Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 19:51 Leikskólagjöld hækkuðu hjá sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Vísir/Vilhelm Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Leikskólagjöld fyrir átta klukkustunda vistun með fæði hafi hækkað hjá sautján sveitarfélögum af tuttugu. Fjórtán sveitarfélaga hækkuðu gjöld á bilinu 3 til 5,7 prósent. Þar af hafi gjöld hækkað umfram 4 prósent hjá átta sveitarfélögum. Mest hækkuðu almenn gjöld, fyrir átta tíma með fæði, hjá Ísafjarðarbæ eða um 5,7 en lækkuðu mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent. Sömu gjöld fyrir einstæða foreldra hækkuðu einnig mest hjá Ísafjarðarbæ, um 6,7 prósent, en lækkuðu mest hjá Fjarðabyggð, eða um 3,5 prósent. Garðabær er með hæstu almennu leikskólagjöldin fyrir átta tíma vistun með ffæði og eru þau fimmtíu prósent hærri en lægstu gjöldin, sem eru hjá Reykjavíkurborg. Á mánuði nemur munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum 14.291 krónu og 142.910 krónum á ári, ef miðað er við tíu mánaða vistun. Leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra eru aftur á móti hæst hjá Grindavíkurbæ og eru þau 120 prósent hærri en lægstu gjöldin hjá Reykjavíkurborg. Fram kemur í úttektinni að leikskólagjöld hafi hækkað yfir 5 prósent í tveimur sveitarfélögum, á bilinu 4 til 5 prósent í sex sveitarfélögum og um 3 til 4 prósent í sex sveitarfélögum. Mest hafi þau hækkað hjá Ísafjarðarbæ eins og áður segir, um 5,7 prósent, sem rekja má til 12,9 prósenta hækkunar á fæðisgjöldum og 2,4 hækkun á tímagjaldi. Hækkunin nemur 2.219 krónum á mánuði eða 22.190 krónum á ári miðað við tíu mánaða vistun. Næst mest hækkuðu gjöldin hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,2 prósent. Gjöldin lækkuðu í tveimur sveitarfélögum, mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent og næst mest hjá Fjarðabyggð, eða um 2 prósent. Gjöldin stóðu í stað hjá Vestmannaeyjabæ milli ára. Svipaðar breytingar má sjá á gjöldum fyrir átta tíma með fæði fyrir einstæða foreldra en þar vegur fæðiskostnaður þyngra og því er hækkunin á gjöldum fyrir forgangshópa hjá Ísafjarðarbæ meiri, eða 6,7 prósent. Að sama skapi lækka gjöldin fyrir einstæða foreldra meira en almenn gjöld hjá Fjarðabyggð eða um 3,5 prósent. Tímagjald fyrir níunda tímann er öllu jafna hærra en tímagjald fyrstu átta tímanna. Mest hækkaði tímagjald fyrir níunda tímann hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ, eða um 5 prósent. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem lækkaði gjöld fyrir níunda tímann og nemur lækkunin fimm prósentum. Gjaldið stendur í stað hjá Vestmannaeyjabæ. Fyrir einstæða foreldra hækkaði gjald fyrir níunda tímann mest hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ eða um 5 prósent. Í Hafnarfirði lækkaði gjaldið fyrir einstæða foreldra mest, um 28 prósent eða 2.822 krónur á mánuði sem gerir 28.220 krónur á ári. Leikskólar Fjármál heimilisins Verðlag Neytendur Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00 Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Leikskólagjöld fyrir átta klukkustunda vistun með fæði hafi hækkað hjá sautján sveitarfélögum af tuttugu. Fjórtán sveitarfélaga hækkuðu gjöld á bilinu 3 til 5,7 prósent. Þar af hafi gjöld hækkað umfram 4 prósent hjá átta sveitarfélögum. Mest hækkuðu almenn gjöld, fyrir átta tíma með fæði, hjá Ísafjarðarbæ eða um 5,7 en lækkuðu mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent. Sömu gjöld fyrir einstæða foreldra hækkuðu einnig mest hjá Ísafjarðarbæ, um 6,7 prósent, en lækkuðu mest hjá Fjarðabyggð, eða um 3,5 prósent. Garðabær er með hæstu almennu leikskólagjöldin fyrir átta tíma vistun með ffæði og eru þau fimmtíu prósent hærri en lægstu gjöldin, sem eru hjá Reykjavíkurborg. Á mánuði nemur munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum 14.291 krónu og 142.910 krónum á ári, ef miðað er við tíu mánaða vistun. Leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra eru aftur á móti hæst hjá Grindavíkurbæ og eru þau 120 prósent hærri en lægstu gjöldin hjá Reykjavíkurborg. Fram kemur í úttektinni að leikskólagjöld hafi hækkað yfir 5 prósent í tveimur sveitarfélögum, á bilinu 4 til 5 prósent í sex sveitarfélögum og um 3 til 4 prósent í sex sveitarfélögum. Mest hafi þau hækkað hjá Ísafjarðarbæ eins og áður segir, um 5,7 prósent, sem rekja má til 12,9 prósenta hækkunar á fæðisgjöldum og 2,4 hækkun á tímagjaldi. Hækkunin nemur 2.219 krónum á mánuði eða 22.190 krónum á ári miðað við tíu mánaða vistun. Næst mest hækkuðu gjöldin hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,2 prósent. Gjöldin lækkuðu í tveimur sveitarfélögum, mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent og næst mest hjá Fjarðabyggð, eða um 2 prósent. Gjöldin stóðu í stað hjá Vestmannaeyjabæ milli ára. Svipaðar breytingar má sjá á gjöldum fyrir átta tíma með fæði fyrir einstæða foreldra en þar vegur fæðiskostnaður þyngra og því er hækkunin á gjöldum fyrir forgangshópa hjá Ísafjarðarbæ meiri, eða 6,7 prósent. Að sama skapi lækka gjöldin fyrir einstæða foreldra meira en almenn gjöld hjá Fjarðabyggð eða um 3,5 prósent. Tímagjald fyrir níunda tímann er öllu jafna hærra en tímagjald fyrstu átta tímanna. Mest hækkaði tímagjald fyrir níunda tímann hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ, eða um 5 prósent. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem lækkaði gjöld fyrir níunda tímann og nemur lækkunin fimm prósentum. Gjaldið stendur í stað hjá Vestmannaeyjabæ. Fyrir einstæða foreldra hækkaði gjald fyrir níunda tímann mest hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ eða um 5 prósent. Í Hafnarfirði lækkaði gjaldið fyrir einstæða foreldra mest, um 28 prósent eða 2.822 krónur á mánuði sem gerir 28.220 krónur á ári.
Leikskólar Fjármál heimilisins Verðlag Neytendur Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00 Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00
Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34