Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA/Þór 28-27 | Valur tók forystuna Hjörvar Ólafsson skrifar 6. maí 2022 19:30 Úr leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Valur náði forystunni í einvígi sínu við KA/Þór í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta með sigri í leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 28-27 Val í vil. KA/Þór hóf leikinn betur en um miðjan fyrri hálfleikinn náðu leikmenn Vals að herða tökin í varnarleik sínum og vörn heimakvenna efldist eftir því sem leið á leikinn. Andrea Gunnlaugsdóttir átti svo góða innkomu í mark Vals og var öflug á bakvið þétta vörn Valsliðsins. Þrátt fyrir að fara í sjö á sex fundu gestirnir fáar glufur á varnarmúr Vals. Valur fékk drjúgt framlag frá fleiri leikmönnum en KA/Þór sem treystu um of á framtak Rutar Arnfjarðar Jónsdóttur. „Sannkallaður liðssigur“ Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var sannkallaður liðssigur að mínu mati. Við náðum upp sterkri vörn og það voru margar að leggja í púkkinn bæði í vörn og sókn. Thea Imani og Mariam voru frábærar og Andrea og Morgan Marie áttu góða innkomu til að nefna einhverjar,“ sagði Lovísa Thompson sem skoraði sex mörk fyrir Val í leiknum. „Það var smá ruglingur í talningu í vörninni í upphafi leiks en eftir að við áttuðum okkur á því hvað við vorum að gera vitlaust náðum við upp sterkri vörn. Þá vorum við með mörg vopn í sókninni. Nú er bara að halda áfram og spila enn betur fyrir norðan,“ sagði hún enn fremur. „Þurfum við bara að leggjast yfir það hvað gekk illa“ Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Það var hik á okkur í sóknarleiknum og við sóttum allt of mikið inn á miðjuna. Eftir að hafa byrjað vel og spilað vel í fyrri hálfleik voru það nokkrir slæmir kaflar sem urðu okkur að falli,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. „Nú þurfum við bara að leggjast yfir það hvað gekk illa og sýna heilsteyptari frammistöðu þegar við mætum þeim fyrir norðan. Við getum byggt á því sem við gerðum vel í fyrri hálfleik og svö lögum við það sem þarf að laga,“ sagði hann enn fremur. Af hverju vann Valur? Það var sterkur varnarleikur Vals sem skilaði sér í auðveldum mörkum sem lagði grunninn að þessum sigri. Þá fengu Valsarar mörk úr fleiri áttum en KA/Þór Hverjar sköruðu fram úr? Thea Imani Sturludóttir átti frábæran leik en hún skoraði átta mörk og var einnig eitt af tannhjólunum í frábærri vörn Vals. Rut Arnfjörð Jónsdóttir bar af hjá KA/Þór Hvað gerist næst? Liðin leiða saman hesta sína í öðrum leiknum í rimmunni norðan heiða á mánudaginn kemur. Hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að komast í úrslitaeinvígið. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Valur
Valur náði forystunni í einvígi sínu við KA/Þór í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta með sigri í leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 28-27 Val í vil. KA/Þór hóf leikinn betur en um miðjan fyrri hálfleikinn náðu leikmenn Vals að herða tökin í varnarleik sínum og vörn heimakvenna efldist eftir því sem leið á leikinn. Andrea Gunnlaugsdóttir átti svo góða innkomu í mark Vals og var öflug á bakvið þétta vörn Valsliðsins. Þrátt fyrir að fara í sjö á sex fundu gestirnir fáar glufur á varnarmúr Vals. Valur fékk drjúgt framlag frá fleiri leikmönnum en KA/Þór sem treystu um of á framtak Rutar Arnfjarðar Jónsdóttur. „Sannkallaður liðssigur“ Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var sannkallaður liðssigur að mínu mati. Við náðum upp sterkri vörn og það voru margar að leggja í púkkinn bæði í vörn og sókn. Thea Imani og Mariam voru frábærar og Andrea og Morgan Marie áttu góða innkomu til að nefna einhverjar,“ sagði Lovísa Thompson sem skoraði sex mörk fyrir Val í leiknum. „Það var smá ruglingur í talningu í vörninni í upphafi leiks en eftir að við áttuðum okkur á því hvað við vorum að gera vitlaust náðum við upp sterkri vörn. Þá vorum við með mörg vopn í sókninni. Nú er bara að halda áfram og spila enn betur fyrir norðan,“ sagði hún enn fremur. „Þurfum við bara að leggjast yfir það hvað gekk illa“ Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Það var hik á okkur í sóknarleiknum og við sóttum allt of mikið inn á miðjuna. Eftir að hafa byrjað vel og spilað vel í fyrri hálfleik voru það nokkrir slæmir kaflar sem urðu okkur að falli,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. „Nú þurfum við bara að leggjast yfir það hvað gekk illa og sýna heilsteyptari frammistöðu þegar við mætum þeim fyrir norðan. Við getum byggt á því sem við gerðum vel í fyrri hálfleik og svö lögum við það sem þarf að laga,“ sagði hann enn fremur. Af hverju vann Valur? Það var sterkur varnarleikur Vals sem skilaði sér í auðveldum mörkum sem lagði grunninn að þessum sigri. Þá fengu Valsarar mörk úr fleiri áttum en KA/Þór Hverjar sköruðu fram úr? Thea Imani Sturludóttir átti frábæran leik en hún skoraði átta mörk og var einnig eitt af tannhjólunum í frábærri vörn Vals. Rut Arnfjörð Jónsdóttir bar af hjá KA/Þór Hvað gerist næst? Liðin leiða saman hesta sína í öðrum leiknum í rimmunni norðan heiða á mánudaginn kemur. Hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að komast í úrslitaeinvígið. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti