Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 19:55 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, er harðorður í garð stjórnvalda sem ekki hafa samið við flugmenn í tvö og hálft ár. Vöktum hjá Landhelgisgæslunni er ábótavant og erfitt að manna þær, sem þarf ekki að koma á óvart að sögn Jóns Þórs. Vísir/Vilhelm „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. „Þetta er óásættanlegt. Auðvitað þurfa menn að vera með kjarasamning og geta unnið eftir honum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Bara 20 mílur ef ein vakt er að störfum Ef eitthvað gerist um borð í skipi sem er lengra en 20 sjómílur frá landi sem kallar á aðstoð þyrlu, má senda þyrluna af stað til hjálpar - að því gefnu að heil vakt sé til taks í landi á meðan. Ef engin aukavakt er tilbúin má þyrlan ekki fara lengra en 20 sjómílur samkvæmt reglum. Í dag var til dæmis bara ein vakt til taks. Á hafi úti voru þó vel á þriðja tug stærri togara, langt utan við tuttugu sjómílna mörkin, að minnsta kosti fimmtán manna áhöfn um borð í hverjum og einum. Það eru um 400-500 manns. Ef eitthvað hefði komið fyrir hefði Landhelgisgæslan þurft að kalla út fullmannaða aukavakt í landi áður en hægt væri að fljúga út fyrir 20 mílna mörkin. Og að kalla svona vakt út er samkvæmt upplýsingum fréttastofu að verða sífellt erfiðara. Af hverju? Ófullnægjandi kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar bæta alla vega ekki úr skák - þeir hafa verið samningslausir í á þriðja ár. „Eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys“ Samningar stranda þó ekki á dómsmálaráðuneytinu eða Landhelgisgæslunni sjálfri, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við erum bara því niður ekki að ná nógu góðri áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu sem er með samningsumboðið. Og það er eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys eða eitthvað alvarlegt að koma upp á til að menn vakni og átti sig á að það er kannski best að hlusta á fólkið sem starfar í framlínunni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir ekki koma á óvart að sífellt erfiðara sé að manna þessar nauðsynlegu vaktir. „Það sem kemur mér á óvart er að það sé ekki búið að verða neyðarástand þar sem hefur bara vantað mann á vakt og það hefur bara ekki verið hægt að manna vaktina. Það sem kemur mér á óvart er ótrúlegt langlundargerð starfsfólks Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Þór. 35% af tímanum er aðeins ein vakt til staðar og þá er nauðsynlegt að kalla út aðra áður en haldið er af stað. Á þeim tímum er það mat margra að öryggi sé einfaldlega ekki fullnægjandi, þótt hingað til hafi náðst að manna skyndilegu aukavaktirnar. „Vissulega eru stórir atvinnuvegir eins og sjávarútvegurinn sem reiðir sig mjög á þessa þjónustu og bara því miður, hún er ekki fyrir hendi. Ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Jón Þór. Landhelgisgæslan Reykjavík Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Þetta er óásættanlegt. Auðvitað þurfa menn að vera með kjarasamning og geta unnið eftir honum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Bara 20 mílur ef ein vakt er að störfum Ef eitthvað gerist um borð í skipi sem er lengra en 20 sjómílur frá landi sem kallar á aðstoð þyrlu, má senda þyrluna af stað til hjálpar - að því gefnu að heil vakt sé til taks í landi á meðan. Ef engin aukavakt er tilbúin má þyrlan ekki fara lengra en 20 sjómílur samkvæmt reglum. Í dag var til dæmis bara ein vakt til taks. Á hafi úti voru þó vel á þriðja tug stærri togara, langt utan við tuttugu sjómílna mörkin, að minnsta kosti fimmtán manna áhöfn um borð í hverjum og einum. Það eru um 400-500 manns. Ef eitthvað hefði komið fyrir hefði Landhelgisgæslan þurft að kalla út fullmannaða aukavakt í landi áður en hægt væri að fljúga út fyrir 20 mílna mörkin. Og að kalla svona vakt út er samkvæmt upplýsingum fréttastofu að verða sífellt erfiðara. Af hverju? Ófullnægjandi kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar bæta alla vega ekki úr skák - þeir hafa verið samningslausir í á þriðja ár. „Eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys“ Samningar stranda þó ekki á dómsmálaráðuneytinu eða Landhelgisgæslunni sjálfri, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. „Við erum bara því niður ekki að ná nógu góðri áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu sem er með samningsumboðið. Og það er eins og það þurfi alltaf að verða eitthvert stórslys eða eitthvað alvarlegt að koma upp á til að menn vakni og átti sig á að það er kannski best að hlusta á fólkið sem starfar í framlínunni,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir ekki koma á óvart að sífellt erfiðara sé að manna þessar nauðsynlegu vaktir. „Það sem kemur mér á óvart er að það sé ekki búið að verða neyðarástand þar sem hefur bara vantað mann á vakt og það hefur bara ekki verið hægt að manna vaktina. Það sem kemur mér á óvart er ótrúlegt langlundargerð starfsfólks Landhelgisgæslunnar,“ segir Jón Þór. 35% af tímanum er aðeins ein vakt til staðar og þá er nauðsynlegt að kalla út aðra áður en haldið er af stað. Á þeim tímum er það mat margra að öryggi sé einfaldlega ekki fullnægjandi, þótt hingað til hafi náðst að manna skyndilegu aukavaktirnar. „Vissulega eru stórir atvinnuvegir eins og sjávarútvegurinn sem reiðir sig mjög á þessa þjónustu og bara því miður, hún er ekki fyrir hendi. Ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Jón Þór.
Landhelgisgæslan Reykjavík Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. 19. apríl 2022 10:47