Borgarlínan verður hryggjarstykki almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu Annie Weinstock skrifar 2. maí 2022 08:00 Höfuðborgarsvæðið er sniðið meira að bílaumferð en búast mætti við. Þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn, árið 2019, sá ég fyrir mér borgarbrag sem væri meira í ætt við Stokkhólm, þar sem ég bjó í byrjun aldarinnar. Veðurfar er svipað og í Stokkhólmi en þar gat ég auðveldlega verið bíllaus og gekk, tók strætó eða notaði neðanjarðarlest til að komast leiðar minnar. En hvers vegna er Reykjavík ekki eins? Norðurlandabúar eru jú þekktir fyrir að vera talsvert framsæknari í borgarskipulagi og hönnun en samlandar mínir vestan hafs. Og Ísland stendur sig vissulega betur en megnið af Bandaríkjunum. Byggðin í Reykjavík er nokkuð þétt, miðbærinn er líflegur og strætisvagnakerfið virkar vel. En bílaeign og umferð er þó mikil og gnægð er af bílastæðum. Fyrir lítið borgarsvæði þar sem íbúar hafa almennt sterka umhverfisvitund, kemur það á óvart að algengasti ferðamátinn sé enn hinn óskilvirki og óumhverfisvæni einkabíll. Meirihluti Íslendinga er meðvitaður um þetta og vill sjá breytingar. Reykjavík vinnur að því að þétta í götin í byggðinni til að gera borgarumhverfið samfelldara og gönguvænna. Borgin hefur þegar skapað lifandi göngugötusvæði, uppbygging Fossvogsbrúar sem er ætluð fyrir hjólandi og gangandi vegfarendurog almenningssamgöngur fer að hefjast og hér eru metnaðarfull áform um uppbyggingu hverfa með vistvænum samgöngum. Íslendingar vita flestir að eina leiðin til að draga úr því hvað við erum háð einkabílum í borgum er að byggja upp almenningssamgöngukerfi á heimsmælikvarða. Góðar almenningssamgöngur eru stolt borgarsvæða Ég hef unnið að BRT-kerfum (e. Bus Rapid Transit) í borgum um allan heim og hef umfangsmikla sérþekkingu á þeim. Slík kerfi almenningssamgangna sem byggja á vönduðum vögnum geta náð hraða og afkastagetu lestarkerfa fyrir brot af kostnaði við lestarkerfi. Hágæða BRT-kerfi er að finna í borgum um alla Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Sé vandað til verka við skipulag og hönnun geta BRT-kerfi orðið hluti af ásýnd og stolti borga, verið hryggjarstykki samgangna sem fylgir samgönguásum milli borgarhluta. Sé kerfið illa hannað geta sérakreinar þess stíflast, stöðvarnar verið óþægilegar eða vagnarnir of troðnir. Hönnun Borgarlínu lofar góðu Við hjá BRTPlan vorum fengin af Verkefnastofu Borgarlínunnar til að aðstoða við hönnun Borgarlínunnar á frumstigum. Afrakstur þeirrar vinnu er að finna í skýrslu okkar sem kallast „Borgarlína: A Review“. Þegar við komum hingað fyrst kom það okkur þægilega á óvart að Borgarlínan myndi verða það sem kallast á fræðimáli „þriðju kynslóðar BRT-kerfi“. Það táknar að strætisvagnaleiðir af öllu svæðinu muni samtengjast BRT innviðunum (sérrými) eftir meginásum og halda síðan áfram að áfangastöðum í blandaðri umferð. Þetta þýðir færri skiptingar fyrir farþega og er eitt það helsta sem BRT-kerfi hafa fram yfir léttlestarkerfi – þar sem margir farþegar þurfa einhvern veginn að koma sér að og frá lestarsporinu og skipta um farartæki. Þriðju kynslóðar BRT er þróaðasta og nútímalegasta útgáfan af BRT-kerfum. Í verkefninu komum við með nokkrar ábendingar um úrbætur í hönnun til að tryggja að þjónustan samræmist því sem best gerist í dag í heildarhönnun almenningssamgangna. Auk þess að vinna að skipulagi þriðju kynslóðar leiðarkerfis unnum við náið með Verkefnastofu Borgarlínunnar til að tryggja ýmsa aðra mikilvæga þætti í hönnun kerfisins. Til dæmis að sérrými Borgarlínunnar séu miðjusett í götunni svo að vagnar geti ferðast um óhindrað þar sem því verður við komið. Einnig að Borgarlínan muni hafa góðar stöðvar sem verja farþega gegn veðri og vindum, svo vel fari um þá á meðan biðtíma stendur. Borgarlínan á næsta stig Við samstarfsfélagarnir erum hluti af hópi alþjóðlegra sérfræðinga um BRT-kerfi sem bjó til BRT-staðalinn (en. The BRT Standard). Staðalinn er matskerfi sem gerir okkur kleift að bera saman fyrirhuguð BRT-kerfi við það sem best gerist á alþjóðavísu. Bestu BRT-kerfin í heiminum, sem uppfylla öll þau lykilatriði sem þarf til að flytja fólk á milli staða eins og fljótt og þægilega og mögulegt er, eru í „gullflokki“ samkvæmt staðlinum. Miðað við frumdrög fyrstu lotu Borgarlínu verður hún í „silfurflokki“ samkvæmt BRT staðlinum. Með nokkrum uppfærslum í hönnunarfasanum gæti Borgarlínan náð að uppfylla kröfur fyrir gullflokk. Á meðal þess sem gera mætti til að gera fyrirliggjandi hönnun enn þá metnaðarfyllri væri: Að gera Hverfisgötu og akstursleiðir Borgarlínu umhverfis Reykjavíkurtjörn að fullu helgaðar almenningssamgöngum í báðar áttir. Þessar úrbætur myndu stytta ferðatíma og fjölga farþegum auk þess að bæta gæði umhverfis við Hverfisgötu, vaxandi verslunar- og íbúagötu, enn frekar. Að takmarka vinstri beygjur bíla yfir sérakreinar Borgarlínu, veita þannig almenningssamgöngum enn meiri forgang og fjölga farþegum með styttri ferðatíma. Að hafa Borgarlínustöðvar með umfangsmeiri, lokuðum biðskýlum með rennihurðum á brautarpöllum til að auka á þægindi farþega sem leiðir aftur til fjölgunar þeirra. Með því að halda áfram með þá hönnun sem birt var í frumdrögum fyrstu lotu Borgarlínu og gera ofangreindar úrbætur til viðbótar þá yrði Borgarlína fyrsta BRT-kerfið á Norðurlöndunum til að ná í gullflokk samkvæmt matskerfinu. Metnaðarfull BRT hönnun, eins og Borgarlínan, mun bæta verulega valkosti íbúa höfuðborgarsvæðisins til að fara á milli staða og verða skýrt merki til umheimsins um að Íslandi sé alvara með að draga úr áhrifum sínum á loftslagsbreytingar. Höfundur er framkvæmdastjóri BRTPlan í New York. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið er sniðið meira að bílaumferð en búast mætti við. Þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn, árið 2019, sá ég fyrir mér borgarbrag sem væri meira í ætt við Stokkhólm, þar sem ég bjó í byrjun aldarinnar. Veðurfar er svipað og í Stokkhólmi en þar gat ég auðveldlega verið bíllaus og gekk, tók strætó eða notaði neðanjarðarlest til að komast leiðar minnar. En hvers vegna er Reykjavík ekki eins? Norðurlandabúar eru jú þekktir fyrir að vera talsvert framsæknari í borgarskipulagi og hönnun en samlandar mínir vestan hafs. Og Ísland stendur sig vissulega betur en megnið af Bandaríkjunum. Byggðin í Reykjavík er nokkuð þétt, miðbærinn er líflegur og strætisvagnakerfið virkar vel. En bílaeign og umferð er þó mikil og gnægð er af bílastæðum. Fyrir lítið borgarsvæði þar sem íbúar hafa almennt sterka umhverfisvitund, kemur það á óvart að algengasti ferðamátinn sé enn hinn óskilvirki og óumhverfisvæni einkabíll. Meirihluti Íslendinga er meðvitaður um þetta og vill sjá breytingar. Reykjavík vinnur að því að þétta í götin í byggðinni til að gera borgarumhverfið samfelldara og gönguvænna. Borgin hefur þegar skapað lifandi göngugötusvæði, uppbygging Fossvogsbrúar sem er ætluð fyrir hjólandi og gangandi vegfarendurog almenningssamgöngur fer að hefjast og hér eru metnaðarfull áform um uppbyggingu hverfa með vistvænum samgöngum. Íslendingar vita flestir að eina leiðin til að draga úr því hvað við erum háð einkabílum í borgum er að byggja upp almenningssamgöngukerfi á heimsmælikvarða. Góðar almenningssamgöngur eru stolt borgarsvæða Ég hef unnið að BRT-kerfum (e. Bus Rapid Transit) í borgum um allan heim og hef umfangsmikla sérþekkingu á þeim. Slík kerfi almenningssamgangna sem byggja á vönduðum vögnum geta náð hraða og afkastagetu lestarkerfa fyrir brot af kostnaði við lestarkerfi. Hágæða BRT-kerfi er að finna í borgum um alla Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og víðar. Sé vandað til verka við skipulag og hönnun geta BRT-kerfi orðið hluti af ásýnd og stolti borga, verið hryggjarstykki samgangna sem fylgir samgönguásum milli borgarhluta. Sé kerfið illa hannað geta sérakreinar þess stíflast, stöðvarnar verið óþægilegar eða vagnarnir of troðnir. Hönnun Borgarlínu lofar góðu Við hjá BRTPlan vorum fengin af Verkefnastofu Borgarlínunnar til að aðstoða við hönnun Borgarlínunnar á frumstigum. Afrakstur þeirrar vinnu er að finna í skýrslu okkar sem kallast „Borgarlína: A Review“. Þegar við komum hingað fyrst kom það okkur þægilega á óvart að Borgarlínan myndi verða það sem kallast á fræðimáli „þriðju kynslóðar BRT-kerfi“. Það táknar að strætisvagnaleiðir af öllu svæðinu muni samtengjast BRT innviðunum (sérrými) eftir meginásum og halda síðan áfram að áfangastöðum í blandaðri umferð. Þetta þýðir færri skiptingar fyrir farþega og er eitt það helsta sem BRT-kerfi hafa fram yfir léttlestarkerfi – þar sem margir farþegar þurfa einhvern veginn að koma sér að og frá lestarsporinu og skipta um farartæki. Þriðju kynslóðar BRT er þróaðasta og nútímalegasta útgáfan af BRT-kerfum. Í verkefninu komum við með nokkrar ábendingar um úrbætur í hönnun til að tryggja að þjónustan samræmist því sem best gerist í dag í heildarhönnun almenningssamgangna. Auk þess að vinna að skipulagi þriðju kynslóðar leiðarkerfis unnum við náið með Verkefnastofu Borgarlínunnar til að tryggja ýmsa aðra mikilvæga þætti í hönnun kerfisins. Til dæmis að sérrými Borgarlínunnar séu miðjusett í götunni svo að vagnar geti ferðast um óhindrað þar sem því verður við komið. Einnig að Borgarlínan muni hafa góðar stöðvar sem verja farþega gegn veðri og vindum, svo vel fari um þá á meðan biðtíma stendur. Borgarlínan á næsta stig Við samstarfsfélagarnir erum hluti af hópi alþjóðlegra sérfræðinga um BRT-kerfi sem bjó til BRT-staðalinn (en. The BRT Standard). Staðalinn er matskerfi sem gerir okkur kleift að bera saman fyrirhuguð BRT-kerfi við það sem best gerist á alþjóðavísu. Bestu BRT-kerfin í heiminum, sem uppfylla öll þau lykilatriði sem þarf til að flytja fólk á milli staða eins og fljótt og þægilega og mögulegt er, eru í „gullflokki“ samkvæmt staðlinum. Miðað við frumdrög fyrstu lotu Borgarlínu verður hún í „silfurflokki“ samkvæmt BRT staðlinum. Með nokkrum uppfærslum í hönnunarfasanum gæti Borgarlínan náð að uppfylla kröfur fyrir gullflokk. Á meðal þess sem gera mætti til að gera fyrirliggjandi hönnun enn þá metnaðarfyllri væri: Að gera Hverfisgötu og akstursleiðir Borgarlínu umhverfis Reykjavíkurtjörn að fullu helgaðar almenningssamgöngum í báðar áttir. Þessar úrbætur myndu stytta ferðatíma og fjölga farþegum auk þess að bæta gæði umhverfis við Hverfisgötu, vaxandi verslunar- og íbúagötu, enn frekar. Að takmarka vinstri beygjur bíla yfir sérakreinar Borgarlínu, veita þannig almenningssamgöngum enn meiri forgang og fjölga farþegum með styttri ferðatíma. Að hafa Borgarlínustöðvar með umfangsmeiri, lokuðum biðskýlum með rennihurðum á brautarpöllum til að auka á þægindi farþega sem leiðir aftur til fjölgunar þeirra. Með því að halda áfram með þá hönnun sem birt var í frumdrögum fyrstu lotu Borgarlínu og gera ofangreindar úrbætur til viðbótar þá yrði Borgarlína fyrsta BRT-kerfið á Norðurlöndunum til að ná í gullflokk samkvæmt matskerfinu. Metnaðarfull BRT hönnun, eins og Borgarlínan, mun bæta verulega valkosti íbúa höfuðborgarsvæðisins til að fara á milli staða og verða skýrt merki til umheimsins um að Íslandi sé alvara með að draga úr áhrifum sínum á loftslagsbreytingar. Höfundur er framkvæmdastjóri BRTPlan í New York.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar