Innlent

Bif­reið ekið á þrettán ára stúlkur og stungið af

Árni Sæberg skrifar
Nóg var að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nóg var að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Um klukkan sjö í gærkvöldi var bifreið ekið á og í veg fyrir tvær þrettán ára stúlkur sem voru á hlaupahjóli. Ökumaðurinn flúði vettvang.

Stúlkurnar féllu í götuna og voru laskaðar eftir fallið. Foreldri var á vettvangi og málið er í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglu.

Tilkynnt var um húsbrot í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan tvö í nótt. Þá hafði húsráðandi vaknað þegar vasaljói var beint í andlit hans. Húsráðandi tjáði lögreglu að hann teldi sig þekkja innbrotsþjófinn en búið var að róat í skúffum og stela fjármunum.

Upp úr klukkan eitt í nótt voru tveir menn handteknir í Hlíðahverfi, grunaðir um eignaspjöll. Þeir höfðu brotið rúðu í íbúðargámi og voru komnir þar inn. Lögregla hafði ítrekað þurft að hafa afskipti af mönnunum fyrr um kvöldið og voru þeir látnir gista fangageymslur í nótt.

Töluvert var um að bifreiðar væru stöðvaðar og ökumenn þeirra handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×