Merkilegur minnihluti Ingvar Arnarson skrifar 6. maí 2022 08:45 Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn og jafnvel þó við vissum að þær yrðu aldrei samþykktar, allavega ekki í okkar nafni. Sumar hafa jafnvel verið teknar upp af meirihlutanum og komið þannig til framkvæmda. Af tillögum og málum okkar á þessu kjörtímabili, má nefna hækkun hvatapeninga, syskina- og fjölgreinaafslátt, tekjutenging gjalda, sundkort fyrir ungmenni, ávaxta- og grænmetisstund í skólum, Janusarverkefnið fyrir eldri borgara, áætlun um uppbyggingu leikskóla, sérsöfnun á lífrænum úrgangi, útboð á endurskoðun ársreikninga og ungmennahús. Þá höfum við lagt fram fjölmargar bókanir ásamt því að leggja fram fyrirspurnir varðandi mál sem okkur finnst þurfa að bæta úr t.d. útboð á gámaleikskólum, kærumál vegna knatthúsins og útboð á vinnu iðnaðarmanna fyrir bæinn. Í störfum nefnda hefur okkar fólk verið duglegt að halda uppi málefnlegri umræðu, því það er mikilvægt að ræða vel málin frá öllum hliðum og sér í lagi þegar unnið er að stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Ánægjulegt hefur verið að sjá mikla fjölgun íbúa í Garðabæ á kjörtímabilinu, en frá árinu 2017 hefur fjölgað um 2800 íbúa. Við höfum þó áhyggjur af nokkrum þáttum. Aukin verðbólga er áhyggjuefni, sérstaklega þar sem að verðtryggðar skuldir bæjarsjóðs hafa aukist töluvert á kjörtímabilinu. Lántaka á síðustu tveimur árum er samtals 6,5 milljarðar kr. Skuldir á hvern íbúa hafa þ.a.l. aukist mjög mikið. Árið 2017 voru þær 751 þúsund kr. en eru í dag orðnar 1224 þúsund kr. á hvern íbúa. Við þurfum að fara varlega þegar að kemur að lántöku en að sama skapi auka við þjónustu til íbúa. Að lokum vil ég nefna, að það sem gerir þennan minnihluta merkilegan er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Við í Garðabæjarlistanum er virkilega stolt af okkar þátttöku í stjórnun Garðabæjar, við höfum lært margt síðustu ár og vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G, Höfundur er í öðru sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Arnarson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn og jafnvel þó við vissum að þær yrðu aldrei samþykktar, allavega ekki í okkar nafni. Sumar hafa jafnvel verið teknar upp af meirihlutanum og komið þannig til framkvæmda. Af tillögum og málum okkar á þessu kjörtímabili, má nefna hækkun hvatapeninga, syskina- og fjölgreinaafslátt, tekjutenging gjalda, sundkort fyrir ungmenni, ávaxta- og grænmetisstund í skólum, Janusarverkefnið fyrir eldri borgara, áætlun um uppbyggingu leikskóla, sérsöfnun á lífrænum úrgangi, útboð á endurskoðun ársreikninga og ungmennahús. Þá höfum við lagt fram fjölmargar bókanir ásamt því að leggja fram fyrirspurnir varðandi mál sem okkur finnst þurfa að bæta úr t.d. útboð á gámaleikskólum, kærumál vegna knatthúsins og útboð á vinnu iðnaðarmanna fyrir bæinn. Í störfum nefnda hefur okkar fólk verið duglegt að halda uppi málefnlegri umræðu, því það er mikilvægt að ræða vel málin frá öllum hliðum og sér í lagi þegar unnið er að stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Ánægjulegt hefur verið að sjá mikla fjölgun íbúa í Garðabæ á kjörtímabilinu, en frá árinu 2017 hefur fjölgað um 2800 íbúa. Við höfum þó áhyggjur af nokkrum þáttum. Aukin verðbólga er áhyggjuefni, sérstaklega þar sem að verðtryggðar skuldir bæjarsjóðs hafa aukist töluvert á kjörtímabilinu. Lántaka á síðustu tveimur árum er samtals 6,5 milljarðar kr. Skuldir á hvern íbúa hafa þ.a.l. aukist mjög mikið. Árið 2017 voru þær 751 þúsund kr. en eru í dag orðnar 1224 þúsund kr. á hvern íbúa. Við þurfum að fara varlega þegar að kemur að lántöku en að sama skapi auka við þjónustu til íbúa. Að lokum vil ég nefna, að það sem gerir þennan minnihluta merkilegan er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Við í Garðabæjarlistanum er virkilega stolt af okkar þátttöku í stjórnun Garðabæjar, við höfum lært margt síðustu ár og vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G, Höfundur er í öðru sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar