Pappatré í Paradís Sóley Kaldal skrifar 7. maí 2022 08:15 Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun