Besti vinur mannsins eða vinalegur óvinur? Ásta Sigríður Guðjónsdóttir og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 5. maí 2022 12:01 Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum. Þrátt fyrir að hundurinn hafi fylgt okkur íslendingum allt frá því land byggðist upplifa hundaeigendur sig oft óvelkomna í samfélaginu með sínum besta vini. Fá svæði eru fyrir hunda til að ganga lausir, hundasvæði þar sem eigendur geta hist með hundana sína eru örfá, hundar eru ekki velkomnir nema á örfáa opinbera staði og alls ekki í fjölbýlishús nema með samþykki 2/3 íbúa. Að ónefndu ofnæmi fyrir hundum sem virðist hrjá allt of marga íslendinga og trónum við væntanlega á toppnum þar miðað við höfðatölu. Það er því ekki að undra að hundaeigendur upplifi sig sem annars flokks, á jaðrinum, í hæfilegri fjarlægð frá „hundalausum“ einstaklingum. Þjónustum eigendur og besta vin þeirra betur Í Reykjavík eru skráðir um 2.000 hundar en talið er að 9.000 hundar séu í borginni samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr. Garðabær hefur ekki farið í þá vinnu að greina þjónustu við gæludýr en ætla má að svipað hlutfall sé skráð hér í Garðabæ. Árið 2020 voru skráðir um 550 hundar í Garðabæ og miða við hlutfall í Reykjavík getum við áætlað að það hafi verið um 2.500 hundar í bænum árið 2020. Garðabær er því að fara á mis við á milli 14 og 28 milljónir á ári í skráningargjöld. Það þarf að skoða í hverju vandinn leynist þegar kemur að skráningu en það þarf klárlega að bæta þjónustuna til þess að auka skráningu. Það er sár vöntun á svæðum fyrir hunda og raddir hundaeigenda í Garðabæ um úrbætur ekki fengið hljómgrunn. Hundar þurfa að geta hlaupið frjálsir og leikið við aðra hunda.Það þarf að útbúa leiksvæði fyrir hunda til að fá frelsi, til að fá tækifæri til að umgangast aðra hunda og fyrir hundaeigendur til að koma saman. Svæði þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á námskeið í uppeldi og þjálfun. Þetta er ekkert nýtt á nálinni þar sem slík svæði þekkjast vel í í öðrum löndum og nýtast vel. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum koma til móts við hundaeigendur og skapa umhverfi í Garðabæ þar sem besti vinur mannsins er velkominn en ekki vinalegur óvinur. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hundar Gæludýr Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum. Þrátt fyrir að hundurinn hafi fylgt okkur íslendingum allt frá því land byggðist upplifa hundaeigendur sig oft óvelkomna í samfélaginu með sínum besta vini. Fá svæði eru fyrir hunda til að ganga lausir, hundasvæði þar sem eigendur geta hist með hundana sína eru örfá, hundar eru ekki velkomnir nema á örfáa opinbera staði og alls ekki í fjölbýlishús nema með samþykki 2/3 íbúa. Að ónefndu ofnæmi fyrir hundum sem virðist hrjá allt of marga íslendinga og trónum við væntanlega á toppnum þar miðað við höfðatölu. Það er því ekki að undra að hundaeigendur upplifi sig sem annars flokks, á jaðrinum, í hæfilegri fjarlægð frá „hundalausum“ einstaklingum. Þjónustum eigendur og besta vin þeirra betur Í Reykjavík eru skráðir um 2.000 hundar en talið er að 9.000 hundar séu í borginni samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr. Garðabær hefur ekki farið í þá vinnu að greina þjónustu við gæludýr en ætla má að svipað hlutfall sé skráð hér í Garðabæ. Árið 2020 voru skráðir um 550 hundar í Garðabæ og miða við hlutfall í Reykjavík getum við áætlað að það hafi verið um 2.500 hundar í bænum árið 2020. Garðabær er því að fara á mis við á milli 14 og 28 milljónir á ári í skráningargjöld. Það þarf að skoða í hverju vandinn leynist þegar kemur að skráningu en það þarf klárlega að bæta þjónustuna til þess að auka skráningu. Það er sár vöntun á svæðum fyrir hunda og raddir hundaeigenda í Garðabæ um úrbætur ekki fengið hljómgrunn. Hundar þurfa að geta hlaupið frjálsir og leikið við aðra hunda.Það þarf að útbúa leiksvæði fyrir hunda til að fá frelsi, til að fá tækifæri til að umgangast aðra hunda og fyrir hundaeigendur til að koma saman. Svæði þar sem einnig væri hægt að bjóða upp á námskeið í uppeldi og þjálfun. Þetta er ekkert nýtt á nálinni þar sem slík svæði þekkjast vel í í öðrum löndum og nýtast vel. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum koma til móts við hundaeigendur og skapa umhverfi í Garðabæ þar sem besti vinur mannsins er velkominn en ekki vinalegur óvinur. Rakel Steinberg Sölvadóttir, frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.Ásta Sigríður Guðjónsdóttir, verkefnastjóri stafrænna miðla og skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar