Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. maí 2022 12:53 Matur og drykkjarvara hefur hækkað um 5,2% á einu ári . vísir/vilhelm ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Á sama tíma og verðbólga hefur hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, eykst hagnaður stærstu matvöruverslana gríðarlega. „Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu matvöruverslanakeðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð afkoma hjá Samkaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna. „Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur. Í nýútgefnum ársreikningi Haga, sem á Bónus, Hagkaup og Olís kemur til dæmis fram að hagnaður þeirra hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúmlega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrirtækisins. „Maður auðvitað bara furðar sig á þessu og það er ekki langt síðan að forstjórar þessara fyrirtækja eða matvöruverslanakeðja stigu fram og héldu því fram að verðhækkanir væru óhjákvæmilegar,“ segir Auður Alfa. Þessar verðhækkanir eru gríðarlegar og hafa ólíklega farið fram hjá nokkrum síðustu mánuði. Á einu ári hefur matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent og búvara án grænmetis mest, eða um 7,7 prósent. Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýrivextir svo hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni. Hagar eiga Hagkaup, Bónus, Olís, Banana ehf., Aðföng og Zöru.vísir/vilhelm Auður Alfa segir að taka verði umræðu um það hér á landi hvað stór fyrirtæki geta gert til að stemma stigu við verðbólgunni. „Við þurfum auðvitað að skapa hérna umhverfi, og það er að mörgu leyti stjórnvalda að gera það, að skapa samkeppnisumhverfi og ég held að það sé nokkuð augljóst að matvörumarkaðurinn á Íslandi beri mörg einkenni fákeppni,“ segir Auður Alfa. Neytendur Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Verðlag Hagar Festi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Á sama tíma og verðbólga hefur hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, eykst hagnaður stærstu matvöruverslana gríðarlega. „Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu matvöruverslanakeðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð afkoma hjá Samkaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna. „Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur. Í nýútgefnum ársreikningi Haga, sem á Bónus, Hagkaup og Olís kemur til dæmis fram að hagnaður þeirra hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúmlega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrirtækisins. „Maður auðvitað bara furðar sig á þessu og það er ekki langt síðan að forstjórar þessara fyrirtækja eða matvöruverslanakeðja stigu fram og héldu því fram að verðhækkanir væru óhjákvæmilegar,“ segir Auður Alfa. Þessar verðhækkanir eru gríðarlegar og hafa ólíklega farið fram hjá nokkrum síðustu mánuði. Á einu ári hefur matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent og búvara án grænmetis mest, eða um 7,7 prósent. Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýrivextir svo hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni. Hagar eiga Hagkaup, Bónus, Olís, Banana ehf., Aðföng og Zöru.vísir/vilhelm Auður Alfa segir að taka verði umræðu um það hér á landi hvað stór fyrirtæki geta gert til að stemma stigu við verðbólgunni. „Við þurfum auðvitað að skapa hérna umhverfi, og það er að mörgu leyti stjórnvalda að gera það, að skapa samkeppnisumhverfi og ég held að það sé nokkuð augljóst að matvörumarkaðurinn á Íslandi beri mörg einkenni fákeppni,“ segir Auður Alfa.
Neytendur Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Verðlag Hagar Festi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira