Íslenski boltinn

Blikar hvattir til að mæta snemma: Hlera­grill í Smáranum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Vilhelm

Breiðablik fer nýjar leiðir til að laða fólk snemma á völlinn fyrir leik liðsins í kvöld. Boðið verður upp á hleragrill í anda þess sem þekkist í Bandaríkjunum.

Breiðablik tekur á móti FH í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en Blikar hafa hvatt stuðningsfólk sitt til að mæta snemma, grilla og hafa gaman fyrir leik.

„Í anda „tailgate“ sem Bandaríkjamenn hafa gert í fjölda ára fyrir leiki í ameríska fótboltanum þá hvetjum við Blika til að mæta í Smárann á sínum bíl. Opna hlerann og grilla, drekka, djúpsteikja, baka eða hvað svo sem þið viljið beint úr skottinu,“ segir í færslu Breiðabliks á samfélagsmiðlum.

Breiðablik er með fullt hús stiga í Bestu deild karla eftir 4-1 sigur á Keflavík og nauman 1-0 sigur á KR í síðustu umferð. FH er á sama tíma með þrjú stig eftir tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í fyrstu umferð en endurkomu sigur á Fram í síðustu umferð.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4. Útsending hefst klukkan 19.00 og að leik loknum verður leikurinn krufinn í Stúkunni.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×