Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2022 12:00 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti H-listans í Vestmanneyjum segir gagnrýni sína á sölu Íslandsbanka snúast um að aðferðafræðinni sem var beitt hafi ekki verið í lagi. Vísir/Bjarni Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því fyrir nokkrum vikum að kunningi sinn hafi hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar í mars. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um málið á Sprengisandi fyrir viku: „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Páll segir að þarna sé verið að afvegaleiða umræðuna. „Fjármálaráðherra hélt því ranglega fram í útvarpsþætti að það hafi ekki verið hægt að selja bréfin daginn eftir, en það var augljóslega hægt bæði innan Kauphallar og utan. Það sem ég benti á var að það var hringt í kunningja minn að kvöldi og honum boðið bréfin á afslætti og þar með að taka snúning á þessum hlutabréfum og selja þau svo með skjótfengnum hagnaði daginn eftir. Um það snerist málið þ.e. aðferð Bankasýslunnar við söluna en ekki aðferð kunningja míns við að selja bréfin. Og það er spurning sem vaknar eða með hvaða hætti voru þeir valdir nokkrir tugir manna eða hundrað sem hringt var í kvöldi 22. mars og þeim boðið að kaupa þessi bréf á afslætti, það er stóra spurningin í málinu, hvernig voru þeir valdir?“ segir Páll. Hann segir áskorun að ná aftur upp trausti á fjármálakerfinu og stjórnsýslu. „Það þarf einhvern veginn að reyna að endurvinna þetta traust aftur. Aðferðafræðin við þessa sölu var ekki góð og ekki heilsteypt eins og sést á viðbrögð almennings á þessu og það er mesta áhyggjuefnið nú tap á trausti og trúverðugleika,“ segir hann. Styður Sjálfstæðisflokk á landsvísu en var ekki boðið sæti Páll er í oddvitasæti á H-lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Aðspurður um hvort hann sé hættur í Sjálfstæðisflokknum svarar hann. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Ég var hins vegar sjálfkrafa afskráður úr flokknum við að bjóða mig fram fyrir H-lista,“ segir hann. Inntur eftir hvort honum hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum svarar Páll. „Nei.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá því fyrir nokkrum vikum að kunningi sinn hafi hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar í mars. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um málið á Sprengisandi fyrir viku: „Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir,“ sagði Bjarni. Páll segir að þarna sé verið að afvegaleiða umræðuna. „Fjármálaráðherra hélt því ranglega fram í útvarpsþætti að það hafi ekki verið hægt að selja bréfin daginn eftir, en það var augljóslega hægt bæði innan Kauphallar og utan. Það sem ég benti á var að það var hringt í kunningja minn að kvöldi og honum boðið bréfin á afslætti og þar með að taka snúning á þessum hlutabréfum og selja þau svo með skjótfengnum hagnaði daginn eftir. Um það snerist málið þ.e. aðferð Bankasýslunnar við söluna en ekki aðferð kunningja míns við að selja bréfin. Og það er spurning sem vaknar eða með hvaða hætti voru þeir valdir nokkrir tugir manna eða hundrað sem hringt var í kvöldi 22. mars og þeim boðið að kaupa þessi bréf á afslætti, það er stóra spurningin í málinu, hvernig voru þeir valdir?“ segir Páll. Hann segir áskorun að ná aftur upp trausti á fjármálakerfinu og stjórnsýslu. „Það þarf einhvern veginn að reyna að endurvinna þetta traust aftur. Aðferðafræðin við þessa sölu var ekki góð og ekki heilsteypt eins og sést á viðbrögð almennings á þessu og það er mesta áhyggjuefnið nú tap á trausti og trúverðugleika,“ segir hann. Styður Sjálfstæðisflokk á landsvísu en var ekki boðið sæti Páll er í oddvitasæti á H-lista fyrir næstu sveitastjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. Aðspurður um hvort hann sé hættur í Sjálfstæðisflokknum svarar hann. „Ég styð Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu. Ég var hins vegar sjálfkrafa afskráður úr flokknum við að bjóða mig fram fyrir H-lista,“ segir hann. Inntur eftir hvort honum hafi verið boðið að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum svarar Páll. „Nei.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53
Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. 24. apríl 2022 12:36