Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík? Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 6. maí 2022 09:45 Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Samfylkingin Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar