KR aðeins unnið fimm af síðustu tuttugu heimaleikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 11:35 Það hefur lítið gengið hjá KR á leiktíðinni. Liðið er aðeins með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Vísir/Vilhelm Leik KR og KA í Bestu deild karla í fótbolta lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að KR-ingar hafa aðeins unnið fimm af síðustu 20 heimaleikjum sínum í efstu deild. Sex leikjum hefur lyktað með jafntefli og níu hafa tapast. Segja má að heimavöllurinn hafi ekki verið gjöfull KR-ingum undanfarin misseri og það vandamál virðist ætla að halda áfram í sumar. Liðið hóf sumarið á Meistaravöllum með 0-1 tapi gegn Breiðabliki þar sem mörg góð færi fóru forgörðum. Þó KR hafi svo verið manni fleiri lungann úr leiknum gegn KA tókst liðinu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að vinna leikinn. Raunar skoraði KR gegn KA en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Erfitt er að sjá af hverju markið var dæmt af en það þýðir lítið að rífast við dómarann. Þegar tveimur leikjum er lokið á Meistaravöllum er KR með eitt stig og ekkert mark skorað. Árangur síðasta árs var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið vann aðeins fjóra af 11 heimaleikum sínum í deildinni. Þá skoraði liðið aðeins 18 mörk á heimavelli. Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur Í síðustu 13 heimaleikjum sínum í efstu deild hefur KR því unnið fjóra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm. Ef síðustu 20 heimaleiki liðsins eru skoðaðir þá er staðan enn verri. Sumarið 2020 - þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins - vann KR aðeins einn af sjö síðustu heimaleikjum sínum í deildinni. Tveir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. KR-ingm tókst þó að skora að meðaltali tvö mörk í leik í þessum sjö leikjum en átta af þeim mörkum komu gegn ÍA og Val. Að sama skapi lak liðið inn 15 mörkum í leikjunum sjö. Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir KR tókst þrátt fyrir allt að enda í 3. sæti síðasta sumar en það er ljóst að ef fylla á stúkuna á Meistaravöllum oftar en einu sinni í sumar þá þurfa úrslitin að fara falla með heimaliðin. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Segja má að heimavöllurinn hafi ekki verið gjöfull KR-ingum undanfarin misseri og það vandamál virðist ætla að halda áfram í sumar. Liðið hóf sumarið á Meistaravöllum með 0-1 tapi gegn Breiðabliki þar sem mörg góð færi fóru forgörðum. Þó KR hafi svo verið manni fleiri lungann úr leiknum gegn KA tókst liðinu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að vinna leikinn. Raunar skoraði KR gegn KA en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Erfitt er að sjá af hverju markið var dæmt af en það þýðir lítið að rífast við dómarann. Þegar tveimur leikjum er lokið á Meistaravöllum er KR með eitt stig og ekkert mark skorað. Árangur síðasta árs var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið vann aðeins fjóra af 11 heimaleikum sínum í deildinni. Þá skoraði liðið aðeins 18 mörk á heimavelli. Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur Í síðustu 13 heimaleikjum sínum í efstu deild hefur KR því unnið fjóra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm. Ef síðustu 20 heimaleiki liðsins eru skoðaðir þá er staðan enn verri. Sumarið 2020 - þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins - vann KR aðeins einn af sjö síðustu heimaleikjum sínum í deildinni. Tveir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. KR-ingm tókst þó að skora að meðaltali tvö mörk í leik í þessum sjö leikjum en átta af þeim mörkum komu gegn ÍA og Val. Að sama skapi lak liðið inn 15 mörkum í leikjunum sjö. Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir KR tókst þrátt fyrir allt að enda í 3. sæti síðasta sumar en það er ljóst að ef fylla á stúkuna á Meistaravöllum oftar en einu sinni í sumar þá þurfa úrslitin að fara falla með heimaliðin. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur
Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki