Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir yfirlýsingar um „þjóðarhöll“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 11:09 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir viljayfirlýsingar um að nú eigi að reisa þjóðarhöll og ráða niðurlögum verðbólgu. Slíkan innistæðulausan fagurgala megi rekja til þess að nú eru að koma kosningar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur eitt og annað við framgöngu ráðamanna að athuga nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Sigmundur Davíð segir stjórnmálaflokkana þá sem eru við völd keppast við að gefa út yfirlýsingar um hvað eina um þessar mundir. En út frá hans bæjardyrum séð er um að ræða innistæðulausan fagurgala. Og ljóst að nokkur aðstöðumunur er milli flokka hvað þetta varðar að gefa út loforð um hitt og þetta sem gæti kallað fram gott veður hjá kjósendum. „Allt í einu birtist viljayfirlýsing um „þjóðarhöll”. Líklega vita flestir, í ljósi reynslunnar, að slík yfirlýsing hefur litla þýðingu. Enda ríkisstjórnin NÝBÚIN að samþykkja 5 ára fjármálaáætlun þar sem hvergi er minnst á þjóðarhöll,“ segir Sigmundur Davíð í stuttum pistli á Facebook-síðu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í vikunni. Sigmundur Davíð telur þar vera um að ræða orðin tóm. Hann bendir á að samdægurs hafi svo verið tilkynnt af hálfu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að takast á við verðbólguna – sem passi því það eru að koma kosningar: „Gallinn er bara sá að engin „aðgerðanna” dregur úr verðbólgu. -Þvert á móti. Það er eðlilegt að láta bætur fylgja verðlagsþróun en það dregur ekki úr verðbólgu.“ Sigmundur Davíð segi leiðina til að draga úr verðbólgu sé að lækka álögur svo sem gríðarhá gjöld á eldsneyti og önnur aðföng: „Í staðinn rukkar ríkið meira en nokkru sinni fyrr, leggur á ný refsigjöld og eykur þannig verðbólgu og hækkar lánin,“ segir Sigmundur Davíð.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Reykjavík Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Undirrita viljayfirlýsingu um nýja Þjóðarhöll í Laugardalnum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag. 6. maí 2022 08:16
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52