Reisum minnismerkið í Kjalarnesi um brostin loforð Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. maí 2022 11:16 Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun