Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2022 12:00 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti H-listans í Vestmanneyjum segir gagnrýni sína á sölu Íslandsbanka snúast um að aðferðafræðinni sem var beitt hafi ekki verið í lagi. Vísir/Bjarni Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því fyrir nokkrum vikum að kunningi sinn hafi hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar í mars. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um málið á Sprengisandi fyrir viku: „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Páll segir að þarna sé verið að afvegaleiða umræðuna. „Fjármálaráðherra hélt því ranglega fram í útvarpsþætti að það hafi ekki verið hægt að selja bréfin daginn eftir, en það var augljóslega hægt bæði innan Kauphallar og utan. Það sem ég benti á var að það var hringt í kunningja minn að kvöldi og honum boðið bréfin á afslætti og þar með að taka snúning á þessum hlutabréfum og selja þau svo með skjótfengnum hagnaði daginn eftir. Um það snerist málið þ.e. aðferð Bankasýslunnar við söluna en ekki aðferð kunningja míns við að selja bréfin. Og það er spurning sem vaknar eða með hvaða hætti voru þeir valdir nokkrir tugir manna eða hundrað sem hringt var í kvöldi 22. mars og þeim boðið að kaupa þessi bréf á afslætti, það er stóra spurningin í málinu, hvernig voru þeir valdir?“ segir Páll. Hann segir áskorun að ná aftur upp trausti á fjármálakerfinu og stjórnsýslu. „Það þarf einhvern veginn að reyna að endurvinna þetta traust aftur. Aðferðafræðin við þessa sölu var ekki góð og ekki heilsteypt eins og sést á viðbrögð almennings á þessu og það er mesta áhyggjuefnið nú tap á trausti og trúverðugleika,“ segir hann. Styður Sjálfstæðisflokk á landsvísu en var ekki boðið sæti Páll er í oddvitasæti á H-lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Aðspurður um hvort hann sé hættur í Sjálfstæðisflokknum svarar hann. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Ég var hins vegar sjálfkrafa afskráður úr flokknum við að bjóða mig fram fyrir H-lista,“ segir hann. Inntur eftir hvort honum hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum svarar Páll. „Nei.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því fyrir nokkrum vikum að kunningi sinn hafi hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar í mars. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um málið á Sprengisandi fyrir viku: „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Páll segir að þarna sé verið að afvegaleiða umræðuna. „Fjármálaráðherra hélt því ranglega fram í útvarpsþætti að það hafi ekki verið hægt að selja bréfin daginn eftir, en það var augljóslega hægt bæði innan Kauphallar og utan. Það sem ég benti á var að það var hringt í kunningja minn að kvöldi og honum boðið bréfin á afslætti og þar með að taka snúning á þessum hlutabréfum og selja þau svo með skjótfengnum hagnaði daginn eftir. Um það snerist málið þ.e. aðferð Bankasýslunnar við söluna en ekki aðferð kunningja míns við að selja bréfin. Og það er spurning sem vaknar eða með hvaða hætti voru þeir valdir nokkrir tugir manna eða hundrað sem hringt var í kvöldi 22. mars og þeim boðið að kaupa þessi bréf á afslætti, það er stóra spurningin í málinu, hvernig voru þeir valdir?“ segir Páll. Hann segir áskorun að ná aftur upp trausti á fjármálakerfinu og stjórnsýslu. „Það þarf einhvern veginn að reyna að endurvinna þetta traust aftur. Aðferðafræðin við þessa sölu var ekki góð og ekki heilsteypt eins og sést á viðbrögð almennings á þessu og það er mesta áhyggjuefnið nú tap á trausti og trúverðugleika,“ segir hann. Styður Sjálfstæðisflokk á landsvísu en var ekki boðið sæti Páll er í oddvitasæti á H-lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Aðspurður um hvort hann sé hættur í Sjálfstæðisflokknum svarar hann. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Ég var hins vegar sjálfkrafa afskráður úr flokknum við að bjóða mig fram fyrir H-lista,“ segir hann. Inntur eftir hvort honum hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum svarar Páll. „Nei.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53
Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36