnarfjörður vex og dafnar hefur tekist að lækka hlutfall skulda af tekjum bæjarins, álagningarprósenta fasteignaskatta hefur verið lækkuð og álagning útsvars er ekki lengur í hámarki eins og þekkist annars staðar. Grunnstefna okkar um lægri álögur og árangur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum skilur okkur frá öðrum framboðum í bænum og gefur okkur skýra sérstöðu. Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður valið milli þess að halda áfram þeim vexti og velsæld sem við sjálfstæðismenn höfum skilað í verkum okkar, eða að velja áherslur annarra. Eingöngu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði tryggja áframhaldandi vinnu okkar að farsæld fyrir Hafnarfjörð, atkvæði greidd öðrum gagnast þar ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu vikum kjósa íbúar Hafnarfjarðar hverjum verði treyst til að stjórna bænum til næstu fjögurra ára. Undanfarin ár hafa fleiri Hafnfirðingar valið fulltrúa sína úr hópi sjálfstæðismanna en nokkurs annars framboðs í bænum. Undir meirihlutastjórn sjálfstæðismanna hefur bærinn tekið stakkaskiptum svo um munar. Mikilvægt skref undir forystu okkar var að taka á fjármálum bæjarins, sem áður hafði misst fjárhagslegt forræði sitt til eftirlitsnefndar ríkisins eftir áralanga skuldasöfnun. Þeir tímar eru að baki og til þeirra viljum við ekki hverfa aftur. Árangur okkar Þau undanfarin ár sem við sjálfstæðismenn höfum farið fyrir meirihluta í bæjarstjórn höfum við staðið að umbótum og uppbyggingu á fjölmörgum sviðum svo eftir hefur verið tekið. Við höfum lagt grunninn að nýju vaxtarskeiði Hafnarfjarðar og skipulagt land undir ný hverfi bæjarins ásamt vexti í eldri hverfum, en um þessar mundir eru yfir 1000 íbúðir í byggingu í bænum. Með skynsamlegri ráðstöfun fjármuna kemur Hafnarfjörður undan heimsfaraldri með því að halda uppi framkvæmdum af fullum krafti, uppbyggingu í öldrunarmálum og íþróttamannvirkjum og viðhaldi á eignum og umhverfi bæjarins. Jafnframt höfum við sjálfstæðismenn í Hafnarfirði ötullega stutt og unnið að verkefnum til mannræktar og menningar. Nefna má stuðning við fjölbreytta íþrótta- og tómstundastarfsemi, ekki aðeins ungmenna heldur einnig fyrir aðra aldurshópa og eldri borgara, þar sem Hafnarfjörður er í fararbroddi sveitarfélaga á landinu. Endurgerður St. Jósefsspítali hefur fengið nýtt hlutverk með fjölda einkaaðila og samtaka sem vinna að lífsgæðum fólks og Bæjarbíó hefur öðlast nýtt líf sem vinsælt menningarhús í hjarta bæjarins. Atkvæði greidd öðrum gagnast ekki Á sama tíma og Hafnarfjörður vex og dafnar hefur tekist að lækka hlutfall skulda af tekjum bæjarins, álagningarprósenta fasteignaskatta hefur verið lækkuð og álagning útsvars er ekki lengur í hámarki eins og þekkist annars staðar. Grunnstefna okkar um lægri álögur og árangur Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum skilur okkur frá öðrum framboðum í bænum og gefur okkur skýra sérstöðu. Í komandi bæjarstjórnarkosningum verður valið milli þess að halda áfram þeim vexti og velsæld sem við sjálfstæðismenn höfum skilað í verkum okkar, eða að velja áherslur annarra. Eingöngu atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði tryggja áframhaldandi vinnu okkar að farsæld fyrir Hafnarfjörð, atkvæði greidd öðrum gagnast þar ekki. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun