Fótbolti

Magnaður Mourin­ho þegar kemur að Evrópu­keppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
José Mourinho var í stuði.
José Mourinho var í stuði. Silvia Lore/Getty Images

José Mourinho er vissulega „sá sérstaki.“ Lærisveinar hans í Roma eru komnir í úrslit Sambandsdeildar Evrópu sem þýðir að José er eini þjálfari sögunnar til að koma fjórum mismunandi félögum í úrslitaleik Evrópukeppna.

Hinn 59 ára gamli Portúgali elskar Evrópukeppnir og þó lið hans í ár sé langt frá því að geta keppt um sigur í Meistaradeild Evrópu þá er Mourinho líklegur til að sætta sig við sigur í Sambandsdeildinni.

Roma er fjórða félagið sem hann kemur alla leið í úrslit í Evrópukeppni. Hann kom Porto í úrslit UEFA bikarsins – forvera Evrópudeildarinnar – vorið 2003 og endurtók leikinn svo ári síðar með Porto í Meistaradeild Evrópu. Í bæði skiptin stóð Porto uppi sem sigurvegari.

Hann kom Chelsea vissulega aldrei í úrslit Meistaradeildarinnar en honum tókst að vinna Meistaradeild Evrópu með Inter Milan vorið 2010. Fyrr það sama ár varð hann fyrsti þjálfari sögunnar til að koma þremur liðum í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Undir hans stjórn vann Manchester United Evrópudeildina árið 2017 og nú árið 2022 er hann mættur með Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Ef marka má úrslitaleiki Mourinho í Evrópu til þessa þá getur Eintracht Frankfurt allt eins sleppt því að spila leikinn.

Roma mætir Feyenoord í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu þann 25. maí í Albaníu. Verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Tammy skaut Roma í úrslit

Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×