Besta lið heims með of litla höll: „Yrði niðurlægjandi fyrir okkur og bæinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 23:02 Hanna Maria Yttereng og stöllur í Vipers Kristiansand gætu fyllt 5.000 manna höll að mati forráðamanna félagsins. EPA/Csaba Krizsan Evrópumeistarar Vipers Kristiansand í handbolta kvenna gætu þurft að yfirgefa Kristiansand og spila í öðrum bæ í Noregi vegna ófullnægjandi aðstöðu á heimavelli sínum. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallar um málið og segir að þrátt fyrir að lið Vipers Kristiansand sé í allra fremstu röð í heiminum þá sé íþróttahöllin sem liðið spili í, Aquarama, langt frá því að vera í sama klassa. Það er því ekki aðeins á Íslandi sem að menn eiga í vandræðum með að uppfylla kröfur handknattleikssambands Evrópu um húsakost. Samkvæmt NRK hafa Evrópumeistararnir verið með undanþágu til að spila Evrópuleiki í Aquarama en kröfurnar verða hertar eftir tvö ár. Á meðal þess sem þá verður krafist er að pláss sé fyrir 4.000 sitjandi áhorfendur. Í dag er aðeins pláss fyrir um 2.000 áhorfendur í Aquarama og því gæti Vipers þurft að spila heimaleiki sína í öðrum bæ, til að mynda í Arendal þar sem verið er að endurgera Sör Amfi höllina til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. „Þetta yrði niðurlægjandi bæði fyrir okkur og bæinn. Þetta má bara ekki gerast,“ sagði Per Geir Lövstad, stjórnandi hjá Vipers Kristiansand, við NRK. Léku í 12.000 manna draumahöll þjálfarans Lövstad og félagar telja að hægt væri að selja 5.000 miða á stærstu leikina hjá Vipers og ósk þeirra er að fá höll sem rúmar þann fjölda. Það er á dagskránni að reisa nýja höll í Kristansand en sennilega eru enn nokkur ár í það, segir í frétt NRK. Vipers er að spila í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann sjö marka sigur í útileiknum gegn Krim Mercator í Slóveníu. Heimaleikur Vipers er svo 7. maí. Sigurinn í Slóveníu vann Vipers í 12.000 manna höll í Ljubljana sem notuð verður í úrslitunum á EM kvenna í desember. „Ég væri gjarnan til í að klóna þessa höll og koma fyrir í Kristiansand. Þetta er stórkostleg aðstaða,“ sagði Ole Gustav Gjekstad, þjálfari Vipers. Handbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallar um málið og segir að þrátt fyrir að lið Vipers Kristiansand sé í allra fremstu röð í heiminum þá sé íþróttahöllin sem liðið spili í, Aquarama, langt frá því að vera í sama klassa. Það er því ekki aðeins á Íslandi sem að menn eiga í vandræðum með að uppfylla kröfur handknattleikssambands Evrópu um húsakost. Samkvæmt NRK hafa Evrópumeistararnir verið með undanþágu til að spila Evrópuleiki í Aquarama en kröfurnar verða hertar eftir tvö ár. Á meðal þess sem þá verður krafist er að pláss sé fyrir 4.000 sitjandi áhorfendur. Í dag er aðeins pláss fyrir um 2.000 áhorfendur í Aquarama og því gæti Vipers þurft að spila heimaleiki sína í öðrum bæ, til að mynda í Arendal þar sem verið er að endurgera Sör Amfi höllina til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. „Þetta yrði niðurlægjandi bæði fyrir okkur og bæinn. Þetta má bara ekki gerast,“ sagði Per Geir Lövstad, stjórnandi hjá Vipers Kristiansand, við NRK. Léku í 12.000 manna draumahöll þjálfarans Lövstad og félagar telja að hægt væri að selja 5.000 miða á stærstu leikina hjá Vipers og ósk þeirra er að fá höll sem rúmar þann fjölda. Það er á dagskránni að reisa nýja höll í Kristansand en sennilega eru enn nokkur ár í það, segir í frétt NRK. Vipers er að spila í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann sjö marka sigur í útileiknum gegn Krim Mercator í Slóveníu. Heimaleikur Vipers er svo 7. maí. Sigurinn í Slóveníu vann Vipers í 12.000 manna höll í Ljubljana sem notuð verður í úrslitunum á EM kvenna í desember. „Ég væri gjarnan til í að klóna þessa höll og koma fyrir í Kristiansand. Þetta er stórkostleg aðstaða,“ sagði Ole Gustav Gjekstad, þjálfari Vipers.
Handbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Sjá meira