Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2022 09:35 Bjarni Friðrik Jóhannesson, Jón Ingi Einarsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Sigurður Gunnar Markússon. Aðsendar Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. Í tilkynningu frá Krónunni segir að skipulagsbreytingar hafi verið gerðar með það að markmiði að skerpa á stefnu og innra skipulagi félagsins. „Tveir nýir forstöðumenn bætast í hóp stjórnenda, þeir Bjarni F. Jóhannesson sem tekur við stöðu forstöðumanns innkaupa og vöruflokkastýringar og Jón Ingi Einarsson sem tekur við sem forstöðumaður vörustýringar. Bjarni Friðrik Jóhannesson hefur starfað hjá Krónunni og tengdum félögum frá árinu 2006. Hann var deildarstjóri innkaupadeildar og vöruflokkastýringar frá janúar 2021, framkvæmdastjóri vörugreiningardeildar frá 2019 og rekstrarstjóri Nóatúns frá 2006. Bjarni er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Jón Ingi Einarsson hefur starfað hjá Krónunni með hléi frá árinu 2004. Hann starfaði áður sem sérfræðingur innan innkaupadeildar Krónunnar eða frá september 2020, framkvæmdastjóri Ekrunnar frá 2014, sölustjóri sama fyrirtækis frá 2007 og vöruflokkastjóri hjá Kaupási, forvera Krónunnar, frá 2004. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar MBA nám við Háskóla Íslands samhliða starfi. Jafnframt tekur Guðrún Aðalsteinsdóttir við nýju sviði stafrænnar þróunar og umbótaverkefna innan Krónunnar en hún var áður forstöðumaður innkaupa og vörustýringar. Stafræn þekking er sífellt að verða mikilvægari í verslunarrekstri, þar liggja gríðarleg tækifæri til vaxtar, hagræðingar og bættrar þjónustu við viðskiptavini en nefna má að Krónan býður upp á netverslun og Skannað og skundað sjálfsafgreiðslulausn í gegnum Snjallverslun, þá fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Sigurður Gunnar Markússon, sem áður var forstöðumaður viðskiptaþróunar, tekur við sem forstöðumaður þróunar og uppbyggingar verslana, en á næstunni munu þrjár nýjar Krónuverslanir opna í Borgartúni, Skeifunni og á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Verslun Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Í tilkynningu frá Krónunni segir að skipulagsbreytingar hafi verið gerðar með það að markmiði að skerpa á stefnu og innra skipulagi félagsins. „Tveir nýir forstöðumenn bætast í hóp stjórnenda, þeir Bjarni F. Jóhannesson sem tekur við stöðu forstöðumanns innkaupa og vöruflokkastýringar og Jón Ingi Einarsson sem tekur við sem forstöðumaður vörustýringar. Bjarni Friðrik Jóhannesson hefur starfað hjá Krónunni og tengdum félögum frá árinu 2006. Hann var deildarstjóri innkaupadeildar og vöruflokkastýringar frá janúar 2021, framkvæmdastjóri vörugreiningardeildar frá 2019 og rekstrarstjóri Nóatúns frá 2006. Bjarni er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Jón Ingi Einarsson hefur starfað hjá Krónunni með hléi frá árinu 2004. Hann starfaði áður sem sérfræðingur innan innkaupadeildar Krónunnar eða frá september 2020, framkvæmdastjóri Ekrunnar frá 2014, sölustjóri sama fyrirtækis frá 2007 og vöruflokkastjóri hjá Kaupási, forvera Krónunnar, frá 2004. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar MBA nám við Háskóla Íslands samhliða starfi. Jafnframt tekur Guðrún Aðalsteinsdóttir við nýju sviði stafrænnar þróunar og umbótaverkefna innan Krónunnar en hún var áður forstöðumaður innkaupa og vörustýringar. Stafræn þekking er sífellt að verða mikilvægari í verslunarrekstri, þar liggja gríðarleg tækifæri til vaxtar, hagræðingar og bættrar þjónustu við viðskiptavini en nefna má að Krónan býður upp á netverslun og Skannað og skundað sjálfsafgreiðslulausn í gegnum Snjallverslun, þá fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Sigurður Gunnar Markússon, sem áður var forstöðumaður viðskiptaþróunar, tekur við sem forstöðumaður þróunar og uppbyggingar verslana, en á næstunni munu þrjár nýjar Krónuverslanir opna í Borgartúni, Skeifunni og á Akureyri,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Verslun Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira