Gæti fjölgað á Akureyri um þúsund manns árlega næstu ár? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun