Ölgerðin hagnaðist um 1,7 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 17:31 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerð Egils Skallagrímssonar hagnaðist um 1,7 milljarða króna eftir skatta á seinasta fjárhagsári samanborið við 728 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst sömuleiðis úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða króna milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins. Að sögn stjórnenda einkenndist árið stórum hluta af góðum vexti og miklum fjárfestingum í húsnæði og búnaði en fyrirtækið tók nýverið í gagnið nýja framleiðslulínu. Þetta kemur fram í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Á markað fyrir lok mánaðar Stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um það í september að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðallista Kauphallar Íslands og er stefnt að skráningu undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að skráningin muni styðja áframhaldandi vöxt félagsins. Fram kom í dag að samhliða skráningunni verði 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðinn til sölu, samkvæmt heimildum Innherja. Samkvæmt heimildum miðilsins er horft til þess að miðað við gengið sem verður ákvarðað í útboðinu þá muni fást á bilinu um sex til sjö milljarðar króna fyrir sölu á 25 til 30 prósenta hlut. Hlutafé Ölgerðarinnar yrði því verðmetið nálægt 25 milljörðum króna en heildarvirði félagsins – hlutafé að meðtöldum vaxtaberandi skuldum – væri hins vegar nokkuð yfir 30 milljarðar króna. Ný framleiðslulína fjórfaldað afkastagetu „Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári. Eins og áður er það starfsfólkið sem myndar grunninn að þessari velgengni ásamt gæðavörum fyrirtækisins sem Íslendingar þekkja og kunna að meta og nýjungum í vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Ný framleiðslulína sem hafi verið reist á einungis níu mánuðum hafi fjórfaldað afkastagetuna og gefi fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Andri bætir við að Ölgerðin hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem hafi styrkt stöðu fyrirtækisins. „Áfram verður lögð áhersla á að viðhalda þeim gæðum sem vörur okkar eru þekktar fyrir og öfluga vöruþróun,“ segir Andri. Ölgerðin gerir nú upp í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB. Kauphöllin Áfengi og tóbak Gosdrykkir Ölgerðin Tengdar fréttir Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst sömuleiðis úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða króna milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins. Að sögn stjórnenda einkenndist árið stórum hluta af góðum vexti og miklum fjárfestingum í húsnæði og búnaði en fyrirtækið tók nýverið í gagnið nýja framleiðslulínu. Þetta kemur fram í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Á markað fyrir lok mánaðar Stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um það í september að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðallista Kauphallar Íslands og er stefnt að skráningu undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að skráningin muni styðja áframhaldandi vöxt félagsins. Fram kom í dag að samhliða skráningunni verði 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðinn til sölu, samkvæmt heimildum Innherja. Samkvæmt heimildum miðilsins er horft til þess að miðað við gengið sem verður ákvarðað í útboðinu þá muni fást á bilinu um sex til sjö milljarðar króna fyrir sölu á 25 til 30 prósenta hlut. Hlutafé Ölgerðarinnar yrði því verðmetið nálægt 25 milljörðum króna en heildarvirði félagsins – hlutafé að meðtöldum vaxtaberandi skuldum – væri hins vegar nokkuð yfir 30 milljarðar króna. Ný framleiðslulína fjórfaldað afkastagetu „Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári. Eins og áður er það starfsfólkið sem myndar grunninn að þessari velgengni ásamt gæðavörum fyrirtækisins sem Íslendingar þekkja og kunna að meta og nýjungum í vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Ný framleiðslulína sem hafi verið reist á einungis níu mánuðum hafi fjórfaldað afkastagetuna og gefi fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Andri bætir við að Ölgerðin hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem hafi styrkt stöðu fyrirtækisins. „Áfram verður lögð áhersla á að viðhalda þeim gæðum sem vörur okkar eru þekktar fyrir og öfluga vöruþróun,“ segir Andri. Ölgerðin gerir nú upp í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB.
Kauphöllin Áfengi og tóbak Gosdrykkir Ölgerðin Tengdar fréttir Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31