Hinn þýski Becker, sem vann sex risamót í tennis á sínum tíma, var lýstur gjaldþrota árið 2017 en hann skuldaði lánaveitendum tæplega 50 milljónir punda, jafnvirði um átta milljarða íslenskra króna.
Hann var fundinn sekur af kviðdómi í fjórum ákæruliðum og sýknaður í tuttugu. Becker sendi 390 þúsund pund af viðskiptareikningi sínum yfir á aðra reikninga, eða sem nemur 64 milljónum króna.
Meðal ákæruliða sem Becker var sýknaður í var deila um verðlaunagripi Becker sem hann neitaði að láta af hendi við gjaldþrotið.