Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2022 12:00 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti H-listans í Vestmanneyjum segir gagnrýni sína á sölu Íslandsbanka snúast um að aðferðafræðinni sem var beitt hafi ekki verið í lagi. Vísir/Bjarni Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því fyrir nokkrum vikum að kunningi sinn hafi hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar í mars. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um málið á Sprengisandi fyrir viku: „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Páll segir að þarna sé verið að afvegaleiða umræðuna. „Fjármálaráðherra hélt því ranglega fram í útvarpsþætti að það hafi ekki verið hægt að selja bréfin daginn eftir, en það var augljóslega hægt bæði innan Kauphallar og utan. Það sem ég benti á var að það var hringt í kunningja minn að kvöldi og honum boðið bréfin á afslætti og þar með að taka snúning á þessum hlutabréfum og selja þau svo með skjótfengnum hagnaði daginn eftir. Um það snerist málið þ.e. aðferð Bankasýslunnar við söluna en ekki aðferð kunningja míns við að selja bréfin. Og það er spurning sem vaknar eða með hvaða hætti voru þeir valdir nokkrir tugir manna eða hundrað sem hringt var í kvöldi 22. mars og þeim boðið að kaupa þessi bréf á afslætti, það er stóra spurningin í málinu, hvernig voru þeir valdir?“ segir Páll. Hann segir áskorun að ná aftur upp trausti á fjármálakerfinu og stjórnsýslu. „Það þarf einhvern veginn að reyna að endurvinna þetta traust aftur. Aðferðafræðin við þessa sölu var ekki góð og ekki heilsteypt eins og sést á viðbrögð almennings á þessu og það er mesta áhyggjuefnið nú tap á trausti og trúverðugleika,“ segir hann. Styður Sjálfstæðisflokk á landsvísu en var ekki boðið sæti Páll er í oddvitasæti á H-lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Aðspurður um hvort hann sé hættur í Sjálfstæðisflokknum svarar hann. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Ég var hins vegar sjálfkrafa afskráður úr flokknum við að bjóða mig fram fyrir H-lista,“ segir hann. Inntur eftir hvort honum hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum svarar Páll. „Nei.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því fyrir nokkrum vikum að kunningi sinn hafi hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar í mars. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um málið á Sprengisandi fyrir viku: „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Páll segir að þarna sé verið að afvegaleiða umræðuna. „Fjármálaráðherra hélt því ranglega fram í útvarpsþætti að það hafi ekki verið hægt að selja bréfin daginn eftir, en það var augljóslega hægt bæði innan Kauphallar og utan. Það sem ég benti á var að það var hringt í kunningja minn að kvöldi og honum boðið bréfin á afslætti og þar með að taka snúning á þessum hlutabréfum og selja þau svo með skjótfengnum hagnaði daginn eftir. Um það snerist málið þ.e. aðferð Bankasýslunnar við söluna en ekki aðferð kunningja míns við að selja bréfin. Og það er spurning sem vaknar eða með hvaða hætti voru þeir valdir nokkrir tugir manna eða hundrað sem hringt var í kvöldi 22. mars og þeim boðið að kaupa þessi bréf á afslætti, það er stóra spurningin í málinu, hvernig voru þeir valdir?“ segir Páll. Hann segir áskorun að ná aftur upp trausti á fjármálakerfinu og stjórnsýslu. „Það þarf einhvern veginn að reyna að endurvinna þetta traust aftur. Aðferðafræðin við þessa sölu var ekki góð og ekki heilsteypt eins og sést á viðbrögð almennings á þessu og það er mesta áhyggjuefnið nú tap á trausti og trúverðugleika,“ segir hann. Styður Sjálfstæðisflokk á landsvísu en var ekki boðið sæti Páll er í oddvitasæti á H-lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Aðspurður um hvort hann sé hættur í Sjálfstæðisflokknum svarar hann. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Ég var hins vegar sjálfkrafa afskráður úr flokknum við að bjóða mig fram fyrir H-lista,“ segir hann. Inntur eftir hvort honum hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum svarar Páll. „Nei.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53
Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36