Ágúst Gylfason: Ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara út að borða Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2022 22:45 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, ræðir við aðstoðarmann sinn, Jökul Elísabetarson. Vísir/Vilhelm Águst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, lofaði fjörugum leik þegar lið hans mætti Víkingum í Víkinni í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó ekki alveg hafa búist við þessari flugeldasýningu en leikurinn endaði með 4-5 sigri Stjörnunnar. „Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira